Árið sem leið.

Janúar:

Í Janúar fyrir ári var lífið eins og það á að vera í janúar…. rólegheit og skammdegi. Háhyrningarnir mættu í fjörðinn og tóku mikið pláss á minniskortinu í myndavélinni minni.
Wolfpack

Skálmöld skipaði stóran sess í mínu lífi samkvæmt blogginu og það ekki af ástæðulausu… ég er enn að fýla þann disk í drasl og flestar hringingarnar úr símanum mínum sem og sms skilaboðatónar hljóma af Skálmöld.

Háhyrningamyndirnar komust á mbl.is og visir.is sem var ánægjulegt.

Febrúar:

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar. Gústi bróðir er hr. 112 og kom skemmtileg grein um það í Skessuhorninu góða.
112

Háhyringarnir héldu áfram að synda makindalega um fjörðinn og flickr síðan mín setti persónulegt met í heimsóknum þegar allir fóru að deila háhyrningamyndunum mínum á fésinu… yfirleitt er ég að fá 50 -400 heimsóknir á dag en einn daginn fóru heimsóknirnar upp í 7000 og eitthvað. Vinsælasta myndin var þessi hér:
At Kirkjufell

Einn daginn í febrúar komu þeir svo nálægt landi að manni var hætt að lítast á blikuna…
Jackson five?

Aftur datt maður á visir.is… ekki leiðinlegt það.

Svo var Þorrablótið haldið með pompi og pragt og þar kom maður fram og skemmti áhorfendum af mikilli snilld. Það var alveg hrikalega gaman að vera í þorrablótsnefnd, miklir snillingar sem komu fram þarna.
Þorrablótsnefndin

Mars:

Það var mikið stuð í mars. Nokkrir ernir úr Kolgrafarfirðinum leyfðu mér að mynda sig… enda myndarlegir fuglar ef þannig er litið á það.
Konungur fuglanna

Háhyrningar voru enn að spóka sig í mestu makindum, enda virtist vera nóg að éta fyrir kvikindin.
They're back

Góðir gestir kíktu í heimsókn í mars.
afmæli

Við í slökkviliðinu tókum að okkur vafasöm verkefni svo ekki sé meira sagt.
fire

Jú og varamannaskýlin okkar í fótboltanum hreinlega sprungu í loft upp í einu óveðrinu…
storm's consequences

Apríl:

Fór í eitt stk ljósmyndaferð um Snæfellsnesið í þokusudda. Það kom mjög flott út að mér fannst enda þarf ekki alltaf að vera bongó blíða til að taka töff myndir.
Svörtuloft

Kolbeinn og Kölski

Einnig fórum við Rúna norður í skíða og gönguferð ef svo má að orði komast. Kristján Freyr fór í brettaskóla á Akureyri og skemmti sér vel, var orðinn ansi lúnkinn á brettinu eftir daginn.
bretti

Svo var farið með snjótroðara upp á Kaldbak og rennt sér og risasnjóþotu niður… það var geðveikt.
kaldbakur

Síðan var ferðinni heitið í Bárðardalinn þar sem við gengum úr okkur allt vit. Fórum með góðu fólki í göngu á Svarfaðardal líka. Nokkrir kílómetrarnir að baki eftir þessa ferð.
Að nálgast

Maí:

Strandveiðarnar byrjuðu í maí, fyrsti leikur Grundarfjarðar í þriðju deildinni var í maí, ýmislegt sem gerðist í maí.
Celebration at 1-0

Sigur var í fyrsta leik öllum að óvörum. Þetta setti standardinn fyrir sumarið hjá Grundarfirði.
Grundarfjörður FC

Kristján Freyr varð 6 ára og Rúna 30 ára í þessum mánuði…
kft

gjj

Sumarið kom og allt í blóma. Svartur svanur mætti á svæðið og spókaði sig um í Grundarfirði eins og ekkert væri sjálfsagðara.
We're off

Júní:

Yfirleitt byrjar þessi mánuður með einhverjum hasar á sjómannadaginn og það var eins þetta árið…
112

Splash

Tók netta miðnæturgolfmyndatöku með Benedikt og kom það nokkuð vel út.
7 iron

Hápunkturinn var þegar að Kristján Freyr hitti Baldur Ragnars Skálmaldarliða.
kftbr

