Ninnmundur er 27 ára í dag. Hann fær að sjálfsögðu kveðju.
Talan 27 er nokkuð merkileg. Þeir eru ófáir rokkararnir sem hafa geispað golunni á þessum aldri. Kurt Cobain, Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison, Brian Jones og svo einhverjir fleiri óþekktari póstar. Flestir af hinum undarlegustu orsökum eins og að drukkna í eigin ælu, skjóta af sér hausinn svo eitthvað sé nefnt.
Ninni minn, þú lætur gítarinn eiga sig og ferð varlega þangað til að þú verður 28… Svo geturðu byrjað að rokka úr þér garnirnar eftir ár.
Þetta er bara af því að mér þykir vænt um þig kúturinn minn.
Þangað til næst….
Jaaaá.. SÆLL. Var bara hvergi til betri mynd af mér eða..?? Bara svo það sé á hreinu, þá er ég að taka gangsterinn á þetta, You talkin to me??
En Takk samt fyrir kveðjuna bróðir.. Þykir afskaplega vænt um þig líka væni 🙂
Ég er náttúrulega ennþá með tippamyndina af þér ef að þú villt það frekar hehehehe
Þá mun væntumþyggjan hverfa, bara svo þú vitir það
Haha, alltaf svooo fallegur!