Já það er ýmislegt búið að gerast síðan síðasti pistill var hripaður hérna inn… Ég er búinn að fara í lazer aðgerð á augunum og er því ekki lengur háður linsum eða gleraugum. Þetta er þvílíkur munur að orð fá því ekki lýst. Mögnuð tækni. Maður fer í forskoðun á augunum. Daginn eftir var ég mættur í aðgerð. Fékk kæruleysistöflu og hálftíma síðar var ég lagstur á bekkinn… augað spennt upp með einhverju víravirki. Einhver ofursogskál sett á augað og svo kemur bara einhverskonar hljóð og brunalykt og svo er þetta bara búið. Minnsta mál í heimi. Smá verkir í augunum fyrsta klukkutímann. Ég lagði mig í 2 tíma og var úber góður þegar ég vaknaði. Endalaus hamingja.
Búinn að vera nokkuð duglegur að taka myndir sem er bara alveg hreint ágætt.
Norðurljós við Kirkjufell
Fallegt haustveður í Kolgrafafirði
Svo eru stóru síldveiðibátarnir farnir að láta sjá sig hér á firðinum.
Ég skrapp líka í haustmyndatöku upp í Borgarfjörð
Svo er það bara Denver Colorado um mánaðarmótin. Það verður væntanlega stuð.
Þangað til næst…