Köttur dagsins

Ég ætla að fá kött dagsins takk…

Eða er það spjall dagsins sem er á boðstólnum???

Það er bara ekki sniðugt að láta ódýra vinnuaflið sjá um að hanna matseðlana líka.

Þangað til næst….

Holy Diver

Ég er virkilega fúll útí spúsu mína núna…

Málið er að það er ferð til London með vinnunni hennar síðustu vikuna í maí, sem er svo sem ágætt, fyrir utan að ég missi af stórleik Grundarfjarðar á móti Snæfell í Visa bikarnum. En það er ekki málið. Málið er að fljótlega eftir að ég ákvað að fara með í þessa blessuðu vinnuferð fór ég á netið að svipast um eftir tónleikum til að fara á í London. Ég fer að garfa í þessu og dett inná stór tónleika með DIO þann 28 maí í Astoria höllinni í SOHO hverfinu. SNILLD, ég veðrast allur upp af þessu og og fæ fiðrildi í magann og alles. Þvílíkt spenntur yfir þessu öllu saman. Og bæ ðe vei þá var þetta fyrir 4-5 vikum sem ég var að spá í þessu.
Svo í gærkvöldi þá fer Rúna eitthvað að skoða þetta og finnur, mér til mikils ama, að Gavin Nokkur DeGraw verður með tónleika nákvæmlega sama dag. 28. maí á einhverjum hommapöbb í London. Og hún náttúrulega þverneitar að fara á DIO með mér heldur vill að ég fari með henni á Gavin DeGraw (Þið munið, homminn sem söng titillagið í One Tree Hill þáttunum). Fokk, fyrr skal ég dauður liggja en að láta fréttast að ég hafi farið á Gavin DeGraw þegar ég gæti farið á DIO. Þetta er mest pirrandi í heimi en ég er nú þegar búinn að taka þá ákvörðun að ef farið verður í það að fara á einhverja tónleika þá fer ég frekar EINN á DIO heldur en að fara á þennan homma.

Hérna er þessi snilld sem Rúna neitar að fara á…

og svo geðveikt svalt cover með Killswitch Engage

Þangað til næst….

Myndaferð

Rúna og Kristján Freyr fóru norður í gær ásamt tengdó og Arndísi Jenný. Ég varð einn eftir í kofanum og fer ekki fyrr en á miðvikudagskvöldið. Þá er planið að stoppa aðeins hjá Ninna og Dagmar og skella sér á tónleika með Hvanndalsbræðrum á fimmtudagskvöld.

En þegar þau voru farin, hringdi ég í Gústa bróðir og sníkti nýja jeppann hans af honum. Það var nú minnsta málið þannig að ég tók til hlý útiföt, myndavélina og þrífótinn og ók af stað. Ferðinni var heitið fyrir jökul til að ath hvort að maður sæi nú ekki eitthvað merkilegt til að mynda. Afraksturinn er að mestu kominn inná á flickr síðuna mína, misjafnlega góðar og slæmar.

Tók einnig nokkrar myndir af Gústa og félögum að leika sér á Kirkjufellssandi.

enjoy.

Þangað til næst….

Kyrrlátt kvöld við fjörðinn…

Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn, í brúnu húsi við Grundargötuna sitja tveir menn og horfa á Inter vs Liverpool. Annar þeirra er harður Inter aðdáandi en hinn gallharður púllari. Þetta voru semsagt ég og Haddi sem sátum heima í góðum gír og horfðum á þennan stórleik. Ég vissi svo sem að staða Inter var ansi erfið eftir fyrri viðureignina sem þeir töpuðu 2-0 og þurftu því að vinna upp 2 marka mun og máttu alls ekki fá á sig mark á sínum heimavelli.

Ég var ekkert allt of bjartsýnn fyrir þennan leik þar sem að Liverpool eru alltaf mjög öflugir í Champions League og ég var nokkuð viss um að þeir myndu ná að pota inn einu marki og klára þetta einvígi.

Þetta byrjaði samt ágætlega. Bæði lið voru að fá færi og sókn Inter þyngdist alltaf jafnt og þétt. Liverpool beitti skyndisóknum eins og við var að búast.

Svo gerist það að dómarinn rekur einn Inter manninn af velli á 53 mín og þar fór það. Einum færri voru þeir ekki að fara að skora 2 mörk.

Stuttu síðar er Liverpool að sækja og Torres skorar glæsilegt mark, enda einn heitasti framherjinn í boltanum í dag. 0-1 og leikurinn í sjálfu sér búinn þó að það væri góður hálftími eftir.

Mjög skömmu eftir þetta heyrist lágvært píííp. Þetta var í símanum mínum og ég var semsagt að fá SMS sem hljóðaði svona.

“B-)”

Þetta var frá honum Jóni Frímanni sem skiljanlega gladdist yfir þessu fallega marki hjá Torres og vildi endilega deila þessari hugljúfu gleði með undirrituðum.

ég sendi eftirfarandi sms tilbaka

“Ertu vangefinn? Dómarasamtökin að koma lúðapúl í 8 liða. Ótrúlegt hvað þetta djöfulsins skítalið fær allt uppí hendurnar”

1 sekúndu síðar sendi ég þetta

“Og haltu svo kjafti”

Ég var nokkuð pirraður á þessum tímapunkti og vil biðja Jón Frímann vin minn afsökunar á að hafa kallað hann vangefinn, kalla uppáhalds liðið hans skítalið og lúðapúl og einnig að hafa sagt honum að halda kjafti í gegnum sms.

