Berbalicious

Nú hefur sú saga gengið fjöllum hærra að Sir Alex Ferguson ætli sér að kaupa Búlgarska landsliðsmanninn Dimitar Berbatov. Að sjálfsögðu er ekkert staðfest í þessu og í raun gæti allt gerst. Maður veit aldrei.

En að sjálfsögðu nenni ég ekki að bíða eftir staðfestingu á skysports eftir þessu þannig að ég fór á stúfana. Ég flaug í gærmorgun með Icelandair til London og tók taxa niður á White Hart Lane heimavöll Tottenham. Þar var ég búinn að bíða í eina 4 tíma, sporðrenna fish n’ chips og dark ale í lítravís þegar ég sé sjón sem að staðfesti þennanBerbatov orðróm. Sem betur fer var ég með myndavélina á mér því annars hefði enginn ykkar trúað þessari sögu.

Á myndinni sést klárlega að Berbatov er orðinn liðsmaður United og verður það eflaust staðfest í fyrramálið.

Hér er svo myndin sem tekur af allan vafa.

Þangað til næst….

Dimmi Riddarinn

Ef að þetta er ekki Oscar winning performance þá heiti ég Ingimundur.

Við Rúna og Kristján fórum til Reykjavíkur á laugardaginn. Rúna vildi endilega kaupa sér eitthvað stofuborð… (alltaf að eyða þessi Rúna). Við brunuðum í Tekk Company, náðum rétt fyrir lokun. Keyptum eitthvað drasl sem ég kann ekki frekari skýringar á. Brunuðum svo með Kristján niður í bæ og skildum hann eftir hjá Hallgrímskirkju. Reyndar voru Steini og Heiðrún sem tóku á móti honum þar þannig að hann var ekki alveg aleinn á vappi.
Svo fórum við Rúna í VIP salinn í Álfabakka og sáum The Dark Knight. Þvílíka djöfulsins ræman. Reyndar var búið að hæpa þetta alveg uppúr öllu valdi þannig að væntingarnar voru mjög miklar, en það gerði ekkert til því að myndin stóð þokkalega undir væntingum og gott betur en það.

Eftir bíóið þá buðum við Steina og Heiðrúnu út að borða á Hótel Óðinsvé. Rosalega gott stöff. Reyndar vorum við svolítið seint á ferðinni þannig að Kristján var orðinn svolítið lúinn um tíu leytið þegar við vorum að klára að borða en það reddaðist allt saman. Svo fékk Rúna þessa brilliant hugmynd um að verða eftir í Rvk og fara á tjúttið. Hún má ekki fá sér eitt hvítvínsglas að þá missir hún alveg stjórn á sér þessi elska.
Við Kristján fórum því bara tveir heim þetta kvöld. Hann svaf alla leiðina heim, svaf af sér þegar við fórum í göngin, þegar við keyrðum í gegnum Borgarnes, Þegar Borgerneslöggan hirti pabba hans, yfir Vatnaleið og alla leið heim. Hann vaknaði svo hress í rúminu hjá pabba sínum kl 8 morguninn eftir. Pabbi hans var þá 22.500 krónum fátækari fyrir að keyra á 109 fram hjá Borgarneslöggunni. DJÖFULL. Ég skelli skuldinni alfarið á Svartann Range Rover sem ég var nýbúinn að taka fram úr. Þessi Range Rover keyrði nefninlega í rassgatinu á mér með háu ljósin þannig að ég sá mér þann kost vænstan að auka hraðann örlítið svo að ljósin blinduðu mig ekki. 7 sekúndum síðar mæti ég löggunni, frábært. En að öllu væli slepptu þá er þetta bara gott á mig. Það er bannað að keyra of hratt og fyrsta hraðasektin mín í 2 ár staðreynd.

Þangað til næst…..

Sumarið að klárast

Jæja, sveiattann hvað maður er orðinn latur að hripa nokkur orð hérna. Eins og mér finnst nú gaman að fletta í blogginu og lesa hvað maður var að skrifa fyrir nokkrum árum síðan. Nú er mál að taka sig aðeins á og vera duglegri. Enda sumarið að verða búið og skammdegið framundan.

Ég var að henda inn myndum á myndasíðuna og á síðuna hans Kristjáns.

Við fórum norður um verslunarmannahelgina. Vorum á Húsavík frá þriðjudegi til föstudags og fórum svo inní Bárðardal í hina fullkomnu afslöppun. Rosa næs. Náði að brjóta stóra þrífótinn minn þegar ég var að klöngrast í einni myndaferðinni þannig að nú hyggur maður á kaup á nýjum Manfrotto þrífæti með alvöru haus. Það verður næs.

