Vorið á næsta leiti

Jæja það er búið að vera ákveðin deyfð yfir þessari blessuðu síðu upp á síðkastið. Síðasti pistill var einhver áramótayfirferðarpistill frá því í byrjun janúar og nú er bara allt í einu kominn 16. apríl eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ekki það að það hafi ekki nóg verið í gangi hérna í Grundarfirðinum en við skulum hlaupa yfir það helsta…

Þann 10. janúar fórum við fjölskyldan í bústað upp í Skorradal til að ná jóla og áramótastressinu úr okkur. Það var æðislega kósý enda einstaklega fallegur staður.

Í janúar varð ég svo þess heiðurs aðnjótandi að fá nokkrar myndir birtar í Daily mail frá eldgosinu í Holuhrauni. Að sjálfsögðu kom frétt um það í Skessuhorninu

Í febrúar tókum við verklegt slökkviliðspróf og fengum löggildingu sem slökkviliðsmenn eftir það.

Tommi

Og einnig var farið á 50 þorrablót hjónaklúbbsins.

tommiogruna

Svo fórum við í söfnun á Lucas 2 hjartahnoðtæki. Frétt af vef Skessuhorns.

lucas

Öskudagurinn var tekinn með trukki…

Mr. Simmons

ellen

Í mars var mikið myndað og enda mikið í gangi… Norðurljós og rok.

Grundarfjarðarhöfn

Frozen harbour

runa

Rúna mín var náttúrulega að massa það í blakinu þessi elska.

Svo kom náttúrulega kolvitlaust veður annað slagið en það versta var 14. mars.
The storm

Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo kom þessi brjálaða norðurljósasprengja þann 17. mars síðastaliðinn.

Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Alveg magnað helvíti.

Svo var náttúrulega blessaði sólmyrkvinn.

Við Rúna og Kristján Freyr skelltum okkur á Harlem Globetrotters. Mikið fjör þar.

globetr

globetr2

Um páskana skruppum við svo norður. Skíðuðum á Akureyri í 2 daga og vorum í góðu yfirlæti hjá Svenna og Þórhildi. Fórum svo á Húsavík í eina nótt og svo 3 nætur í Bárðardalinn. Yndislegt alveg hreint.

hlidarfj

hlidarfj2

godafoss

aldey

Svo lét ég verða af því að fjárfesta í dróna enda með tækjalosta á háu stigi. Splæsti í Dji Phantom 2 vision+ kvikindi. Magnað tæki alveg hreint.

drone

Fyrsta flugið from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo skruppum við til Reykjavíkur um daginn og kíktum meðal annars á litla frænda minn sem er æðislega fallegur.

gustavsson

Ætli maður láti þetta ekki duga í bili enda vafalaust langt í næsta blogg…

Þangað til næst…

2014

Jæja þá er komið að árlegri áramótayfirferð yfir árið sem nú er nýliðið.

Janúar:

Svo virðist sem að maður hafi verið sultuslakur í janúarmánuði. Samkvæmt lauslegri yfirferð yfir myndasíður og samfélagsmiðla frá þessum tíma þá virðist maður hafa mest verið að pirra sig á gengi Man Utd og David Moyes. Tók þó nokkrar myndir að venju. Fór í hvalaskoðun og sitthvað fleira. Hún Rúna mín var komin með nóg af retro lookinu á baðherberginu og lá draumkennd yfir teikningum af nýjum kamri.

Bjarnarhafnarfjall

The swimmer

Whale watching

Febrúar:

Í febrúar byrjaði Rúna mín að vinna eftir sitt fæðingarorlof og við tók fæðingarorlof hjá mér… Það var ansi ljúft að vera með litla engilinn minn heima. Kristján Freyr fór á fótboltamót í Keflavík og stóð sig með mikilli prýði. Við byrjuðum að taka baðherbergið í gegn og fluttum inná pabba á meðan það var í gangi enda bara eitt baðherbergi í húsinu. Náði einhverjum myndum inní flickr explore sem mér þykir alltaf jafn gaman.

1622196_10152310869553993_302741837_n

Center of attention

Searching

Kolgrafafjörður

The shot

Mars:

Áfram héldu framkvæmdir á baðherberginu á Grundargötu 68. Ellen Alexandra skrapp í ungbarnasund í Stykkishólmi og enn fleiri myndir litu dagsins ljós. Tímabilið fór formlega af stað hjá Grundarfirði með þátttöku í lengjubikarnum undir handleiðslu hins ómótstæðilega Begga Sveins. Veðrið lék við okkur eins og sést á nokkrum myndum hérna fyrir neðan en það blés all hressilega nokkrum sinnum.