Ég geri mér bara ekki grein fyrir aðstæðum hans þar sem hann er í miklum veltingi út á sjó, með velgju í maganum, saknar fjölskyldunnar sinnar og langar heim. Svo heyrir þetta grey örugglega í útvarpinu að Liverpool hafi skorað og þessi auma sál fyllist gleði og vill endilega deila þessari barnslegu og saklausu gleði með besta vini sínum… Mér.

Og ég er búinn að vera með samviskubit í alla nótt yfir því hvernig ég lét. Fyrirgefðu Jón minn.

Þinn vinur Tommi


Jón Frímann á góðum degi

Þangað til næst….

Slatti

Núna erum við Kristján Freyr bara heima að dunda okkur þar sem að hann má ekki fara í leikskólann. Litli púkinn fékk einhverja streptakokkasýkingu í andlitið og gæti því smitað hina krakkana. Svo er þetta komið í augun á honum líka þannig að hann er með þrjár gerðir af lyfjum sem þarf að dæla í greyið. Fyrst fær hann eitthvað pensilín smyrsl í andlitið tvisvar á dag, svo er það eitthvað pensilín sull sem hann þarf að éta og loks einhver sýklalyf í augun… angakallinn.

Ég er búinn að setja inn einhvern skítaslatta af myndum uppá síðkastið. Bæði inná myndir.ekkert.is og eins inná flickrið.

Við Kristján ætlum að láta okkur batna asap.

Þangað til næst….

Júravisijón

Þá eru þessi blessuðu laugardagslög loksins búin og þjóðin búin að kjósa. Rúv náði aldeilis að teygja lopann í þessu og heyrst hefur að undankeppnin fyrir næsta ár sé að fara að byrja fljótlega í mars. En hvað um það. Frómar og Frekjína Ósk sigruðu með miklum yfirburðum og sýnir það bara svart á hvítu að Íslandi langar bara ekkert uppúr þessari undankeppni. Þvílíkt sorp. Ég fylgdist með þessu svona með öðru auganu og var svona nokkurnveginn viss um að steratröllin myndu rúlla þessu upp ala Sylvía nótt og slá þessari keppni upp í það grín sem hún er, eeennnn neeeiiiii… Á úrslitakvöldinu kom berlega í ljós að þau eiga frekar heima í lyftingasalnum heldur en uppá sviði því að maður fékk svona nettan kjánahroll við að hlusta á þetta rammfalska væl. Ef þau hefðu mæmað þetta þá hefðu þau rúllað þessu upp eins og ekkert væri. Og auðvitað þurfti þetta hommarusl að vinna og þessi rjómi gerði all svakalega í brækurnar eftir keppnina með einhverju rugli… En mesta ruglið var náttúrulega að Dr Gunni og félagar í Dr Spock með gulu hanskana hefðu ekki unnið. Frábært lag og frábært performance sem hefði rúllað þessari keppni upp í Serbíu. Ég meira að segja eyddi 99.90 kr í að kjósa þá einu sinni. Hefði þurft að gera það c.a. 40.000 sinnum í viðbót til að koma þeim út en ég er bara ekki alveg borgunarmaður fyrir því.

Það verður svosem ágætt að sjá ísland drulla uppá bak enn einusinni í vor… Fastir liðir eins og venjulega, af hverju að fara að breyta því.

En nóg um Júravisjón, Við erum loksins flutt, sváfum fyrstu nóttina aðfaranótt sunnudagsins. Allt að komast í gírinn. Eigum bara eftir að taka uppúr nokkrum kössum, þar á meðal tölvuhræið mitt. Við erum komin með netið og allt að gerast. Nú á næstu vikum fara að hrúgast inn allskyns myndir og vitleysa inná síðuna hans Kristjáns og myndasíðunu mína. Eina sem ég á eftir að gera er að redda mér einhverju tölvuborði og þá er ég gúdd tú gó.

Svo var Jón Frímann í Englandi um liðna helgi. Fór á 2 leiki og sá Lifrapoll vinna öruggan 3-2 sigur á Middlesbróók þar sem að Middlesbrók gaf þeim 2 mörk. En heyrst hefur að hápunktur ferðarinnar hjá kappanum hafi verið þegar hann fór í skoðunarferð á Old Trafford og ég frétti frá öruggum heimildum að hann hafi keypt sér XXXXL treyju merkta Johnny Holliday Biggest United Fan nr 12, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Þangað til næst….

Hel sáttur

Ég er þokkalega sáttur með úrslit dagsins…

Fyrst byrjar Inter á að vinna Livorno í ítalska og taka 11 stiga forustu. Svo álpast Liverpool til að tapa á heimavelli fyrir Barnsley eða Barnet eða hvað þeir heita nú 1-2
En svo var það stórleikur dagsins. Ég fékk nú smá sting í magann þegar ég sá byrjunarliðið hjá Man Utd, Enginn Ronaldo og enginn Giggs, Scholes á bekknum. Fletcher í byrjunarliðinu. En þær áhyggjur voru víst óþarfar því að það var bara eitt lið á vellinum. UNITED, 3-0 í hálfleik og 4-0 þegar yfir lauk og Fletcher sjálfur með 2 mörk og líklega maður leiksins.
Ef einhver hefði sagt við mig í morgun þegar ég vaknaði að United myndi vinna Arsenal 4-0 og að Fletcher yrði maður leiksins hefði ég líklega sagt þeim bjána að hypja sig aftur uppá geðdeild því væntanlega væri einhver að leita að honum. ROSALEGT HELVÍTI.

Þangað til næst….