Á þessum síðustu og verstu…

Jæja, bara svona rétt til að létta ykkur lundina og sjá ljósið í myrkrinu þá er skylda að hlusta á þetta lag. Þetta er virkilega vel gert hjá þeim Slipknots mönnum og einhvernveginn bjóst maður ekki við svona ballöðu frá þeim.

Svo eru Baggalútsmenn alltaf með réttu lausnirnar…

Ríkisstjórn Íslands skoðar það nú í fullri alvöru að fara hina svokölluðu „Dallas-leið“ til að bjarga efnahag landsins frá algeru hruni.

Felst lausnin í því að þjóðin vaknar öll upp við vondan draum árið 1991, þegar Steingrímur Hermannsson er enn forsætisráðherra – og heldur lífinu áfram þar sem frá var horfið.

Þannig mætti, fræðilega, koma í veg fyrir að Davíð Oddsson yrði forsætisráðherra og allt „færi í fokkings fljúgandi fokk,“ eins og sjúklega sætur ráðherra, sem ekki vildi láta nafns sín getið, orðaði það.

Þangað til næst….

Kreppa

Þetta er nú búið að vera meira ruglið í gangi í þjóðfélaginu. Maður býr sig bara undir það versta. Nú er mál að fara í Bónus og kaupa eftirfarandi hluti:
-18 kg af hveiti
-14 kg af sykri
-3 frystikistur, fylla þær af:
-fisk, brauði og kjöti
-kaupa svo 3 kg af engifer
-2 kg af salti (til að eiga í grautinn)
-83 pk af Solgryn haframjöli (verður að vera solgryn)
-80 fernur af nýmjólk í frystinn
-42 kg af brauði
-14 lítra af mysu
-8 kg af rúgmjöli
-2 banana (til háðíðarbrigða)
-1 stk af suðusúkkulaði
-1 banjó (fyrir skemmtanahöld á heimilinu)

Svo er málið að gera eftirfarandi:
-segja upp stöð 2
-segja upp stöð 2 sport
-segja upp stöð 2 sport 2
-segja upp fjölvarpi símans
-segja upp internetinu (gæti verið síðasta færslan í nokkra mánuði)
-safna dósum
-kenna Kristjáni Frey að vinna og senda hann útá vinnumarkaðinn
-kaupa spilastokk og nokkur kerti.
-læra að búa til kerti

Jæja, ekkert verður eins og það var áður.

Þangað til næst, ef guð lofar…..

Bévítans Klukk

Ásgeir klukkaði mig.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

1. Frystihúsið í Grundarfirði
2. BT sölumaður
3. EJS Verslunarstjóri
4. Mareind Verslunarstjóri

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

1. Grundarfjörður Hlíðarvegur 13
2. Söðulsholt í Eyja og Miklaholtshreppi
3. Blöndubakka 10 í holtinu breiða
4. Grundargötu 68 Grundarfirði

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:

1. Star Wars allar
2. Lord of the rings allar
3. Gladiator
4. Saving Private Ryan

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

1. 24
2. Simpsons
3. Band of Brothers
4. Friends eru líka klassískir

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

1. Mallorca
2. Costa del sol
3. Vestfirðir
4. Manchester

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. mbl.is
2. fotbolti.net (svona 25 sinnum á dag)
3. manutd.is
4. inter.it

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

1. Lambafillet
2. Lambalærissneiðar
3. Lambahryggur
4. Grillað lamb

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

1. Hobbitinn
2. Lord of the rings allar
3. Svalur í New York
4. Shining

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Dagmar Ýr
Rutla
Dagný Ósk
og Lára

Þangað til næst….

Er föstudagur????

Heyrst hefur….

að sigurvegarinn í Ásgeir Kolbeins lookalike keppninni hafi þokkalega massað þetta

Sigurpósan eins og hún leggur sig

að Soffi hafi á dögunum skellt sér í bótox meðferð vegna fjölgunar hrukkna á kinnunum en það hafi eitthvað misfarist hjá kappanum.

Soffi ný kominn út af Lýtaaðgerðarstofu Núma í Faxafeninu

að Haddi hafi tapað í áskorendakeppninni um hver væri líkastur Tom Selleck fyrir sjálfum Tom Selleck.

Hadda leist svo vel á mottuna að hann neitaði síðar að raka hana af

að tónleikar til styrktar veifandi bjánum hafi farið einstaklega vel fram. Alls söfnuðust 438 kr og vel var látið að einu hljómsveitinni sem spilaði… Feik

Hér er einn veifandi bjáninn með eftirlitsmanni sínum frekar hress á því

að Dagný og Maggi séu önnum kafin við að búa til krossarabraut í garðinum hjá sér.

Hér eru þau að ræsa nýju jarðýtuna sína til að ryðja niður tré í garðinum

að Maggi Jobba hafi gert alveg svaðalega rosalega stórkostlega uppgvötvun um daginn…

Maggi uppgvötvaði loksins hvað kvaðratrótin af 9 væri

að Heisi hafi keyrt á rollu um daginn.

