Horfst í augu við staðreyndir

Jæja, ég lét verða af svolitlu sem ég er búinn að vera að velta fyrir mér í langan tíma.

Málið er að með árunum sem hrúgast á mann þá hækka kollvikin alltaf meir og meir og nú var farið að styttast ískyggilega mikið í að maður myndi líta út eins og Esteban Cambiasso áður en kappinn rakaði sig sköllóttann. Áður en af því varð þá ákvað í að láta skollituðu flygsurnar fjúka af kollinum og nú er maður bara með nett Audda Blö look á þessu.

Nú er maður bara eins og reitt hæna með hor en fjandinn hafi það… Þetta hlýtur að venjast.

Þangað til næst…..

3 thoughts on “Horfst í augu við staðreyndir

  1. Þetta er kannski ekki besta mynd í heimi af þér en ég sé samt ekki annað en að þetta klæði þig stórvel!

Leave a reply to Stóri G Cancel reply