Árið 2017 í máli og myndum

Nú er enn eitt árið liðið og afskaplega lítið um að vera á þessari blessuðu heimasíðu tommi.is. En það þýðir samt ekki að maður geti ekki hent í eins og eina áramótayfirferð…

Janúar:

Árið byrjaði á heimsókn til Ara tannlæknis og þar var fyrsta ferðin hjá Ellen sem stóð sig eins og hetja.

000tannsi

Leikskólinn 40 ára og þá var partý í Samkomuhúsinu

Leikskólinn Sólvellir 40 ára (1)

Leikskólinn Sólvellir fagnaði 40 ára afmæli og þar rakst ég á þessa mynd af undirrituðum.

000leikskoli

Við strákarnir skruppum til Manchester og Burnley og tókum tvo leiki. Æðislega gaman.

Við Rúna stóðum í ströngu með hópi af snillingum í þorrablótsnefndinni. Það var alveg hrikalega gaman og þótti heppnast með þokkalegasta móti.

32638597156_b1ccd7194b_o

000þorrablot

000thorr

Febrúar:

Þessi mánuður byrjaði á smá spennufalli eftir þorrablótið enda mikið búið að vera í gangi. Toggi og Maggi Jobba sönsuðu því svona afslöppunarplanka fyrir Rúnu mína.

000bad

Mjög kósý.

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur.

000112dagurinn

Svo var það dagur leikskólans.

000leikskolidagur

Skruppum svo í bústað upp í Munaðarnes og höfðum það kósý.

Kíktum svo á geiturnar á Háafelli

000haafell

Það var yndislegt.

Skíðasvæðið opnaði svo loksins í nokkra daga.

Skíðasvæðið opnar (3)

Svo var smellt í smá norðurljós.

33136441136_e2830922b8_o

Mars:

Það var mikið fjör í skíðalyftunni þessa fyrstu daga í mars.

Svo var líka mikið um norðurljós.

33274631735_f7498a2c54_o

Og bara bongó blíða.

32419213953_f5f363a7ba_k

000solsetur

Krakkarnir voru náttúrlega áfram í essinu sínu. Mjög gaman.

Svo voru meiri norðurljós.

000aur.jpg

Fékk svo þennan brettasnilling í fermingarmyndatöku. Það var gaman.

000baldur

Svo var farið á nokkrar æfingar svona eins og gengur og gerist.

000slokkvilid

000ithrott

Svo var smá viðtal við mig í þættinum Að Vestan á N4 stöðinni. Byrjar eftir 8 mínútur og 47 sekúndur.

Við Rúna skruppum svo í rómantíska ferð á hótel á Suðurlandinu. Það var yndislegt.

Apríl:

Fórum norður á Akureyri í skíðaferð. Kristján Freyr datt á snjóbretti og endaði á slysó. Gipsi á kappann og skíðaferðin hans búin. Við hin reyndum að gera gott úr þessu.

Svo var haldið í Klapparhús í afslöppun yfir páskana. Fórum á rúntinn upp í Námaskarð meðal annars.

Svo komu Ninni og Dagmar vestur og þá var að sjálfsögðu hent í fjölskyldumynd.

000ninni

Svo var líka bílvelta er bíll fauk útaf. Ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla en þessi mynd vekur mann til umhugsunar.

Bílvelta við Hólalæk (4)

Maí:

Vorið komið og allt í blóma. Strandveiðin byrjuð og sumarið á næsta leiti.

34296060012_5718c9feb8_k

Siggi minn kíkti í heimsókn. Alltaf gaman að hitta þennan meistara.

000siggiminn

Aðalsteinn og Unnsteinn buðu mér með út í Melrakkaey. Það var æðislegt.

This slideshow requires JavaScript.

Við félagarnir í Slökkviliði Grundarfjarðar fórum og aðstoðuðum kollega okkar úr Borgarnesi með sinubruna við Vegamót.

Smakkaði svartbaksegg í fyrsta skipti á ævinni. Sérstakt bragð en ekki slæmt.

000svartb

Fórum aðeins og kíktum á lömbin hjá Dóru og Bárði á Hömrum.

Fjárfesti í nýjum dróna sem var töluverð uppfærsla frá þeim gamla… sem hafði þó þjónað sínum tilgangi vel.

Bæði Rúna og Kristján Freyr urðu árinu eldri þennan mánuðinn. Rúna þann 19 og Kristján þann 20. Við skelltum okkur á Rammstein í tilefni dagsins.

Fótboltinn fór af stað hjá 5. flokk þar sem Kristján Freyr og strákarnir stóðu sig vel.

Svo var einstaka góðviðrisdagur líka.

