Nú er hún Rúna mín gengin rúmlega 38 vikur. Á morgun förum við til Reykjavíkur og komum ekki heim fyrr en fjölgað hefur í stóðinu. Það er orðið ansi langt síðan maður stóð í þessu enda Kristján Freyr orðinn rúmlega 8 ára gamall. Það eru því spennandi tímar framundan hjá okkur. Allt orðið klárt fyrir fjölgunina að ég tel.
Þessi meistari ætlar að verða stóri bróðir
Svo vorum við Kristján Freyr aðeins að fikta með gopro myndavélina okkar… Þetta er tilraunamyndband.
Hjólaferð að Kirkjufellsfossi from Tomas Kristjansson on Vimeo.
Annars verðið bara að stay tuned eftir fréttum.
Læt fylgja nokkrar sólarlagsmyndir sem ég tók á dögunum og er frekar rogginn með.
Þangað til næst….
Gangi ykkur vel í Reykjavík og við bíðum spennt eftir fréttum 🙂 Sólarlagsmyndirnar þínar eru geggjaðar.
Gangi ykkur vel frændi minn og Rúna og ég er búin að átta mig á því að ég verð að fara að eignast góða mynd frá þér til að hengja uppá vegg þær eru svo flotta