Strand og fleiri fréttir

Eins og alþjóð veit þá strandaði Þórsness II í gær rétt við Stykkishólm. Summi bauð mér í bátsferð að kíkja á þetta. Þetta var frekar asnalegur staður til að leggja bátnum sínum.

Rescue

Stranded

Þórsnes II

En allt fór nú vel að lokum og báturinn náðist á flot aftur á flóðinu.

Ég skrapp líka smá rúnt um Snæfellsnesið eitt fagurt sumarkvöld í júní. Fór með Pile sem er einn leikmaður meistaraflokksins og hefur mikinn áhuga á Íslandi. Það var gaman.

Djúpalónssandur

Svörtuloft

Svo var Blönduósmótið líka um daginn. Þar var Kristján Freyr í eldlínunni. Hann var mjög sáttur með sinn hlut. Skoraði 6 mörk í 7 leikjum, 4 sigrar og 3 töp. En rosa gaman.

Goooooooaaal

Celebration

Næst á dagskránni er bara að bíða eftir erfingjanum. Við fjölskyldan förum suður 11. júlí þar sem að við eigum að dúsa þangað til að nýja barnið fæðist. Rúna mín stendur sig eins og hetja þó að hún sé nú orðin svolítið þreytt þessi elska. Þetta er allt að gerast og mjög líklega verður næsti pistill hér ekki skrifaður fyrr en barnið er komið í heiminn.

Cold feet

The wait

Ætla að láta þetta duga í bili.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s