000ellenpabbi

Svo voru 25 ár frá útskrift úr Laugagerðisskóla og vorum við bekkjarsystkinin sérstakir heiðursgestir. Það er alltaf gaman að hitta þetta lið.

Júní:

Júní mánuður byrjaði á heljar miklu ættarmóti sem var haldið í Laugagerði. Þar var ansi gaman að hitta allt liðið. Byrjað var við Rauðamelskirkju, matur í Laugagerði og svo kaffi í Dalsmynni. Alveg frábært.

This slideshow requires JavaScript.

Svo fljótlega eftir ættarmótið var 40 ára afmælisgjöfin frá systkinum mínum innleist og haldið á Download festival 2017. Þetta var ógeðslega gaman og þá sérstaklega System of a down, Prophets of rage, Biffy Clyro, Aerosmith og Slayer. Alveg magnað stuð með miklum snillingum.

This slideshow requires JavaScript.

Á meðan ég var að þvælast í þessu tónleikabrölti fóru Rúna, Arndís, Kristján Freyr og Ellen Alexandra í Color Run og þótti stuð.

000cr1

Ellen tók 17 júní með trompi og fór all in í andlitsmálningunni.

00017juni

Svo var heilmikið fjör á 17. júní

00017juni1

Eitthvað um sólsetursmyndatökur.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen og Kristján voru í stuði

This slideshow requires JavaScript.

Svo er hérna loftmynd úr drónanum

000loftmynd

Júlí:

Júlí mánuður var annasamur hjá fjölskyldunni. Byrjuðum í afmælisveislu hjá Arndísi Jenný sem varð 25 ára í byrjun júlí.

000afmaeli

Fórum upp á Jökul með Hjalta á sjálfan afmælisdaginn. Það var æði.

000arndis

Ég bjó svo til glæsilegt myndband fyrir Snæfellsnes Excursions af jöklaferðinni.

Snæfellsnes Excursion promo 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var það N1 mótið hjá Kristjáni Frey og félögum í 5 flokk. Þeir stóðu sig með mikilli prýði. Unnu riðilinn sinn og töpuðu aðeins 2 leikjum allt mótið. Lokuðu því með því að vinna leikinn um 5. sætið.

This slideshow requires JavaScript.

Eftir N1 mótið lögðum við land undir fót og fórum í smá ferðalag. Við byrjuðum í Klapparhúsi í almennu chilli. Fórum í myndarúnta hingað og þangað og þar stóð upp úr frábær sólsetursferð með Sigurbirni á Range Rover tröllinu upp í Suðurárbotna. Ótrúlegt svæði. Við leyfum myndunum að tala.

Steini snillingur kom með okkur í Klapparhús og við skiluðum honum svo á Ærlæk og fengum að njóta þess að vera þar í nokkra daga. Þar var heyskapur í fullum gangi og svaka stuð. Skruppum í Ásbyrgi, Dettifoss, Hljóðakletta svo eitthvað sé nefnt.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen Alexandra fagnaði 4 ára afmælinu sínu á Ærlæk þann 16. júlí og var skellt í skúffuköku af því tilefni.

Duttum svo á Mugison tónleika á Kópaskeri til að fullkomna ferðina.

000mugi

Hérna eru svo nokkrar sólsetursmyndir og ljósmyndir úr stóru vélinni.

Svo er hérna smá myndband frá Norðurlandinu

North Iceland from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Suðurárbotnar.Running towards the sunset by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Þegar heim var komið þá skruppum við með Gústa og Diljá upp á Kirkjufellið.

Svo var það bæjarhátíðin Á Góðri Stund með tilheyrandi látum.

Jú og svo var bannað að tjalda í vatninu 😉

000tjalda

Ágúst:

Vegna anna í vinnu þá var að sjálfsögðu ekkert farið neitt um verslunarmannahelgina en í staðinn var farið á Halló Halló Grundó sem er að verða rótgróin útihátíð á Sæbólinu. Rúna og krakkarnir fóru í Klapparhús um verslunarmannahelgina og stóðu í framkvæmdum þar.

Kristján Freyr var duglegur að hoppa í fossa og plataði pabba sinn með sér þegar við hoppuðum aðeins í Brynjudalsá.

000hoppa

Ellen Alexandra

000ellena

Helgina eftir verslunarmannahelgina fórum við til Reykjavíkur og tókum þátt í Gung Ho hoppukastalahlaupinu. Það var fínasta skemmtun. Svo var það almennt chill í höfuðborginni.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen Alexandra hélt svo upp á 4 ára afmælið sitt með pompi og pragt þegar að leikskólinn byrjaði aftur.

