Daramm

Nú er klukkan alveg að slá í miðnætti á mjög svo undarlegu kvöldi… Kom heim úr vinnunni kl rúmlega sex. Hitaði pylsur fyrir liðið, þeim var sporðrennt á skömmum tíma, skipti á þvílíku kúkableijunni því að Rúna gat það ekki. Horfði svo á Inter enda 17 leikja sigurgöngu sína á móti Udinese á Skjásport. Svo tók snilldin við…

Kristján var farinn uppí rúm þannig að við hjónaleysin sátum í sófanum og vorum eitthvað að spúglera í því hvað skildi gera. Ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu og ég var einhvernveginn ekki í neinum fýling fyrir sjónvarpsgláp. Ég sting uppá því að við komum í keppni í XBOX tölvuleikjum. Ég bjóst engan veginn við að fá einhverjar undirtektir enda uppástungan meira svona óskhyggja af undirrituðum. En Rúna tók vel í þetta og þá var XBOXINN ræstur…

Pacman: Við tókum 2 manna í þessum klassíska leik þar sem að Rúna hafði betur eftir æsispennandi keppni. komst meira að segja í borð nr 2 og hlaut yfir 7000 stig á móti 5000 og eitthvað hjá undirrituðum.

SSX: sem er einhver skíða og snjóbrettaleikur. Við kunnum nú hvorugt á þetta dæmi þannig að þetta var nokkuð jafnt. Skiptumst á að vinna þangað til að ég fattaði hvernig átti að gera ofurtrix og sleppti því alveg að segja henni frá því. Ég var held ég búinn að rústa henni 4 sinnum áður en hún fattaði hvernig var í pottinn búið.

NHL 06: Hocky leikur frá EA Sports. við kunnum hvorugt á þetta en þetta var stuð. Sérstaklega þegar Rúnu brá alltaf jafn mikið þegar víbringurinn í joystickinu hóf að titra með tilheyrandi öskrum. En það þurfti ekki að spyrja að leikslokum að kallinn rústaði kellu í öllum 3 leikjunum sem við spiluðum. Í síðasta leiknum (sem fór 4-0 fyrir mér) var Rúna orðin svo pirruð að hún henti stýripinnanum í mig og fór í fýlu mér til mikillar ánægju. Svo skammaði hún mig fyrir að kenna sér ekki að skora (ég by the way kunni alveg jafn lítið á þennan leik eins og hún) Síðustu mínútur leiksins fóru í það að ég skautaði í hringi á meðan tíminn rann út. Mikil keppnismanneskja hún Rúna.

Ég hafði sérstaklega gaman að þessu þar sem að Rúna var að skemmta sér vel við það að spila tölvuleiki sem hún annars talar frekar illa um og hefur ekki mikið álit á þegar maður er að gaufa í þessu. HEHEHEHEHEHEHE

Mjög svo undarlegt kvöld í alla staði.

En Incubus á laugardaginn og bræður mínir á leið í bæinn. Ég þurfti að úthýsa Ninna og Dagmar vegna plássleysis. Hafði gleymt að taka það í reikninginn að við erum með gest fyrir hérna… Ég bauð þeim samt að deila herbergi með honum sem þau afþökkuðu pent… skil ekki af hverju. En Gústi og Diljá verða í stofunni frá fimmtudagskvöldinu. Þetta verður eitthvað spaugilegt um helgina. Annars er Rúna að fara að vinna á kvöldvakt næstu 4 kvöld þannig að við Kristján verðum bara 2 öll kvöld.

Veit ekki hvað ég á að röfla meira fyrir utan að heimta fleiri komment hérna… hnuss.

Þangað til næst…..

4 thoughts on “Daramm

  1. Til hamingju með þetta lengsta blogg í manna minnum. Langt síðan maður hefur þurft að eyða meira en tveimur mínútum í að lesa færslurnar þínar.

  2. já hvað er málið. Fólk alveg hætt að kommenta.
    En ég skil Rúnu vel að hafa bara brjálast. Þið verðið alltaf svo mikið að vinna í öllu þannig að þið leynið okkur öllum trixum og jafnvel svindlið bara til að tapa ekki fyrir stelpu.

    Ninni og Dagmar geta gist á þessum líka dýrindis svefnsófa sem ég á hér í stofunni á boðagrandanum. En það fylgir ekki gjafabréf hjá nuddara og hnikkjara með 😉

  3. Ég hef nú náð Guðnýju í leiki en hún verður svo hrikalega æst og stressuð og öskrar svo hátt að það er ekki líft í kringum hana. Svo er hún bara með hjartsláttartruflanir eftir þetta. Alveg vonlaust en samt fyndið. Getur ekki einu sinni spilað snake í síma af stressi.

  4. Komment komment komment

    Ég skal rústa þér í tölvuleik hvenær sem er félagi. Er hvort sem er að leita mér að nýjum áhugamálum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s