1. júlí í dag og ekkert verið í gangi á þessari blessuðu síðu síðan í febrúar. Held svei mér þá að þetta sé met í aðgerðarleysi.
Læt nokkrar myndir fylgja sem ég hef tekið á þessum tíma.
Ég skrapp í smá ljósmyndaferð um nesið í mars.
Svo var öskudagurinn náttúrulega með sínu havaríi.
Svo var smá rok annað slagið hérna í firðinum.
Svo var náttúrulega fjölskrúðugt dýralíf sem svo oft áður.
Svo smá norðurljós líka.
Svo kom vorið… Hérna er Búlandshöfði í vorsólinni.
Svo var líka eitthvað um fermingarmyndatökur og brúðkaup eins og gengur og gerist.
Svo voru sagðar sögur í gríð og erg.
Kristján Freyr trommaði á útskriftartónleikum tónlistarskólans í vor.
Svo fór ég í frábæra ferð út í Melrakkaey með Unnstseini og séra Aðalsteini. Það var magnað.
Svo var náttúrulega smá sólsetur líka.
Skrapp aðeins í Danaveldi.
Svo var Jökulmílan.
Svo var það Blönduósmótið góða þar sem að Kristján Freyr og félagar stóðu sig eins og hetjur.
Svo er það bara spurning hvort að það líði aftur hálft ár í næsta pistil???
Þangað til næst….