000afmaeliEAT

Kristján Freyr og félagar voru sáttir með uppskeru sumarsins í fótboltanum.

000soccer

Fórum í rafting með Hirti og Hinna í Hvítá. Það var geggjað.

000rafting

Svo fórum við Kristján Freyr og séra Aðalsteinn að sulla smá. Vorum að leita að fossum til að hoppa í en fundum ekkert árennilegt.

000sulla

Kristján Freyr og Jón Björgvin gerðust fyrisætur fyrir skólablað Skessuhorns.

A31I7203-1

Skellti svo í annað myndband fyrir Snæfellsnes Excursions sem að fór víða og var vel tekið.

Rútuferðir promo 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var svaðaleg veisla hjá Kótilettuklúbbnum þegar við vorum með grillaðar T-bone steikur.

000tbone

September:

Byrjuðum mánuðinn á að fagna afmæli pabba. Út að borða á Bjargarsteini í tilefni dagsins.

000pabbiafm

Ellen Alexandra byrjaði að æfa fótbolta í stubbaboltanum og stóð sig vel. Hérna eru þær vinkonurnar í góðum gír.

000ellentelma

Fór smá myndarúnt að Selvallavatni og Berserkjahrauni og tók mynd af falda fossinum sem allir vita um núna enda ófáar rúturnar sem stoppa þarna.

36776020190_b10f98f902_k

The flow by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

000selvallavatn

Svo var haldið norður í Klapparhús þar sem fyrsta steypa var fyrir nýja bústaðinn sem mun rísa einhverntíma í framtíðinni.

Svo fékk litli prinsinn minn gleraugu. Hann á nú ekki langt að sækja það enda báðir foreldrar hans fyrrverandi gleraugnaglámar.

000KFTgleraugu

Október:

Eftir vsk í byrjun október fórum við í bústað í Húsafelli og nutum lífsins. Það var æðislegt.

This slideshow requires JavaScript.

Kíktum líka á Selhaga sem langafi minn byggði fyrir nokkrum árum.

000borgarf

Svo var mikið fagnað þegar að Ísland tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi. Hrikalega flott lið.

000island

Svo fórum við til Danmerkur með Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem gengnir voru ófáir kílómetrarnir. Kíktum í Kristjaníu, tívolíið og sitthvað fleira. Skruppum meira að segja yfir til Malmö.

Ellen setti upp andlit af tilefni Halloween.

000ellenhalloween

Svo voru smá norðurljós þegar við komum heim.

37913146956_75d8027dbd_k

Ellen hitti Íþróttaálfinn í Grundarfirði.

000ellenithrotta

Nóvember:

Þessi mánuður byrjar alltaf á því að ég verð árinu eldri. Kristján Freyr færði pabba sínum köku í tilefni dagsins.

000afmaeili

Svo fórum við í ferð til Ukraínu með Helenu og Smára til að finna smá innvols í eldhúsið. Það var ævintýri útaf fyrir sig.

This slideshow requires JavaScript.

Þegar heim var komið byrjaði Rúna strax að undirbúa jólin mér til mikillar armæðu. Hér eru þær mæðgur að baka lakkrístoppa.

000bakstur

Ellen Alexandra tók þátt í sínu fyrsta fótboltamóti og stóð sig með prýði. Óx með hverjum leik.

This slideshow requires JavaScript.

000EATsoccer5

Svo var veðrið hreint með ágætum annað slagið.

38633125966_5b2c4b1d6f_k38677796632_190b52b0dc_k

Desember:

Þá er það mánuður jóla, innkaupa og stress. En hún Rúna mín er snillingur og var eiginlega búin að ganga frá öllum jólagjöfum í lok ágúst þannig að við fórum nokkuð stresslaus inn í mánuðinn.

Reyndar ákvað Kristján Freyr að stanga vegg svona uppúr þurru… eða næstum því. Pabbi hans var eitthvað að bregða honum og því fór sem fór… Áfram gakk.

000gat

Skruppum líka út að leika í góða en kalda veðrinu.

Skruppum á tónleika í desember. Bæði á Baggalút og Sigurrós sem var nokkuð sérstakt en magnað.

000harpan

Jólakveðja fjölskyldunnar var með náttfatastíl.

000jol

Skruppum svo í bjöllur á aðfangadag og á gamlársdag og tókum aðeins á því. Við Rúna erum búin að vera í bjöllum í vetur og höfum bara staðið okkur vel. Rúna er reyndar á fullu í blaki líka þannig að hún tekur rúmlega helmingi meira á því en ég enda mikill jaxl.

000bjollur

Svo voru það bara áramótin þannig að þetta er allt búið að vera í topp standi.

000aramot

Þangað til næst…

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s