Rollan var víst mjög bragðgóð

að Gústi Alex hafi verið himilifandi með nýja herbergið sitt

þá sér í lagi með nýja herbergisfélagann

að nýji organistinn í Grundarfjarðarkirkju kunni bara ekkert á píanó

En hann lúkkar samt vel við að þykjast

að litla hafmeyjan í Köben liggi undir skemmdum

Verið er að lappa uppá greyið… klæða í kjól og fínt

að náhvítur afdalabúi hafi sést uppá Kerlingarskarði

Samkvæmt síðustu fregnum var búið að veiða, flá og éta kvikindið

að Lubbi úr Addams familí sé staddur á klakanum

Lubbi segist ætla að halda tvenna köntrý tónleika í sjallanum á Borðeyri

að þó að skagamenn séu fallnir í fyrstu deild þá eru enn sumir sem neita að gefast upp

Þessir 2 skagamenn trúa því enn að Arnar Gunnlaugs eigi eftir að skora 63 mörk í sumar og halda liðinu uppi

að Viggi Runna og Beggi Garðars hafi mæst í sjómann til að útkljá í eitt skipti fyrir öll hver væri mesti höstlerinn

Það þarf svosem ekkert að taka það fram að Viggi skíttapaði

að Hrefna og Rutla hafi verið nett á skallanum um liðna helgi

Þarna voru þær búnar að slátra 14 cosmopolitan og 32 whita russian

að Vottar Jóhóva hafi mætt í fjörðinn og sett nýtt met í að láta skella hurðinni á nefið á sér

Þeir gáfust nú samt ekki upp og héldu áleiðis til Ólafsvíkur

að Eva María hafi skellt sér til Túrkmenistan og sleikt sólina í 2 vikur

Eitthvað hefur hún Eva villst því þessi mynd er nú bara tekin í Nauthólsvíkinni

að Sigurbjörn hafi ætlað að þreyta Drangeyjarsund en þurft frá að hverfa vegna smá golu

Gengur bara betur næst Bjössi minn

Þangað til næst….

au revoir ÍA

Föstudagskvöldið 12 júní 2009:

Ég bíð fyrir utan Hlíðarveg 17 þar sem að Nonni vinur minn býr. Ég flauta aftur þar sem að við erum að verða of seinir. Leikur Víkings Ól og ÍA á að hefjast kl 20 og nú er klukkan 19:32. Loksins kemur hinn lappalangi Jón Frímann. Klæddur í mölétna skagatreyju sem hann klæddist síðast 1986 á Tommamótinu í eyjum, það þarf ekki að taka það fram að treyjan er nokkrum númerum of lítil þannig að hann lítur pínu kjánalega út. Ég sleppi því að minnast á það því ég nenni ekki neinu drama. Jón klæðist líka forláta ÍA húfu og svörtum og gulum ÍA trefli. Smekklegur andskoti hann Jón.
Við brunum af stað áleiðis til Ólafsvíkur. Komum þangað 3 mín í átta og liðin eru komin út á völlinn. ÍA hefur tekið þann pól í hæðina að tefla fram gullaldarliði eða svo gott sem. Þarna má sjá hina öldnu tvíbura, Hjössa hjass sem kom frá þrótti. Kára Stein, Pálma Haralds. Óla Adolfs sem dustaði rykið af skónum, Harald Hinriksson og svo síðast en ekki síst Mihajlo Bibercic sem eftir strangan herbalife kúr er kominn aftur… aðeins rétt rúm 120 kg en er enn með touchið.
Leikurinn sjálfur fer 0-0 og bæði lið um miðja deild.

Svona einhvernveginn gæti þetta verið þegar við Jón Frímann skellum okkur á Víking Ól – ÍA næsta sumar.

Skagamenn skagamenn hverjir skora mörkin??? Þetta var stóra spurningin í sumar. Þeir bara fundu ekki svarið.

Þangað til næst….

Til ykkar sem eruð að rífa kjaft

Það hefur gengið á ýmsu hjá mínum heittelskuðu Man Utd liðum á Englandi. Sitja í 14 sæti í deildinni með 4 stig, töpuðu fyrir Liverpool um liðna helgi, Carrick fótbrotinn, Vidic í banni o.s.fr.

Til ykkar sem hafa verið að gaspra um þetta síðastliðnu daga þá vil ég bara minna ykkur á að á síðasta tímabili þá var Man Utd með 2 stig eftir fyrstu 3 leikina (eru núna með helmingi fleiri) og við munum nú öll hvernig það endaði…

Og haldiði svo kjafti.

Þangað til næst….

Hressleiki á fimmtudagskvöldi

Gústi bróðir bað mig að skella inn einu litlu myndbroti. Þetta er víst mágur okkar hann Heimir þór sem málaði fjölbrautarskólan rauðann í gærkvöldi með eitursvölum danssporum og þvílíkt nautnafullum hreyfingum að annað eins hefur ekki sést síðan Raggi Bjarna var hérna um daginn.

Myndbandið er svolítið dökkt en þið rýnið bara í þetta og þið verðið ekki svikin. Gott er að hafa hljóð líka því það sleppur ein gullsetning út í endann.

Svo nokkrar myndir líka, smellið bara á þær til að sjá stærri…

Þangað til næst…..