Einsemdin er vinur minn

Þetta er nú meira þunglyndisbölið alltaf á manni. Nú er ég nýkominn að vestan eins og svo oft áður og ég er bara ekki að fýla þetta. Nú dauðlangar mig heim enda er hundleiðinlegt að hangsa hérna einn í bænum. Ég fór með Kristján Frey á leikskólann í morgun, fékk að kveðja hann almennilega sem er svolítill munur frá því síðast þar sem ég þurfti að rjúka af stað án þess að kveðja kóng né prest. Æi þetta er bara einn og hálfur mánuður í viðbót.
Við þurfum að afhenda íbúðina 30 okt sem þýðir eftir skrattans 14 daga. Það á eftir að gera of mikið hérna. Það er alveg slatti af kössum komnir vestur en það er samt svo fokking mikið eftir. Öll búslóðin að sjálfsögðu, veit ekki hvernig maður á að komast yfir þetta allt. Við tökum síðustu helgina í október í það að flytja, Þá vantar okkur alla þá hjálp sem býðst… áhugasamir vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan. Líka ef einhver á flutningabíl sem hann þarf ekki að nota þá væri það vel þegið, líka ef viðkomandi væri með meiraprófið til að keyra kvikindið.

Um næstu helgi er förinni heitið til Búdapest á árshátíð EJS. Við fljúgum út á föstudaginn og komum heim á mánudag. Þetta verður vonandi fínt, kannski get ég keypt mér linsu á myndavélina… sjáum til. Þannig að það er nóg framundan, það er ekki það.

Ætli það sé ekki best að enda þetta á snilldar myndbandi sem ég hvet alla til að horfa á. Boðskapurinn í þessu er svo fagur að það hálfa væri miklu meira en nóg. Svo er þetta líka svo gasalega smekklegt og fagmannlega unnið myndband að Spielberg sjálfur myndi stoltur setja nafnið sitt við þetta… Njótið.

Þangað til næst….

One thought on “Einsemdin er vinur minn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s