1891071_10152338026398993_1623979323_n

1959295_10152339136453993_1479488342_n

Minion

Rough weather

Birds

Apríl

Vor í lofti og mynd farin að koma á baðherbergið. Myndaði brúðkaup og fermingarbörn. Moyes rekinn frá Man Utd flestum til mikillar gleði og Giggsarinn tók við fram á vorið. Hún Rúna mín var í kosningastússi en við hin vorum bara farin að hlakka til sumarsins sem var á næsta leiti.

10171761_10152416224123993_8491127939344343403_n

Gone fishing

Waiting

Pink

Maí

Afmælismánuður Rúnu og Kristjáns. Vorið komið, strandveiðar, dagsbirta, æðislegur tími. Varð svo heppinn að fá að fljóta með séra Aðalsteini og Unnsteini út í Melrakkaey í eggjatöku. Það var æðislegt. Náði nokkrum frábærum fuglamyndum þar. Náði líka sagnameistaranum mikla honum Inga Hans í hrókasamræðum við Súlu nokkra í fjörunni. Man Utd náði sínum lélegasta árangri síðan elstu menn muna en þeir enduðu í 7 sæti.

Sagnameistarinn og súlan

Lundi

The harbour

Júní:

Þvílíkur mánuður… oooohhh maður lifandi. Fæðingarorlof og HM. Það bara gerist ekki betra. Þeir voru teljandi á fingrum annarar handar leikirnir sem ég missti af. Skruppum til Danmerkur í æðislega ferð ásamt Magga, Dagný og fjölskyldu. Vorum þar í góðu yfirlæti hjá Magga Sjonna, Arndísi, Ólöfu og Dúddu. Kristján Freyr fór á Blönduósmótið og skemmti sér konunglega. Frábær mánuður. Smá brúðkaupsmyndarí þegar ég myndaði brúðkaup Röggu og Marínós ásamt öðru sem á daga okkar dreif í mánuðinum.

10421150_10152591773966392_88087441427818849_n

Legoland

Kristján Freyr

Newlyweds

10372081_10152549832373993_8003540770734855393_n

10477882_10152549830433993_7855303610521336962_n

Júlí:

Þetta var líka frábær mánuður. Fórum hringinn í kringum landið ásamt því að skreppa upp á hálendið og snuðra þar aðeins. Lesa má um þetta allt í júlíblogginu. Skrapp með Ninna á Eistnaflug í þessu ferðalagi. Æðislegt alveg hreint. Ellen varð 1 árs í ferðalaginu… Í Réttartorfu til að vera nákvæmur. Á góðri stund var þarna einhversstaðar líka. Mikið fjör og mikið gaman.

10306637_10152626109333993_7965772826671053409_n

10429860_10152612233478993_8145488807414131107_n

Final resting place

Father and son

Top of the world

Ágúst:

Í ágúst var ég mikið að dunda mér við videoklippingar. Var með efni úr ferðalaginu og bjó til nokkur myndbönd. Allt að komast í fastar skorður. Fæðingarorlofið klárast. Skólinn að byrja og haustið nálgast. Eldgos byrjar á hálendinu. Skrapp upp á Kirkjufell með nokkrum meisturum. Ellen byrjaði í aðlögun í leikskólanum og gekk það svona líka glimrandi vel.

Gangan á Kirkjufell from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Embracing the sunset

Grundarfjörður

September:

Þessi mánuður var frábær. Dagana 3. og 4. september fórum við Summi upp í Holuhraun og mynduðum eldgosið í bak og fyrir. Með því magnaðara sem ég hef upplifað. Geðveikt alveg hreint. Við gistum í Klapparhúsi í 2 nætur og keyrðum upp á hálendið á milli. Þetta var mikið ævintýri. Fór á rokkjötna með frábæru fólki. Myndaði yndislegt brúðkaup Ragnars og Guðrúnar. Lífið að komast í fastar skorður hjá Rúnu, Kristjáni og Ellen og regla komin á hlutina.

Holuhraun panorama

Eldgos í Holuhrauni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Eldgos í Holuhrauni Timelapse from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Summi

Hot lava

Ragnar Smári og Guðrún Hrönn

Október:

Október var flottur mánuður. Allt í föstum skorðum. Ellen í leikskólanum, Kristján í skólanum og við Rúna í vinnunni. Smá norðurljósamyndarí ásamt fleiru. Kristján fór á Keflavíkurmótið og stóð sig vel þar eins og á öðrum knattspyrnumótum.

