Hvar var sumarið?

Nú er september að líða hjá og lífið dottið í fastar skorður. Kristján Freyr byrjaður í skólanum og Ellen Alexandra tútnar út á öllum rjómanum sem að mamma hennar dælir í hana.

Ellen Alexandra

Sumarið var svosem ágætt þó að það hefðu mátt vera fleiri sólardagar. Grundarfjörður náði að halda sæti sínu í þriðju deildinni eins og stefnt hafði verið á og má það teljast viðunandi árangur. Því miður lauk pepsi ævintýrinu í Ólafsvík með falli Víkings en undanfarnar vikur var ég fullur bjartsýni um að þeir myndu halda sæti sínu enda voru þeir að sýna prýðilega spilamennsku. Ég er sannfærður um að þeir verði í toppbaráttunni í fyrstudeildinni á næsta ári og aldrei að vita nema að við fáum annað pepsi ævintýri 2015.

Celebrating the goal

Annars höfum við Aðalsteinn farið í nokkra hjólarúnta ásamt því að síðustu daga hef ég verið duglegur að fara í ljósmyndaferðir um Snæfellsnesið.

Hjólaferð hringinn í kringum Hraunsfjörð from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Hér má sjá skemmtilegt video úr gopro vélinni þegar við hjóluðum í kringum Hraunsfjörð. Það var ansi gaman og skemmtileg og falleg leið til að hjóla.

Að endingu læt ég fylgja með nokkrar sólseturs og haustlitamyndir sem ég hef tekið síðustu daga.

Setbergsá

The beach

Saxhólsbjarg

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull glacier

Þangað til næst…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s