Ég henti upp smá ljósmyndasýningu fyrir Grundarfjarðardagana. Kostaði mig smáeins en ég náði samt að selja 4 myndir og kom út í plús við það. Reyndar var maður á báðum áttum hvort að maður ætti að hengja myndirnar upp eða ekki, merkingin á þeim klúðraðist nefninlega alveg. Var allt allt of stór. En ég reikna með að laga þetta með því að setja þær á minni ramma þannig að þessi bévítans merking hverfi alveg. Fæ hann Magga minn til að græja þetta fyrir mig og þá vitiði hvað þið fáið í jólagjöf 😉 MYND EFTIR MIG JEEEEIIIII

Svo var maður að splæsa í splunku nýtt sjónvarp og Playstation 3 tölvu. Þetta er 42″ LCD kvikindi með full HD upplausn. Keypti mér líka eina BlueRay mynd til að testa þetta og gæðin eru helvíti kúl. Svo er þetta nú bara nokkuð normal þegar maður horfir á TV. En að spila BlueRay eða PS3 leik er tussu drullu töff. Ég var einmitt í Grand Theft Auto 4 í fyrrakvöld. Hékk í honum í c.a. 2 tíma. Þurfti svo að skjótast aðeins niður í vinnu á bílnum mínum og þótti bara heppinn að dúndra ekki niður nokkra ljósastaura og eitthvað fólk í leiðinni því að leikurinn var svo raunverulegur.

Þangað til næst…..

Kominn heim

Þá erum við kominn heim í fjörðinn. Komum reyndar á föstudaginn eftir 6 daga tjaldferðalag um Vestfirði. Þessi ferð var barasta ágæt. Smá bleyta á okkur fyrstu 3 dagana en svo rættist ærlega úr þessi seinni partinn.

Við fórum með Baldri á laugardagsmorgun. Keyrðum frá Brjánslæk að Rauðasandi og fengum okkur vöflur. Heví fínar þarna á kaffihúsinu. Svo var dúndrað á Patró… skítapleis (innskot höfundar) og snæddur einn viðbjóðslegur bernaise borgari. Keyrðum svo inná Tálknafjörð og slógum upp búðum á 5 stjörnu tjaldsvæðinu þar. Þráðlaust internet og læti.
Við vorum á Tálknafirði í 2 nætur. Skoðuðum umhverfið í kring og fórum inní Selárdal og kíktum í kaffi til Ævars og Ingu á Bíldudal.
Á mánudeginum keyrðum við sem leið lá yfir Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Skoðuðum Dynjanda að sjálfsögðu og Safn Jóns Forseta á Hrafnseyri. Skoðuðum Þingeyri en ákváðum að halda ferð áfram þar sem að það var ekkert þráðlaust internet á tjaldsvæðinu þar… DJÓK (innskot höfundar). Keyrðum áfram yfir á Ísafjörð og slógum upp tjaldbúðum í Tungudal eftir að hafa keyrt með kúkinn í buxunum yfir á Bolungarvík og tilbaka til að skanna aðstæður þar. Kúkurinn í buxunum stóð til af grjóthruns viðvörunum í útvarpinu þennan dag og þessi bévítans Óshlíð er ekkert árennileg svona þegar útí það er farið.
Við fórum í mat til Mæju Betar á þriðjudagskvöldið og skoðuðum sundlaugar og það sem þetta svæði hafði uppá að bjóða. Kíkti á Suðureyri í kaffi til Jóhönnu frænku og Ella svona rétt til að kíkja hvernig þau byggju. Reikna ekki með að fara aftur á Suðureyri EVER þó að þetta sé hinn fínasti bær.
Á miðvikudeginum rúntuðum við djúpið og enduðum á Hólmavík. Slógum upp búðum þar og vorum tvær nætur. Fimmtudagurinn var notaður í að keyra strandirnar eins langt og vegur leyfði. Við stoppuðum í Ingólfsfirði og vorum með þá brilliant hugmynd að keyra einhverja helvítis Trékyllisheiði til baka… Svona til að sleppa við að keyra alla þessa firði aftur. Þessi ferð yfir Trékyllisheiði tók c.a. þrisvar sinnum lengri tíma heldur en ef við hefðum keyrt alla firðina til baka og gott betur en það. Þetta var einhver helvítis Land Rover slóði sem hafði ekki verið notaður síðan 1947 eða eitthvað álíka. Vorum bara heppin að sleppa yfir á c.a. 4 tímum og sleppa við að festa okkur eitthvað alvarlega í einum af þessum vafasömu snjóskölfum eða stöðuvötnum sem við þurftur að fokking keyra yfir.
En þetta reddaðist allt á endanum og á föstudeginum var maður kominn með nett ógeð á að sofa í tjaldi og vera á tjaldsvæði með engri þráðlausri internet tengingu. (Tálknafjörður setti standardinn) þannig að við brunuðum styðstu leið heim og létum þar við sitja. Vorum komin á Grundargötuna uppúr kl 16 á föstudaginn.