Kirkjufell

10421577_10152869026428993_3871211289129194682_n

Nóvember:

Það er alltaf sama sagan þennan mánuðinn að hann byrjar alltaf á að ég verð árinu eldri. En það er víst bara gangur lífsins. Ég þurfti að hafa Rúnu í handbremsu allan þennan mánuð svo að hún myndi ekki henda jólaskrautinu upp fyrir afmælið mitt. Náði að hemja hana til rétt rúmlega 20. nóv. Nýtti tímann í smá myndatökur eins og gengur og gerist.

Calm harbour

Ellen

Kirkjufell

Norðurljósin from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Grundarfjörður

Aurora explosion

Desember:

Þá er það hinn nýliðni desember en það markverðasta sem gerðist í honum er að ég uppfærði myndavélina mína. Splæsti í Canon EOS 5D Mark III og þvílík græja maður lifandi. Náði að festa bílinn helvíti hressilega þannig að Klakkur björgunarsveit þurfti að kippa mér upp. Við í slökkviliðinu gáfum út dagatal eins og venjulega. Fór með 3 snillingum til Manchester þar sem við sáum Man Utd rúlla yfir Liverpool 3-0. Það var alveg frábær ferð. Rúna mín fór til Boston sömu helgi og ég var í Manchester og krakkarnir því hjá tengdó á meðan. Áttum yndisleg jól í miklu sukki og svínarí (matarlega séð). Við höfðum það eiginlega allt of gott.

1723168_10152987210503993_5749433095001603847_n

10407497_10153006325303993_135563553022429620_n

10676276_10153000117968993_1309479128748306000_n

10858356_10152979302483993_6165224590917843972_n

10858425_10152980671158993_1217432543946629986_n

Aurora selfie

Þá er það bara spurning hvað 2015 ber í skauti sér en það mun koma í ljós.

Gleðilegt nýtt ár allir saman.

Þangað til næst….

Saddur

Jæja jólin eru búin að fara vel með mann. Hver steikin á fætur annari sem rennur niður kokið í bland við konfektmola og jólaöl. Ég er eiginlega búinn að gleyma því hvernig það er að vera svangur á þessum síðustu og verstu tímum. Maður fer saddur að sofa og vaknar saddur hvernig sem stendur á því. Ætli maður sé farinn að éta í svefni líka? Það er spurning.

Rétt fyrir jólin lét ég verða að því að fjárfesta í annari myndavél. Skipti Canon 5d mark II upp í notaða Canon 5d mark III vél og borgaði slatta á milli. Þetta er mikið skref enda mark III vélin vangefið flott… er enn að spuglera í fókuskerfinu á henni.

Aurora selfie

Hendi í eitt stk áramótaannál við fyrsta tækifæri.

Þangað til næst…

Jólageðveikin í startholunum

Jæja þá líður að jólum. Væntanlega allir starfsmenn Ikea orðnir vel sjóaðir í þessu enda settu þeir upp jólaskrautið um miðjan ágúst. Hún Rúna mín gat hamið sig þangað til um miðjan nóvember en þá sprakk hún og henti jólastjörnum í gluggana og aðventuljósum í eldhúsgluggann… Mér til mikillar ánægju eða þannig. Ég er kannski af gamla skólanum en í minni sveit var í fyrsta lagi byrjað að skreyta fyrsta sunnudag í aðventu og jólatréð var ekki sett upp fyrr en á þorláksmessu og þá með mikilli viðhöfn. Nú eru menn að sjippa jólatrjám upp hægri vinstri um miðjan nóvember eins og ekkert sé sjálfsagðara… En svona er Ísland í dag. Til hvers að vera að halda í gamlar hefðir þegar að það hefur ekkert uppá sig. Mun sniðugra að vera orðinn geðveikur á jólunum í kringum 20. des og liggja svo í þunglyndi yfir hátíðarnar. Óþarfi er samt að hafa áhyggjur af mér og minni geðheilsu því að væntanlega hef ég þetta af líkt og fyrri ár 😉

Meistaraflokkur Grundarfjarðar dró sig úr keppni fyrir næsta sumar í gær. Frekar leiðinlegt ástand en mikil þreyta var komin í mannskapinn og erfitt að fá fólk með okkur í þetta. Vonandi tekst okkur einhverntímann að endurvekja liðið því að þessi 5 tímabil voru rosalega skemmtileg og mikil stemming í kringum þetta batterý.

Svo tók ég smá skurk í ljósmyndum síðustu daga og var duglegur að henda inn á flickr og 500px.com og þar fóru 2 myndir inn á flickr explore sem að bústar heimsóknir á síðuna umtalsvert. Á venjulegum degi er maður að fá frá 500 – 2000 heimsóknir á síðuna en í gær fór það í rúmlega 24000 heimsóknir. Gaman að því.

Hérna koma nokkur sýnishorn.

