Hvert fór tíminn?

Ég var rétt í þessu að átta mig á því að ég hef ekki sett inn færslu hérna síðan í mars… og nú er júní. Frekar dapurt. Það sem helst á daga manns hefur drifið er að bæði Kristján og Rúna áttu afmæli í maí. Rúna þann 19 og Kristján þann 20. Svaka partýstand á okkur þann mánuðinn. Svo er bara búið að vera fokking kuldi og skíta veður. Ekkert sumar virðist vera væntanlegt. Strákarnir í boltanum búnir að spila 2 leiki. Unnu Huginn í fyrsta leik og töpuðu svo fyrir Fjarðabyggð í þeim næsta. Þeir eru að fara í keppnisferðalag um helgina. Þá á að spila við Magna frá Grenivík og Leikni Fáskrúðsfirði um sömu helgi. Helvítis álag á kallana. Læt fylgja nokkrar myndir með pistlinum sem hafa á daga mína drifið. Náttúrulega nóg búið að vera að gerast hérna.

Toppskarfur
Búið að vera brjálað fuglalíf í Kolgrafafirði.

Súla Morus bassanus
Súlur í massavís.

Súlur að stinga sér
Með tilheyrandi súlukasti.

Gaman í vinnunni
Þessi elska varð árinu eldri.

Kristján Freyr
Og þessi kappi líka.

The end is near
Það endaði ekki vel hjá þessari ágætu súlu.

Þórsnes II
Þór kom með Þórsnes II í togi.

Elísabet
Það fór dágóður tími í stúdenta og fermingarmyndatökur.

Sólsetrið
Svo þegar vindurinn hægir aðeins á sér er oft ansi fallegt hérna heima við.

Fallið
Boltinn byrjaður á fullu.

Shooter
Gústi bróðir kíkir stundum við.

The Viking
Svo voru kolvitlausir víkingar hérna um sjómannadagshelgina.

Attitude
Toggi með attitude.

Svo kom allt í einu júní og sumarið byrjar hálf treglega. Að minnsta kosti lætur góða veðrið bíða eftir sér.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s