Vorið á næsta leiti

Jæja það er búið að vera ákveðin deyfð yfir þessari blessuðu síðu upp á síðkastið. Síðasti pistill var einhver áramótayfirferðarpistill frá því í byrjun janúar og nú er bara allt í einu kominn 16. apríl eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ekki það að það hafi ekki nóg verið í gangi hérna í Grundarfirðinum en við skulum hlaupa yfir það helsta…

Þann 10. janúar fórum við fjölskyldan í bústað upp í Skorradal til að ná jóla og áramótastressinu úr okkur. Það var æðislega kósý enda einstaklega fallegur staður.

Í janúar varð ég svo þess heiðurs aðnjótandi að fá nokkrar myndir birtar í Daily mail frá eldgosinu í Holuhrauni. Að sjálfsögðu kom frétt um það í Skessuhorninu

Í febrúar tókum við verklegt slökkviliðspróf og fengum löggildingu sem slökkviliðsmenn eftir það.

Tommi

Og einnig var farið á 50 þorrablót hjónaklúbbsins.

tommiogruna

Svo fórum við í söfnun á Lucas 2 hjartahnoðtæki. Frétt af vef Skessuhorns.

lucas

Öskudagurinn var tekinn með trukki…

Mr. Simmons

ellen

Í mars var mikið myndað og enda mikið í gangi… Norðurljós og rok.

Grundarfjarðarhöfn

Frozen harbour

runa

Rúna mín var náttúrulega að massa það í blakinu þessi elska.

Svo kom náttúrulega kolvitlaust veður annað slagið en það versta var 14. mars.
The storm

Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo kom þessi brjálaða norðurljósasprengja þann 17. mars síðastaliðinn.

Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Alveg magnað helvíti.

Svo var náttúrulega blessaði sólmyrkvinn.

Við Rúna og Kristján Freyr skelltum okkur á Harlem Globetrotters. Mikið fjör þar.

globetr

globetr2

Um páskana skruppum við svo norður. Skíðuðum á Akureyri í 2 daga og vorum í góðu yfirlæti hjá Svenna og Þórhildi. Fórum svo á Húsavík í eina nótt og svo 3 nætur í Bárðardalinn. Yndislegt alveg hreint.

hlidarfj

hlidarfj2

godafoss

aldey

Svo lét ég verða af því að fjárfesta í dróna enda með tækjalosta á háu stigi. Splæsti í Dji Phantom 2 vision+ kvikindi. Magnað tæki alveg hreint.

drone

Fyrsta flugið from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo skruppum við til Reykjavíkur um daginn og kíktum meðal annars á litla frænda minn sem er æðislega fallegur.

gustavsson

Ætli maður láti þetta ekki duga í bili enda vafalaust langt í næsta blogg…

Þangað til næst…

Jólageðveikin í startholunum

Jæja þá líður að jólum. Væntanlega allir starfsmenn Ikea orðnir vel sjóaðir í þessu enda settu þeir upp jólaskrautið um miðjan ágúst. Hún Rúna mín gat hamið sig þangað til um miðjan nóvember en þá sprakk hún og henti jólastjörnum í gluggana og aðventuljósum í eldhúsgluggann… Mér til mikillar ánægju eða þannig. Ég er kannski af gamla skólanum en í minni sveit var í fyrsta lagi byrjað að skreyta fyrsta sunnudag í aðventu og jólatréð var ekki sett upp fyrr en á þorláksmessu og þá með mikilli viðhöfn. Nú eru menn að sjippa jólatrjám upp hægri vinstri um miðjan nóvember eins og ekkert sé sjálfsagðara… En svona er Ísland í dag. Til hvers að vera að halda í gamlar hefðir þegar að það hefur ekkert uppá sig. Mun sniðugra að vera orðinn geðveikur á jólunum í kringum 20. des og liggja svo í þunglyndi yfir hátíðarnar. Óþarfi er samt að hafa áhyggjur af mér og minni geðheilsu því að væntanlega hef ég þetta af líkt og fyrri ár 😉

Meistaraflokkur Grundarfjarðar dró sig úr keppni fyrir næsta sumar í gær. Frekar leiðinlegt ástand en mikil þreyta var komin í mannskapinn og erfitt að fá fólk með okkur í þetta. Vonandi tekst okkur einhverntímann að endurvekja liðið því að þessi 5 tímabil voru rosalega skemmtileg og mikil stemming í kringum þetta batterý.

Svo tók ég smá skurk í ljósmyndum síðustu daga og var duglegur að henda inn á flickr og 500px.com og þar fóru 2 myndir inn á flickr explore sem að bústar heimsóknir á síðuna umtalsvert. Á venjulegum degi er maður að fá frá 500 – 2000 heimsóknir á síðuna en í gær fór það í rúmlega 24000 heimsóknir. Gaman að því.

Hérna koma nokkur sýnishorn.

Starlight
Þessi datt inn á flickr explore

Kirkjufell
Og þessi fór líka inná flickr explore

Grundarfjörður
Grundarfjörðurinn fagri

Ellen
Fjöruferð með þessari dúllu

Kirkjufellsfoss
Kirkjufellsfoss

Svo að lokum er hérna smá timelapse fikt sem ég er mjög svo sáttur með.

Grundarfjörður from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Jæja ætli manni sé ekki hollast að upphefja jólaandann svo að maður verði ekki útundan á Grundargötunni. Hó hó hó og gleðileg f*****g jól

Þangað til næst….

Norðurljós

Sunnudaginn 17. mars varð einhver sú fegursta norðurljósasprengja sem ég hef náð að festa á minniskubb. Þvílík sýning. Við Sumarliði skelltum okkur rúnt og fórum fyrir jökul. Sýningin var mest frá kl. 22:00 og til miðnættis en þá dró verulega úr virkninni.

Klakkur

Kolgrafafjörður
Þessar tvær myndir voru teknar á meðan sýningin var sem mest. Báðar úr Kolgrafafirði.

Næst var ferðinni heitið að Kirkjufellsbrúnni. Þar stoppuðum við í smá stund og tókum nokkra ramma. Mikið af túristum þarna og á tímabili töldum við einhverja 10 aðra ljósmyndara þarna.

Kirkjufellsfoss

Brúin
Myndir frá Kirkjufelli.

Eftir það héldum við lengra út á nesið. Við stoppuðum aðeins fyrir neðan Mýrar og mynduðum fjallið aftur, komum svo við hjá Skerðingsstöðum og tókum nokkrar myndir þar. Fórum yfir Fróðárheiði og komum við á Búðum. Þar voru ljósin aðeins farin að dofna en samt var svaka sýning í gangi.

Búðakirkja
Búðakirkja

Eftir Búðir héldum við áfram og stoppuðum við Lóndranga og á Svalþúfunni.

Lóndrangar
Þúfubjarg.

Eftir Lóndrangana var sýningin nánast búin og við rúntuðum heim á leið.

Þetta var rosa gaman og maður var ekki kominn upp í rúm fyrr en um hálf fjögur um nóttina. Maður var hálf myglaður morguninn eftir. En þetta var samt þess virði.

Einnig voru hér á dögunum tökulið frá BBC sem var að taka upp efni fyrir einhvern hvalaþátt. Þeir voru með þessa svakalegu græju sem gat svifið yfir hvölunum og myndað… frekar magnað dæmi. Verð að eignast svona.

The drone

Gadget

Þangað til næst…