Nú er árið 2015 liðið og því kominn tími til að rifja aðeins upp gang mála á þessu ári hjá okkur fjölskyldunni.
Janúar:
Árið byrjaði á hefðbundinni norðurljósaferð í nágrenni Grundarfjarðar.
Svo birtist myndasyrpa úr Holuhrauni á einhverjum vefmiðlum úti í hinum stóra heimi og var stærsti miðillinn af þeim væntanlega Daily Mail. Það var hressandi.
Svo fórum við fjölskyldan í æðislegan bústað í Skorradal og nutum lífsins í frostinu þar.
Febrúar:
í febrúar var aukið við menntun mína sem slökkviliðsmaður og endaði það á allsherjar verklegu prófi í reykköfunargámnum okkar.
Þorrablót hjónaklúbbsins var með glæsilegasta móti.
Við byrjuðum að safna fyrir hjartahnoðtæki í sjúkrabílinn ásamt Lions og Kvenfélaginu.
Kristján Freyr nældi sér í verðlaun fyrir frábæran grímubúning á öskudaginn.
Mars:
Það var heilmikið um að vera í mars mánuði. Heilmikil norðurljós, brjálað veður og ég veit ekki hvað og hvað…
Náði þá þessari norðurljósamynd í Kolgrafafirði sem er mín uppáhalds hingað til. Þetta var tekið á mögnuðu kvöldi þann 17. mars þegar ég og Hjalti Allan vorum á norðurljósaveiðum.
Það var líf á höfninni…
Og svo kom svaka skellur í veðrinu þann 14. mars.
Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.
Já og svo var heilmikill sólmyrkvi þarna líka.
Skelltum okkur líka á Harlem Globetrotters í Hafnarfirði.
Apríl:
Apríl byrjaði á frábæru páskafríi þar sem við skruppum norður á skíði.
Ný græja leit dagsins ljós þegar ég fjárfesti í dróna fyrir myndatökurnar. Eitt stk DJI Phantom vision 2
Ein af fyrstu flugtilraununum.
Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.
Kristján Freyr fór á fyrsta fótboltamót sumarsins.
Eignaðist fallegan frænda.
Norðurljósavideo
Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.
Maí:
Maí var æðislegur. Útskrift í FSN, Glasgow ferð, skemmtiferðaskip og almenn vor stemming. Svaka gaman. Bæði Rúna og Kristján fögnuðu afmælinu sínu og ég veit ekki hvað og hvað. Leyfi myndunum að tala sínu máli.
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins.
Kristján á danssýningu.
Strandveiðarnar hófust með látum.
Strandveiðar 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.
Átti líka mjög skemmtilegan dag með fermingarbörnunum og séra Aðalsteini.
Júní:
Júní var sérdeilis frábær. Þar stóð hæðst Color run, Download festival, Orkumótið í Vestmannaeyjum, sólsetur og almenn sumarstemming. Enn og aftur látum við myndirnar ráða upprifjuninni.
Við hjónin fögnuðum bæði fermingarafmælum þann 4. júní. 20 ára og 25 ára.
Litahlaupið var geggjað gaman.
Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.
Download festival var líka ógeðslega gaman. Shitt hvað þetta var gaman.
Jökulmílan stóð fyrir sínu.
Og svo var það blessað Orkumótið í Vestmannaeyjum. Það var líka mjög gaman þó svo að kappinn minn hafi lent í smá hrakförum. En leikir voru spilaðir og mörk voru skoruð og enduðu þeir mótið á að spila um bikar og enduðu sem silfurlið í sínum flokki. Helsáttir að vera kallaðir upp í verðlaunaafhendingu. Frábært mót.
Og svo voru það öll sólsetrin… Þau voru æðisleg.
Og þessi prinsessa hélt áfram að blómstra.
Júlí:
Júlí byrjaði á ferðalagi um Ísland. Eistnaflug, Egilsstaðir, bústaður, hálendið, Á góðri stund, ganga á Kirkjufell og margt fleira.
Sólsetrin voru mögnuð í byrjun júlí.
Svo var haldið í ferðalag…
Fossinn Skínandi.
Holuhraun nokkrum mánuðum eftir að gosi lauk.
Ellen í Herðubreiðarlindum.
Kristján Freyr fór í gönguferð um hálendið í 3 daga með ömmu sinni.
Við Holuhraun.
Í Drekagili.
Hittum snillingana á Egilsstöðum.
Mæðgur í Eistnaflugsgír. Rock on.
Sæta Rúna mín á Seyðisfirði
Beðið eftir Kvelertak sem voru geðveikir.
Behemoth toppuðu svo frábæra Eistnaflugshátíð. Þvílíkt band.
Lentum í smá bileríi á Egilsstöðum. Því var kippt í liðinn af miklum fagmönnum.
Og Rúna fékk nýjan nafna.
Enduðum svo í slökun í Bárðardal.
Goðafoss.
Ellen fagnaði svo 2 ára afmæli þann 16. júlí.
Svo smá myndband af ferðalaginu.
Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.
Costa Fortuna mætti í fjörðinn en það var stærsta skipið þetta sumarið.
