Komin heim

Jæja, þá er maður loksins kominn heim í heiðardalinn og rigninguna. Við Rúna fórum beint vestur þar sem tók á móti okkur heljarinnar veisla í tilefni af afmælinu hennar Hrundar, Kristjáns og Rúnu. Svaka fínt. Það var rosalega gaman að hitta prinsinn okkar aftur, hann hefur breyst helling á þessum 2 vikum, farinn að babla miklu meira og labba meira osfr. Svo finnst mér hann hafa þyngst helling líka… hmmm.

Hann var nú hálf dasaður þegar hann var rifinn úr vagninum til að hitta okkur. Tók hann c.a. 20 mínútur að átta sig á að við værum komin heim. En svo var rosalega gaman hjá honum.

Ég er kominn aftur í bæinn en fer væntalega aftur vestur í fyrramálið. Arndís Jenný á að fermast á sunnudaginn og ekki má maður missa af því.

En velkomin heim við, jeeeeiiiiiiii

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s