Fékk ábendingu um að það væri einhver hasar á Kolgrafafirði í gær. Bátar fyrir innan brú og svoleiðis gút sjitt. Ég stökk úr vinnunni, brunaði heim og sótti vélina, brunaði svo í næsta fjörð til að kíkja á herlegheitin.
Þegar ég kom var þyrla Landhelgisgæslunnar að fljúga yfir, 4 bátar fyrir innan brú, rosalega mikið fuglalíf og svo 3 háhyrningar sem voru að næra sig í mestu makindum, Einhverjir ernir voru að flögra þarna um, súlur að stinga sér og allt í gangi.
Mikið líf og fjör
Þangað til næst….