Nú er maður búinn að liggja þokkalega sveittur alla vikuna. Þvílíka veikindaslubbið sem er búið að vera í gangi, fyrst Kristján og Rúna og svo ég. En þetta er allt að koma núna sem betur fer. Maður er búinn að horfa á allt sem er komið af Jericho. Helvíti fínir þættir og frekar pirrandi að þurfa að bíða eftir næsta þætti. Ætli maður taki ekki pásu í því og glápi á það sem er komið af 24 og Lost. Eins get ég kíkt á The Unit, Heroes og My Name is Earl. Það er sko af nógu að taka.
Maður er svona rétt að venjast þessu nýja bloggi. Soffi búinn að skipta úr MT yfir í WordPress. Þetta wordpress dæmi er voðalega líkt Blogspot sem að maður var með í denn. En þetta kemur allt saman með kalda vatninu.
Þangað til næst….
Já.. það tekur smá tíma að venjast þessu lúkki. En á ekkert að farað horfa á PRISON BREAK??