Ég var rétt í þessu að átta mig á því að ég hef ekki sett inn færslu hérna síðan í mars… og nú er júní. Frekar dapurt. Það sem helst á daga manns hefur drifið er að bæði Kristján og Rúna áttu afmæli í maí. Rúna þann 19 og Kristján þann 20. Svaka partýstand á okkur þann mánuðinn. Svo er bara búið að vera fokking kuldi og skíta veður. Ekkert sumar virðist vera væntanlegt. Strákarnir í boltanum búnir að spila 2 leiki. Unnu Huginn í fyrsta leik og töpuðu svo fyrir Fjarðabyggð í þeim næsta. Þeir eru að fara í keppnisferðalag um helgina. Þá á að spila við Magna frá Grenivík og Leikni Fáskrúðsfirði um sömu helgi. Helvítis álag á kallana. Læt fylgja nokkrar myndir með pistlinum sem hafa á daga mína drifið. Náttúrulega nóg búið að vera að gerast hérna.
Búið að vera brjálað fuglalíf í Kolgrafafirði.
Það endaði ekki vel hjá þessari ágætu súlu.
Þór kom með Þórsnes II í togi.
Það fór dágóður tími í stúdenta og fermingarmyndatökur.
Svo þegar vindurinn hægir aðeins á sér er oft ansi fallegt hérna heima við.
Gústi bróðir kíkir stundum við.
Svo voru kolvitlausir víkingar hérna um sjómannadagshelgina.
Svo kom allt í einu júní og sumarið byrjar hálf treglega. Að minnsta kosti lætur góða veðrið bíða eftir sér.
Þangað til næst….