Smáauglýsingar

Heimilislausum manni vantar húsnæði frá 30 október til og með 30 nóvember.
Um er að ræða mann á fertugsaldri, frekar subbulegur en getur spreyjað sig
með ilmsöltum ef farið er að slá í. Nokkuð þrifalegur (pissar bara stundum útfyrir),
skemmtilegur í fasi og með ljósa lokka á kolli sem farnir eru að rytjast af.
Maðurinn á það til að hangsa í tölvu langt frameftir degi og af því hlýst lítið
sem ekkert ónæði fyrir viðkomandi… þ.e. ef að hægt er að loka hann einhvers-
staðar inni.
Þarf að hafa aðgang að klósetti og helst sturtu, samt ekki nauðsynlegt.

áhugasamir sendið póst merkt sveinkamál á homless@homeless.is

Þangað til næst….

Geisp

Vá hvað maður er alveg hættur að nenna að trunta einhverjum orðasamböndum hérna inná þessa síðu, maður reddar sér bara með einhverjum sveittum jútjúb sketchum og heimskulegum myndum.
Sit hérna heima með Moonlight Sonata eftir Beethoven í itunes og reyni að vera alveg svakalega frumlegur hérna. Gengur ekki og Beethoven er ekki að hafa tilætluð áhrif. Ætti kannski að skella Sex Pistols á og ath hvort heilafrumurnar fari á hreyfingu.
Er búinn að vera duglegur að fara vestur þar sem að Rúna og Kristján minn eru nú búsett á meðan ég er einn hérna í bænum. Frekar fúlt, geri voðalega lítið annað en að góna á imbakassann og hanga í tölvunni þegar ég ætti að vera að pakka niður gömlum lörfum sem ekki eru í notkun. Held að það verði voðalega ljúft að geta loksins komið sér fyrir í Grundó sittí þar sem grass is grín end the tjikks ar prittí.

Sáttur með mína menn um helgina þar sem að vængbrotnir og andlausir chelsea menn voru jarðaðir á Gömlu Torfunni (Old Trafford). Menn geta vælt um misjafna dómgæslu og annað vafasamt en það skiptir engu. Chelsea áttu ekki breik í leiknum og Þessi Avram Grant (Sem by the way lítur út eins og yfirfiskurinn í Star Wars episode I) getur bara haldið þessu fína starfi sem hann er að vinna hjá þeim áfram… Stendur þig vel kallinn.

Nú er eitthvað lið að skoða íbúðina hérna kvöld eftir kvöld og maður gerir ekki annað en að ryksuga og þurrka af hérna eins og sjálfur forsetinn væri væntanlegur í kaffi, þetta gengur bara ekki lengur, maður þarf að geta chillað heima hjá sér án þess að vera með ajax brúsa og tusku sveittur á kantinum. Vonandi fer þetta helvíti bara að skila tilboði svo að þessu linni einhverntímann. Þokkalega.

Veit ekki hvort maður á að halda þessu andlausa röfli eitthvað áfram eða láta þetta gott heita í bili… Veit ekkert hvenær ég kem til með að skrifa næst og hvort að ég skrifi eitthvað næst, það kemur bara í ljós með tíð og tíma.

þangað til næst….

Honda

Eins og Honda framleiða nú gríðarlega falleg mótorhjól, fallega bíla og fallega utanborðsmótora þá bara skil ég engan veginn hvaða bjáni hjá þeim hannaði eiginlega Honda Accord Station bílinn??? Þetta er án nokkurs vafa asnalegasti station bíll í heimi.

Dæmi nú hver fyrir sig

Þangað til næst…

Farvel

You are my Solskjaer,
My Ole Solskjaer,
You make me happy,
When skies are grey,
And Alan Shearer, Was f*cking dearer,
So Please don’t take, My Solskjaer, Away…..

Snillingur hefur lagt skóna á hilluna, þá er ég ekki að tala um Gaua Halldórs sem á ennþá rykfallna takkaskó nr 49 uppí hillu inní stofu hjá sér heldur er ég að tala um Ole Gunnar Solskjaer framherja Man Jú. Kominn tími á kappann sem er búinn að vera meira eða minna meiddur síðustu ár. Við Dabbi frændi náðum nú samt að sjá kallinn setja tvennu hérna í fyrra eða hittífyrra á móti Njúkastel. Mikil eftirsjá í þessum kappa, spurning um að bjalla í umbann hans og falast eftir honum í vatnsberana… Hnéð á honum hlýtur að þola það, ein æfing á viku og leikur á tíu daga fresti.. Svo getur hann fengið bjórinn á 350 kall á Blásteini… Spurning hvort að hann freistist.

Enjoy

Snilld þegar hann elti uppi einn bjána og straujaði hann… Allt fyrir málstaðinn. Innbrennt Man Utd logo í hjartað á honum, ég er viss um það.

Þangað til næst….

Söðlað um

Nú eru yfirvonandi breytingar á högum okkar hérna í Blöndubakkanum. Stefnan er sett vestur í fjörðinn fagra þar sem að við munum hafa búsetu um komandi ár.
Ég er búinn að segja starfi mínu lausu og flyt eftir nokkra mánuði. Rúna er nú þegar flutt og mun byrja í nýju starfi á morgun. Kristján byrjar svo í leikskólanum á Grundarfirði á mánudaginn næstkomandi. Ég rek svo lestina í haust en ég er ekki ennþá kominn með neina fasta vinnu að einhverju viti en það reddast að sjálfsögðu einhvernveginn.
Komum væntanlega til með að kaupa einhverja íbúðardruslu þarna í firðinum og við tekur “the simple life” Hell je… það verður sweet.

þangað til næst….

Versló

Ég vil byrja á að óska Jóni Frímanni og Láru til hamingju með nýja bílinn sinn en þau voru að fjárfesta í forláta Súbarú 4×4 árg 1984 á 3500 kjell.

Svo á hún mamma mín afmæli á sunnudaginn þar sem að kella slær í rúmlega fimmtugt og að sjálfsögðu fær hún kveðju og mynd…


Hún hefur nú alltaf myndast vel í gegnum árin kellingin. En til hamingju með daginn á sunndaginn mamma mín.

Við erum as ví spík stödd í melasíðunni á akureyri heima hjá Ninna og Damsínu. Síðasta sinn í nokkra daga sem maður verður í sambandi við umheiminn enda er maður búinn að vera duglegur á rífresh takkanum á fótbolti.net til að innbyrða nýjustu fréttirnar. Stefnan er sett inní Bárðardal þar sem að ekkert net og ekkert gsm samband er og ég reikna með að við verðum þar til þriðjudags amk. Það verður eitthvað baukað þarna um helgina ef að veður leyfir en það er spurning hvað það rignir mikið á okkur.

Við bræður fórum ásamt Diljá á Simpson the múví í gærkveldi í borgarbíó akureyrar og ég verð hreinlega að segja að ég lá í hláturskrampa allan helvítis tímann. Þetta er með fyndnari myndum sem ég hef séð… þ.e. ef þú fýlar simpsons á annað borð. Við bræður höfum örugglega farið duglega í taugarnar á liðinu fyrir neðan og ofan okkur því svo mikil voru lætin að aumingja diljá sökk sífellt dýpra ofan í sætið sitt.

Rúna, Kristján og Dagmar voru bara heima á meðan. Eníveis þá get ég mælt með þessari mynd fyrir þann sem vill komast í gott skap.

Nú er kella farin að reka á eftir mér þannig að mér er hollast að fara að drösla dótinu útí bíl… ADÍÓS

Þangað til næst….