Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:30 á Grundarfjarðarvelli.
Allir á völlin…
þangað til næst…
Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:30 á Grundarfjarðarvelli.
Allir á völlin…
þangað til næst…
Fór í kvöld til að testa nýja Lee glerið mitt… var að fjárfesta í 0,9 nd hard grad filter…. svínvirkar alveg hreint. Nú er stefnan tekin á 0,9 nd soft grad. Svo þegar maður er kominn með big stopper þá er maður sett.
Þangað til næst…
Maður var plataður í skemmtiatriðið fyrir rauða hverfið þriðja árið í röð. Þetta er hætt að vera fyndið. Fyrst þegar ég tók þátt vorum við með riverdance á bumbunni. Nokkrir þekktir karakterar úr rauða hverfinu og það var bara helvíti fyndið og gott.
Í fyrra var það tónlistarflutningur og þar plokkaði undirritaður bassann af mikilli ákefð undir dynjandi lúðrablæstri og trommuslætti.
Nú í ár var ákveðið að taka Steinda lagið Gull af mönnum og þar voru tveir söngvarar sem áttu að vera með þetta. Annar þeirra klikkaði og því þurfti að skítredda öðrum í snatri ásamt því að finna einhvern sem næði að syngja “Djöfulsins Snillingaaaar” án þess að fara í ruglið.
Á laugardeginum var hvorugt búið að gerast og allt í rugli. Ég lét tilleiðast og við gátum fundið söngvara í hlutverk Matta, þá hófust æfingar kl 17:30 á laugardeginum… það má geta þess að atriðið var frumflutt þrem tímum síðar.
Þetta tókst með eindæmum vel og endaði það þannig að rauða hverfið vann besta skemmtiatriðið og við Aron og Golli gengum nokkuð sáttir frá sviðinu.
Það eru fleiri myndir inni á flickr síðunni. Linkur hér til hliðar.
Þangað til næst….
Grundarfjörður mætti Ísbirninum á bæjarhátíðinni “Á Góðri Stund” síðasta föstudag. Leikurinn var gríðarlega spennandi og óhætt að segja að þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu á völlinn hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Mikil dramatík og sigurmark frá Aroni þegar komnar voru 5 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma.
Þangað til næst…
Var að prufa að taka golf myndir í síðustu viku. Það gekk alveg bærilega. Fékk að fara 9 holur með Hemma, Benna og Gæa. Myndaði þá í bak og fyrir og setti sjálfan mig og ásinn í töluverða hættu þegar mig langaði að taka mynd af upphafshöggi framanfrá…. Leist ekki á blikuna á tímabili en sem betur fer eru þetta allt saman topp kylfingar þannig að bæði ég og ásinn sluppum við að fá golfkúlu í smettið.
Þangað til næst….
Góður sigur gegn Berserkjum á laugardaginn… lentum 2-0 undir í fyrri hálfleik, þeir létu reka sig útaf einn af öðrum. Við vorum þremur fleiri frá 67 mínútu og kláruðum leikinn 3-2. Erum komnir með 19 stig í öðru sæti riðilsins.
Þangað til næst….
Skelltum okkur í 11 daga til Tyrklands. Það var geðveikt nice. Kannski aðeins of heitt fyrir minn smekk en Rúna var að dýrka þetta. Reyndar dró fyrir sólu í c.a. 10 mínútur einn daginn en það var í eina skiptið sem að maður sá ský á lofti. Ótrúlega fallegur staður.
Þangað til næst…
Grundarfjörður og Kári áttust við á þjóðhátíðardaginn… leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli… nokkuð sanngjörn úrslit þegar upp var staðið.
Skrapp í smá miðnæturgolf með Benna Gunn… það var helvíti magnað. Hef aldrei myndað golf áður.
17 júní í gær og svaka stuð í Grundarfirði… Allir með andlitsmálningu og svaka gaman.