Starlight
Þessi datt inn á flickr explore

Kirkjufell
Og þessi fór líka inná flickr explore

Grundarfjörður
Grundarfjörðurinn fagri

Ellen
Fjöruferð með þessari dúllu

Kirkjufellsfoss
Kirkjufellsfoss

Svo að lokum er hérna smá timelapse fikt sem ég er mjög svo sáttur með.

Grundarfjörður from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Jæja ætli manni sé ekki hollast að upphefja jólaandann svo að maður verði ekki útundan á Grundargötunni. Hó hó hó og gleðileg f*****g jól

Þangað til næst….

Restin af ferðalaginu 2014

Er búinn að dunda mér við það í haust að klippa saman myndbrot úr ferðalaginu sem við fórum í í sumar. Ætla að leyfa þeim bútum að fljóta hérna fyrir neðan. Ég var búinn að birta fyrstu 3 hlutana þannig að nú koma seinni 4.

Ferðalag 2014 part 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fjórða hluta vorum við að þvælast með Ninnaling um hálendi Austurlands þar sem við fórum að Kárahnjúkum, Laugavöllum ofl.

Ferðalag 2014 part 5 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fimmta hluta er myndbrot þegar við fórum yfir hina hrikalegu Hellisheiði fyrir austan. Svo þegar við keyrðum Engidalinn áleiðis í Bárðardal.

Ferðalag 2014 part 6 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjötta hluta erum við í Bárðardal og þar var keyrt að Réttartorfu. Myndir frá gönguferð Rúnu og Kristjáns og svo ljósmyndir sem ég tók þarna.

Ferðalag 2014 part 7 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjöunda og síðasta hlutanum sýnum við þegar við keyrðum upp á miðhálendið í Herðubreiðarlindir og upp að Öskju. Farið yfir djúp vöð, keyrt á móti Sólsetrinu heim og svo loksins heimkoman í Grundarfjörð.

Vonandi hafið þið jafn gaman að þessu og ég en þetta er nú samt aðallega gert til að eiga þessar minningar af ferðinni. Það er skemmtilegt að eiga svona minningar og getað gluggað í þetta í framtíðinni.

Annars hefur haustið liðið ansi hratt. Læt fylgja nokkra ramma af því sem hefur verið í gangi.

Hamrar
Heilmikil gasmengum frá Holuhrauni.

Ragnar Smári og Guðrún Hrönn
Myndaði brúðkaupið hjá þessum heiðurshjónum.

The river
Smá norðurljós.

Eldgos í Holuhrauni Timelapse from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo smellti ég í annað eldgosamyndband þar sem eingöngu eru ljósmyndir og timelapse.

Þangað til næst….

Norðurljós

Sunnudaginn 17. mars varð einhver sú fegursta norðurljósasprengja sem ég hef náð að festa á minniskubb. Þvílík sýning. Við Sumarliði skelltum okkur rúnt og fórum fyrir jökul. Sýningin var mest frá kl. 22:00 og til miðnættis en þá dró verulega úr virkninni.

Klakkur

Kolgrafafjörður
Þessar tvær myndir voru teknar á meðan sýningin var sem mest. Báðar úr Kolgrafafirði.

Næst var ferðinni heitið að Kirkjufellsbrúnni. Þar stoppuðum við í smá stund og tókum nokkra ramma. Mikið af túristum þarna og á tímabili töldum við einhverja 10 aðra ljósmyndara þarna.

Kirkjufellsfoss

Brúin
Myndir frá Kirkjufelli.

Eftir það héldum við lengra út á nesið. Við stoppuðum aðeins fyrir neðan Mýrar og mynduðum fjallið aftur, komum svo við hjá Skerðingsstöðum og tókum nokkrar myndir þar. Fórum yfir Fróðárheiði og komum við á Búðum. Þar voru ljósin aðeins farin að dofna en samt var svaka sýning í gangi.

Búðakirkja
Búðakirkja

Eftir Búðir héldum við áfram og stoppuðum við Lóndranga og á Svalþúfunni.

Lóndrangar
Þúfubjarg.

Eftir Lóndrangana var sýningin nánast búin og við rúntuðum heim á leið.

Þetta var rosa gaman og maður var ekki kominn upp í rúm fyrr en um hálf fjögur um nóttina. Maður var hálf myglaður morguninn eftir. En þetta var samt þess virði.

Einnig voru hér á dögunum tökulið frá BBC sem var að taka upp efni fyrir einhvern hvalaþátt. Þeir voru með þessa svakalegu græju sem gat svifið yfir hvölunum og myndað… frekar magnað dæmi. Verð að eignast svona.

The drone

Gadget

Þangað til næst…