Sumarið kom og fór

Í dag er eitt ár síðan við Sumarliði vorum að þvælast uppi á hálendi Íslands að mynda eldgosið í Holuhrauni. Nánar má lesa um það hér.

Í sumar var mikið um að vera. Við Rúna fórum til Glasgow ásamt góðum hópi fólks úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Þar var ýmislegt brallað eins og gönguferð um hálendið, skólar heimsóttir og smakkað á nokkrum öl.

Glasgow cathedral

The wall

Teasing pigeons

The hiker

Fljótlega eftir heimkomuna frá Glasgow þá skelltum við Rúna og Kristján Freyr okkur í The Color Run í Reykjavík. Það var alveg hrikalega gaman og Kristján lék á alls oddi.

Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var það Download festival í júní. Við Gústi, Ninni og Erling skruppum til Englands og komum okkur fyrir í smábænum Loughbrough. Tilefnið var hin stórkostlega rokkhátíð Download Festival. Þar rættist gamall draumur þegar ég sá Kiss stíga á stokk á lokakvöldinu. Annars var þetta frábær hátíð en hæst bar að nefna headline böndin Muse, Slipknot og Kiss en það voru fleiri stórkostleg bönd þarna eins og Clutch, The Darkness, Mötley Crue, At The Gates, Parkway Drive og svo mætti lengi telja. Þetta var ótrúlega gaman.

DL2015

DL2015

DL2015

Fljótlega eftir komuna frá Englandi tók hið hefðbundna íslenska sumar við sem var með ágætasta móti. Falleg sólsetur, Fótboltamót, ferðalög og þess háttar. Leyfi myndunum að tala sínu máli.

Red cloud

Enjoy the sunset

Golden hour

Hi there

Birkir
Kristján Freyr hitti Birki Bjarnason

meiddur
Við Kristján fórum á Orkumótið í Eyjum og annar okkar þurfti smá aðhlynningu

orkumotid
Orkumótið var samt rosalega skemmtilegt

kirkjufell
Við Rúna og Gústi fórum upp á Kirkjufell

skinandi
Kíkti á fossinn Skínanda

Skínandi

Í júlí fórum við svo austur í ferðalag. Fórum á Eistnaflug þar sem að Kvelertak stóð algerlega uppúr. Líklega eitt svalasta live band sem ég hef séð að öðrum ólöstuðum á þessari frábæru hátíð.

eistnaflug
Við Gústi að bíða eftir Kvelertak

rockon
Mæðgur gera rock on með misjöfnum árangri

Hér má svo sjá smá myndband sem ég sullaði saman eftir ferðalagið.

Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Fórum líka í nafnaveislu hjá litlum prins.

ERS
Rúna fékk annan nafna

KMM
Svo kom önnur gullfalleg jobbalína í heiminn sem síðar fékk nafnið Kristín María

Svona er sumarið búið að vera og nú styttist í Tyrklandsför fjölskyldunnar en í tilefni 60 afmæli múttu gömlu var ákveðið að kíkja á sólarströnd. Nánar um það síðar.

Þangað til næst….

Vorið á næsta leiti

Jæja það er búið að vera ákveðin deyfð yfir þessari blessuðu síðu upp á síðkastið. Síðasti pistill var einhver áramótayfirferðarpistill frá því í byrjun janúar og nú er bara allt í einu kominn 16. apríl eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ekki það að það hafi ekki nóg verið í gangi hérna í Grundarfirðinum en við skulum hlaupa yfir það helsta…

Þann 10. janúar fórum við fjölskyldan í bústað upp í Skorradal til að ná jóla og áramótastressinu úr okkur. Það var æðislega kósý enda einstaklega fallegur staður.

Í janúar varð ég svo þess heiðurs aðnjótandi að fá nokkrar myndir birtar í Daily mail frá eldgosinu í Holuhrauni. Að sjálfsögðu kom frétt um það í Skessuhorninu

Í febrúar tókum við verklegt slökkviliðspróf og fengum löggildingu sem slökkviliðsmenn eftir það.

Tommi

Og einnig var farið á 50 þorrablót hjónaklúbbsins.

tommiogruna

Svo fórum við í söfnun á Lucas 2 hjartahnoðtæki. Frétt af vef Skessuhorns.

lucas

Öskudagurinn var tekinn með trukki…

Mr. Simmons

ellen

Í mars var mikið myndað og enda mikið í gangi… Norðurljós og rok.

Grundarfjarðarhöfn

Frozen harbour

runa

Rúna mín var náttúrulega að massa það í blakinu þessi elska.

Svo kom náttúrulega kolvitlaust veður annað slagið en það versta var 14. mars.
The storm

Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo kom þessi brjálaða norðurljósasprengja þann 17. mars síðastaliðinn.

Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Alveg magnað helvíti.

Svo var náttúrulega blessaði sólmyrkvinn.

Við Rúna og Kristján Freyr skelltum okkur á Harlem Globetrotters. Mikið fjör þar.

globetr

globetr2

Um páskana skruppum við svo norður. Skíðuðum á Akureyri í 2 daga og vorum í góðu yfirlæti hjá Svenna og Þórhildi. Fórum svo á Húsavík í eina nótt og svo 3 nætur í Bárðardalinn. Yndislegt alveg hreint.

hlidarfj

hlidarfj2

godafoss

aldey

Svo lét ég verða af því að fjárfesta í dróna enda með tækjalosta á háu stigi. Splæsti í Dji Phantom 2 vision+ kvikindi. Magnað tæki alveg hreint.

drone

Fyrsta flugið from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo skruppum við til Reykjavíkur um daginn og kíktum meðal annars á litla frænda minn sem er æðislega fallegur.

gustavsson

Ætli maður láti þetta ekki duga í bili enda vafalaust langt í næsta blogg…

Þangað til næst…

Restin af ferðalaginu 2014

Er búinn að dunda mér við það í haust að klippa saman myndbrot úr ferðalaginu sem við fórum í í sumar. Ætla að leyfa þeim bútum að fljóta hérna fyrir neðan. Ég var búinn að birta fyrstu 3 hlutana þannig að nú koma seinni 4.

