Myndavélablæti

Á góðri stund í Grundarfirði var um daginn… þar var mikið stuð, frábært veður, fullt af fólki, knattspyrnuleikur og heilmikil dagskrá. Þetta fór allt með afbrigðum vel fram og spilaði veðrið þar stóran hluta inní.
Grundarfjörður lagði topplið Víðis að mér fjarverandi en leikurinn fór 4-1 okkur í vil.

Benni og Iðunn voru hjá okkur og var það rosalega gaman. Mikið brallað þessa helgina. Kristján Freyr sýndi mikil danstilþrif á stóra sviðinu ásamt því að taka þátt í skemmtiatriði rauða hverfisins. Það tókst bara mjög vel hjá þeim og gátu þau gengið stolt af sviðinu.

Eftir helgina tók svo raunveruleikinn við því að þá átti enn eftir að klára allan virðisaukann.. Það tókst svo á mánudeginum eftir verslunarmannahelgina þannig að ekki var mikið flakkið á manni á þeirri mestu ferðahelgi ársins.

En á meðan á öllu þessu stóð var hugurinn farinn á flug varðandi myndavélapælingar. Málið er að mig hefur lengi langað í full frame vél enda aldrei brúkað slíkan grip. Vélarnar sem ég hef átt hafa allar verið 1.6 crop og svo ásinn sem ég á núna sem er 1.3 crop.
Ég nýtti því tækifærið þegar að ásinn bilaði örlítið. Það var ekki alvarleg bilun, aðeins einn takki sem hefur dottið af í öllum hamaganginum í myndatöku í Flatey um daginn. Málið er að snillingarnir í Beco þurftu nokkra daga til að laga vélina. Þetta gerðist allt á sama tíma skatturinn ákvað að láta mig hafa fullt af pening svona uppúr þurru. Ég lét því slag standa og splæsti í eina Canon EOS 5d Mark II notaða sem ég fann á netinu. Seldi Carl Zeiss 25mm f/2.8 upp í vélina og á núna tvær myndavélar. Ég ætla að halda í Canon EOS 1d Mark III vélina mína enn um sinn enda er það alveg frábær vél og mikill jálkur. Ég verð þá bara að bíta í það súra að eiga tvær vélar 😉

Að sjálfsögðu þurfti ég þá líka að kaupa mér nýjan bakpoka undir allt draslið… það lá bara í augum uppi.

Lowepro Vertex 200AW varð fyrir valinu enda frábær poki sem rúmar allan fjandann… Tvær myndavélar, fleiri fleiri linsur og 14 samlokur ef út í það er farið. Nú þarf maður bara að drullast í ketilbjöllur til að geta loftað draslinu.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s