Svo kom önnur Jobbalína í heiminn.
Svo var það bæjarhátíðin Á Góðri Stund en þar var mikið fjör og húllumhæ.
Svo smá myndband.
Á góðri stund í Grundarfirði from Tomas Kristjansson on Vimeo.
Svo var skrölt uppá Kirkjufell í yndislegu veðri.
Ágúst:
Ágúst byrjaði á verslunarmannahelginni eins og gengur og gerist… Við vorum bara í rólegheitum hérna heima og fengur til okkar góða gesti. Ýmislegt var fundið til dundurs eins og að dorga.
Sveinn með háhyrning… eða bara fastur.
Mamma varð sextug þann 5. ágúst og ákváðum við að koma henni á óvart með sörpræs afmælisveislu að hætti hússins. Það heppnaðist líka svona stórkostlega því að hana grunaði aldrei neitt enda frekar ljóshærð þessi elska.
Þetta var klárlega besta myndin úr þessu partýi samt.
Gamla á dollunni
Ein hópmynd í tilefni dagsins.
Svo var náttúrulega myndað áfram… Hérna er loftmynd af Kolgrafafirði.
Þúfubjarg.
Dritvík.
Ein myndasmiðsselfie
Svo var farið á tónleika… Hér erum við hjónin á Kings of Leon.
Og við feðgarnir á Queen Extravaganza í Hörpunni.
Kristján stóð sig svo vel á síðasta fótboltamóti sumarsins.
September:
Það var mikið líf og fjör í september. Við fórum í ferðalag til Tyrklands í tilefni af sextugsafmæli mömmu og það var alveg afskaplega ljúft. Allt liðið naut sín og sleikti sólina í Bodrum… Hrikalega næs.
Þessum fannst ekki leiðinlegt.
Í rennibrautagarðinum.
Ég fékk far með þessum meistara.
Já september var æðislegur og þá sérstaklega Tyrklandsferðin enda stóð hún eiginlega uppúr eftir allt árið. Þegar heim var komið tók rútínan við.
Október:
Já Október var ekki búinn að vera lengi við líði þegar á reyndi. Þann 4. okt fórum við feðgarnir saman í fótbolta og þegar langt var liðið á tímann í íþróttahúsinu heyrði ég smell og fannst eins og einhver hafi sparkað aftan í hægri ökklann á mér. Ég sneri mér við og sá engan þarna nálægt og átta mig þá á því að ég hafði slitið hásin takk fyrir. Fékk far með sjúkrabílnum niður á heilsugæslu þar sem að doksi skellti mér í gipsi. Ég fór svo til bæklunarlæknis 2 dögum síðar þar sem ég fékk annað gipsi sem átti að vera á í fjórar vikur og leiðbeiningar um mikla sófasetu næstu vikurnar. Fifa varð besti vinur minn.
Maggi minn að búa um mig.
Þessi hélt bara áfram að vera prinsessa þrátt fyrir hrakfarir pabba síns.
Myndatökur voru á sögulegu lágmarki í okt og reyndar nóvember líka en maður rétt staulaðist svosem í þessa helstu viðburði hér í bænum.
Nóvember:
Þessi mánuður byrjar alltaf á að ég verð árinu eldri og eru þau samtals orðin 39 núna. Obbosins hvað tíminn líður. Einnig losnaði ég við gipsið og fékk spelku. Það var mikill munur því nú gat ég staulast um án þess að nota hækjur og mátti stíga í fótinn. Svo var hrikalegur kostur að geta tekið spelkuna af og farið í bað án þess að vera með fótinn uppúr baðkarinu. Forréttindi.
Afskaplega þægilegt að geta klórað sér sem reyndist erfitt með gipsið góða.
Laugagerðisskóli varð 50 ára og skruppum við í heimsókn þangað.
Svo var bíllinn upgreidaður… Kian seld eftir 3 ára afbragðs þjónustu og fjárfest í 120 cruiser.
Kristján fór á fótboltamót og nú í 5. flokk.
Desember:
Jólamánuðurinn sjálfur. Losnaði úr spelkunni og fékk að standa á eigin fótum. Þetta var svolítið vont og er enn að venjast. Þetta hlýtur að lagast á nýja árinu. Þetta þýddi líka að ég fór aðeins að taka myndir og staulast um í góðum gír.
Hérna erum við í smá útivistarstemmingu.
Sá Star Wars episode VII eftir langa bið… Hún var awesome.
Fór nokkra ljósmyndarúnta.
Ellen og Telma voru æðislega fínar á jólaballi.
Kristján Freyr stóð sig vel á jólatónleikum.
Jólin voru svo yndisleg með öllu sínu áti og vellíðan. Hérna er mynd af okkur á aðfangadagskvöld.
Rúna gaf mér svo ferð í íshellinn í Langjökli í jólagjöf og skelltum við okkur upp á jökul þann 28. desember. Það var geggjað.
Áramótin voru svo með besta móti og hérna er mynd sem við tókum á gamlárskvöld.
Óska ykkur öllum farsældar á árinu 2016.
Þangað til næst….