Ferðalag 2014 part 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fjórða hluta vorum við að þvælast með Ninnaling um hálendi Austurlands þar sem við fórum að Kárahnjúkum, Laugavöllum ofl.

Ferðalag 2014 part 5 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fimmta hluta er myndbrot þegar við fórum yfir hina hrikalegu Hellisheiði fyrir austan. Svo þegar við keyrðum Engidalinn áleiðis í Bárðardal.

Ferðalag 2014 part 6 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjötta hluta erum við í Bárðardal og þar var keyrt að Réttartorfu. Myndir frá gönguferð Rúnu og Kristjáns og svo ljósmyndir sem ég tók þarna.

Ferðalag 2014 part 7 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjöunda og síðasta hlutanum sýnum við þegar við keyrðum upp á miðhálendið í Herðubreiðarlindir og upp að Öskju. Farið yfir djúp vöð, keyrt á móti Sólsetrinu heim og svo loksins heimkoman í Grundarfjörð.

Vonandi hafið þið jafn gaman að þessu og ég en þetta er nú samt aðallega gert til að eiga þessar minningar af ferðinni. Það er skemmtilegt að eiga svona minningar og getað gluggað í þetta í framtíðinni.

Annars hefur haustið liðið ansi hratt. Læt fylgja nokkra ramma af því sem hefur verið í gangi.

Hamrar
Heilmikil gasmengum frá Holuhrauni.

Ragnar Smári og Guðrún Hrönn
Myndaði brúðkaupið hjá þessum heiðurshjónum.

The river
Smá norðurljós.

Eldgos í Holuhrauni Timelapse from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo smellti ég í annað eldgosamyndband þar sem eingöngu eru ljósmyndir og timelapse.

Þangað til næst….

Ferðalagið á vimeo

Ég hef verið að dunda mér aðeins að klippa saman efnið úr ferðalaginu og það er bara ansi skemmtilegt verkefni. Vonandi er líka skemmtilegt að horfa á það fyrir ykkur hin eins og það er fyrir mig. Væntanlega öðruvísi stemming. En megin hugmyndin er að búa til minningar fyrst og fremst. Enda minnið í gamla orðið ansi gloppótt.

Ferðalag 2014 part 1 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Þetta var semsagt fyrsti hlutinn þar sem að Sólheimasandur er í aðalhlutverki.

Ferðalag 2014 part 2 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Annar hlutinn er frá sama degi og myndbandið á undan en nú er það rúnturinn úr Þakgili sem er afskaplega fagurt.

Ferðalag 2014 part 3 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo er það þriðji hlutinn þegar við vorum að þvælast í Dverghömrum, Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Egilsstöðum, Eistnaflugi svo eitthvað sé nefnt.

Svo eru fleiri myndbönd væntanleg. Fer eftir tíma og nennu en það er af nægu að taka. Gopro er algjör snilld bara svo að það komi fram.

Þangað til næst…

Timelapse tilraunir

Fór loksins að skoða þetta timelapse dót. Er búinn að sjá mjög mikið af ótrúlega fallegum videoum í timelapse og mann hefur alltaf langað til að prufa þetta. Lét loks verða af því í gær og fór og tók rúmlega 1200 myndir og sem dugði í rúmlega mínútu myndband. Mjög svo gaman að þessu.

Maður þarf aðeins að laga smá hristing en ég er væntanlega með lausnina á því vandamáli sem verður vonandi ekki til staðar í næsta videoi.

Spurning hvort að maður láti verða af fleiri svona með tíð og tíma. Þetta er ansi gaman.

Þangað til næst….

Hvar var sumarið?

Nú er september að líða hjá og lífið dottið í fastar skorður. Kristján Freyr byrjaður í skólanum og Ellen Alexandra tútnar út á öllum rjómanum sem að mamma hennar dælir í hana.

Ellen Alexandra

Sumarið var svosem ágætt þó að það hefðu mátt vera fleiri sólardagar. Grundarfjörður náði að halda sæti sínu í þriðju deildinni eins og stefnt hafði verið á og má það teljast viðunandi árangur. Því miður lauk pepsi ævintýrinu í Ólafsvík með falli Víkings en undanfarnar vikur var ég fullur bjartsýni um að þeir myndu halda sæti sínu enda voru þeir að sýna prýðilega spilamennsku. Ég er sannfærður um að þeir verði í toppbaráttunni í fyrstudeildinni á næsta ári og aldrei að vita nema að við fáum annað pepsi ævintýri 2015.

Celebrating the goal

Annars höfum við Aðalsteinn farið í nokkra hjólarúnta ásamt því að síðustu daga hef ég verið duglegur að fara í ljósmyndaferðir um Snæfellsnesið.

Hjólaferð hringinn í kringum Hraunsfjörð from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Hér má sjá skemmtilegt video úr gopro vélinni þegar við hjóluðum í kringum Hraunsfjörð. Það var ansi gaman og skemmtileg og falleg leið til að hjóla.

Að endingu læt ég fylgja með nokkrar sólseturs og haustlitamyndir sem ég hef tekið síðustu daga.

Setbergsá

The beach

Saxhólsbjarg

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull glacier

Þangað til næst…