Fórum svo í svakalega 7 tíma gönguferð yfir Arnardalsskarð í gær í þvílíka brilliant veðrinu að það hálfa hefði verið fínt. Maður er nett stífur eftir þetta í dag og hef látið það eftir mér að fara ekkert út, enda komið skíta veður.

Svo eru 3 útvarpsþættir í vikunni.
Við Jón Frímann verðum með 2 tíma rockabillie þátt á miðvikudaginn á milli 16 og 18, svo verða 2 bræðra þættir á fimmtudagskvöldinu. Einn kl 20 og annar kl 12 minnir mig. Það verður eitthvað bullað að Borgfirskum sið.

Ég er búinn að dúndra inn fullt af myndum ef einhver nennir að renna yfir það. Bæði á myndir.ekkert.is og flickrið.

Þangað til næst…..

Fokking ferðalag

Loksins sumarfrí… þá fer að rigna. Fokking týpískt.

Erum farin í helvítis útilegu á Vestfirði. Spurning hvað maður endist en stefnan er sett á að hanga þarna í rúma viku og skoða sig um. Ætli það verði ekki helvítis rigning allan helvítis tímann…

Æm fokking off

Þangað til fokkings næst…

Tónleikar trekk í trekk

Ja hérna hér…

Maður er svei mér búinn að vera á flandri um allar sveitir undanfarnar vikur. Við fórum náttúrulega til London þarna síðustu vikuna í maí. Sem var svosem ágætt, fórum á Dio karlinn sem var í þvílíku formi að það hálfa hefði verið mikið meira en nóg. Ímyndið ykkur bara, allt slökkt, allir að bíða eftir karlinum, svo byrjar orgel introið af Holy Diver og svo byrjar þetta yndislega gítar riff og öll ljós loga og gamli á fullu… Holy diver, you been down to long in the midnight sea. Sjitt, ég hélt ég myndi kúka í buxurnar af gæsahúð.
Rúna var ekki eins hrifin af þessu enda var lýðurinn þarna ekki eins og þeir tónleikagestir sem maður á að venjast hérna á íslandi. Þarna einskorðaðist liðið við sítt hár sem var farið að þynnast. Gamla leðurjakka, rifnar gallabuxur og þungarokksbol að eigin vali. Það má svo geta þess að við vorum ekki klædd við hæfi en skemmtum okkur engu að síður mjög vel (ég að minnsta kosti).

reynið að finna fm hnakkann (smellið til að sjá stærri útg.)

Svo þegar við komum heim dauðþreytt eftir að hafa gengið London þvera og endilanga þá náði maður ekki einusinni að taka uppúr töskum áður en við vorum rokin norður í land. Lengst inní Bárðardal réttara sagt þar sem Aðalsteinn Þórólfsson ættarhöfðingi fagnaði áttræðisafmæli sínu með glans. Þar voru keyrðir einhverjir þúsund + kílómetrar á 3 dögum. Maður var hálf lúinn eftir það.

Svo leið einn dagur heima en á þriðjudeginum áttum við miða á Whitesnake í höllinni. Við reyndum mikið að losna við þá en ekkert gekk… skrítið.
Þessir tónleikar voru svona la la. Reyndar var Sign að hita upp og þeir voru líka svona rosalega góðir. Björguðu tónleikunum fyrir mér amk.
Þegar Whitesnake steig á svið með hinn 57 ára gamla David Coverdale í broddi fylkingar vissi maður varla hvað maður átti að halda. Gamall karl sem er augljóslega nýbúinn að fara í Botox, með ritjulegt hár sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri og andlitið strekkt aftur fyrir eyru svo skein í skjanna hvítu tennurnar sem voru pottþétt nýbúnar í lítalækningu líka því að tennurnar einar lýstu upp hálft sviðið. Coverdale sem er fæddur 1951 var ekki einusinni hálfdrættingur á við Ronnie James Dio sem er by the way fæddur árið 1942. David Coverdale var nú bara hálf sorglegur karlanginn þar sem hann var að rembast við að vera sexý og flottur, ábyggilega fastur í 1987 ennþá.

Svo tveim dögum síðar er ferðinni heitið á tónleika með James Blunt í höllinni. Ég var nú að bjóða Rúnu minni á þessa þar sem að ég dró hana tilneydda á Dio. En viti menn. Þarna var James Blunt, einn og fimmtíu á hæð með þvílíkt góða spilara með sér og karlinn átti salinn. Þvílíkt góðir og fagmannlegir tónleikar að maður hefur vart séð annað eins. Þetta voru mjög svo góðir tónleikar og ekkert annað hægt að segja um það.

En nú eftir öll þessi ferðalög og akstur að þá verður slappað af heima um helgina og hana nú.

Þangað til næst….