Brjóstaþoka
The newborn

Originally uploaded by Tómas Freyr

Eins og flestir sem eitthvað fylgjast með mínum högum vita þá eignuðumst við Rúna litla stelpu í sumar… sem er náttúrulega ekki frásögum færandi nema að litlum börnum fylgir sú krafa að það þarf að gefa þeim mjólk að drekka. Jú mjólk sem framleidd er í móður barnsins svona eins og gengur og gerist. Nú meðfylgjandi fylgir sú kvöð að þjást af brjóstaþoku svokallaðri.
Fyrst lagði ég ekki mikinn trúnað í þessar brjóstaþokusögur og taldi þetta bara lélega afsökun yfir að vera gleyminn og jafnvel að hún Rúna mín væri farin að kalka. En síðustu vikur og mánuði hef ég orðið vitni að ýmsum skondnum atvikum sem tengja má beint við þessa svokölluðu brjóstaþoku. Og svo í morgun þá tók nú út fyrir allt saman…

Í morgun vaknaði hún Rúna mín eins og venjulega en skildi ekkert í því að hún var með þessar svaka hellur fyrir eyrunum. Hún prófar að halda fyrir nefið og blása af öllum lífs og sálarkröftum til að losna við þetta helvíti en ekkert gengur. Einhver önnur gömul húsráð tekur hún til taks eins og að tyggja tyggjó í gríð og erg og berja með flötum lófa á hallandi höfuð en ekkert gengur. Þá prófar hún að þreyfa yfir eyrað og viti menn… haldiði bara ekki að hún hafi rekist á forláta eyrnartappa sem hún sjálf hafði komið fyrir kvöldinu áður til að geta sofið fyrir rokinu. Svona er þessi elska gáfuð í brjóstaþokunni… eða að minnsta kosti kennir hún brjóstaþokunni um þetta.

Þangað til næst….

One thought on “Brjóstaþoka

  1. Hahaha þetta er snilldarsaga hefðu viljað sjá svipinn á henni þegar hún fattaði að hún væri með eyrnatappa:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s