Nú er september að verða liðinn og mikið búið að ganga á síðan í síðasta bloggi. Rútínan að taka öll völd og allt að fara í fastar skorður. Rúna búin að fara í lazer aðgerð á augum og það heppnaðist svo gríðarlega vel að ég pantaði mér eina slíka í einum grænum. Hlakka mikið til að vera ekki háður gleraugunum endalaust. Vonandi að allt gangi upp hvað það varðar. Svo hefur maður verið að skrattast með myndavélina hingað og þangað.
Kristján Freyr fór á Atlantis mótið í lok ágúst:
Ben Stiller mætti í Grundarfjörðinn og gerði allt vitlaust. RÚV keypti nokkrar myndir af mér og þetta var heilmikið havarí.
Við fórum í réttir í gömlu sveitinni minni:
Síðustu tvö skemmtiferðaskip sumarsins komu við í Grundarfirði:
Svo eru búin að vera svo brjáluð norðurljós hérna að maður var gapandi af undrun og aðdáun um daginn þegar þessi mynd var tekin:
Annars er bara allt gott að frétta af okkur hérna í Grundarfirði. Kristjáni gengur vel í skólanum og allt í blóma þar. Við Rúna ætlum svo að skreppa með pabba til Denver í nóvember og kíkja á lífið í Ameríkunni. Spurning hvernig það á eftir að fara.
Ætli það verði ekki c.a. nokkrir mánuðir í næsta blogg þannig að ég bið ykkur vel að lifa á meðan.
Svo ein af Kirkjufellinu síðan í dag:
Þangað til næst….