Fótboltinn hélt áfram og áfram gekk okkur ansi vel. Unnum stórsigur á Afríku ásamt því að gera jafntefli við Kára.
Rare goal

Júlí:

Í júlí fórum við fjölskyldan til Tyrklands í langþráð sumarfrí… það var æðislegt.
tyrkland

dive

tyrk

Þegar við komum loksins heim tók við stífur undirbúningur fyrir Góða stund. Þá var legið á pallinum og sólað sig þá daga sem það var hægt… þeir voru þónokkrir. Var plataður einusinni enn til að taka þátt í skemmtiatriði rauða hverfisins. Þessu var riggað upp nokkrum klukkutímum fyrir showið og við komum sáum og sigruðum… Flottasta skemmtiatriðið 2011.
Thats me

Rauða hverfið

Ágúst:

Ég byrjaði þennan mánuð á að taka túr um Ísland aleinn… það hittist þannig á að þegar Rúna var búin með sitt sumarfrí gat ég loksins drullast til að taka mér smá frí. Þetta hafði lengi blundað í mér að taka svona ljósmyndaferð bara einn og það var bara nokkuð gefandi skal ég segja ykkur. Tók hringinn í kringum landið á 5 dögum og kom við á þessum helstu stöðum.
Landmannalaugar

Behind the waterfall

Reynisfjara

Reynisfjall

Glacier lagoon

Dettifoss

Eyddi svo nánast restini af þessum mánuði í að vinna myndirnar sem ég tók. Það tók sinn tíma enda tók ég 1197 ramma í þessari ferð. Endaði svo mánuðinn á að taka 2 leiki við Magna frá Grenivík í úrslitakeppninni en það fór 2-1 fyrir Magna í 2 leikjum. Þetta stóð tæpt en besti árangur Grundarfjarðarliðsins ever.
Posession

September:

Lífið var að komast í fasta skorður í september… Við Kristján Freyr fórum í feðgaferð til Akureyrar… Ég skellti mér á tónleika með Skálmöld í Hofi og voru það einir mögnuðustu tónleikar sem ég hef farið á… Svaðalegir.
skalmold

Svo var tekist á við svakalegt púslverkefni sem dróst fram yfir mánaðarmótin.
pusl

Október:

Október byrjaði á að við systkynin skruppum í helgarferð til Svíþjóðar… þar var nokkrum kollum rennt niður og verslað aðeins í H&M… Rosalega skemmtileg ferð.
sverige

sverig

Eftir Svíþjóðarferðina náði ég mér í sænsku veikina, var meira og minna með kvef allan október. Svo þegar því var loksins að linna þá skutluðumst við í bústað í Biskupstungunum í afslöppun, Það var rosalega nice, heitur pottur, grill og almennt chill.
Strokkur

sudurland

Nóvember:

Um mánaðarmótin okt/nóv var ég orðinn fárveikur, þegar við komum úr bústaðnum og ég mætti til vinnu á mánudeginum var ég hálf tussulegur, fór heim á hádegi, lagðist upp í rúm og var í ruglinu, mældist með 39 stiga hita. Á miðvikudeginum skrepp ég til læknis og þá var ég greindur með lungnabólgu og settur á lyf, lyfin voru ekki að virka sem skildi og því var ég sendur upp á Akranes á föstudeginum þar sem lungun voru mynduð og lungnabólgan orðin ansi svæsin. En þetta reddaðist þó að lokuð þó að nánast allur mánuðurinn hafi farið í eitthvað svona rugl. Formið fór fyrir neðan allar hellur og íþróttaiðkun var ekki á dagskránni þennan mánuð.
afmaeli

Desember:

Desember var bara nokkuð nettur, jólaundirbúningur, byrjaði aftur í bjöllum eftir lungnabólguna, var allur að braggast. Jólin komu svo með sitt hafurtask og árið endaði á góðu nótunum. Vildi bara að nýja árið hefði byrjað á góðu nótunum en það var ekki raunin. Fall er fararheill og vonandi fer þetta batnandi úr þessu.
snjohus

Þá er þessari litlu yfirferð lokið.

Þangað til næst….

2 thoughts on “Árið sem leið.

  1. Gleðilegt nýtt ár Tommi. Flottur pistill hjá þér að vanda. Vonandi fer þetta að fara í rétta átt hjá Kristjáni Frey.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s