Sumarið kom og fór

Í dag er eitt ár síðan við Sumarliði vorum að þvælast uppi á hálendi Íslands að mynda eldgosið í Holuhrauni. Nánar má lesa um það hér.

Í sumar var mikið um að vera. Við Rúna fórum til Glasgow ásamt góðum hópi fólks úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Þar var ýmislegt brallað eins og gönguferð um hálendið, skólar heimsóttir og smakkað á nokkrum öl.

Glasgow cathedral

The wall

Teasing pigeons

The hiker

Fljótlega eftir heimkomuna frá Glasgow þá skelltum við Rúna og Kristján Freyr okkur í The Color Run í Reykjavík. Það var alveg hrikalega gaman og Kristján lék á alls oddi.

Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var það Download festival í júní. Við Gústi, Ninni og Erling skruppum til Englands og komum okkur fyrir í smábænum Loughbrough. Tilefnið var hin stórkostlega rokkhátíð Download Festival. Þar rættist gamall draumur þegar ég sá Kiss stíga á stokk á lokakvöldinu. Annars var þetta frábær hátíð en hæst bar að nefna headline böndin Muse, Slipknot og Kiss en það voru fleiri stórkostleg bönd þarna eins og Clutch, The Darkness, Mötley Crue, At The Gates, Parkway Drive og svo mætti lengi telja. Þetta var ótrúlega gaman.

DL2015

DL2015

DL2015

Fljótlega eftir komuna frá Englandi tók hið hefðbundna íslenska sumar við sem var með ágætasta móti. Falleg sólsetur, Fótboltamót, ferðalög og þess háttar. Leyfi myndunum að tala sínu máli.

Red cloud

Enjoy the sunset

Golden hour

Hi there

Birkir
Kristján Freyr hitti Birki Bjarnason

meiddur
Við Kristján fórum á Orkumótið í Eyjum og annar okkar þurfti smá aðhlynningu

orkumotid
Orkumótið var samt rosalega skemmtilegt

kirkjufell
Við Rúna og Gústi fórum upp á Kirkjufell

skinandi
Kíkti á fossinn Skínanda

Skínandi

Í júlí fórum við svo austur í ferðalag. Fórum á Eistnaflug þar sem að Kvelertak stóð algerlega uppúr. Líklega eitt svalasta live band sem ég hef séð að öðrum ólöstuðum á þessari frábæru hátíð.

eistnaflug
Við Gústi að bíða eftir Kvelertak

rockon
Mæðgur gera rock on með misjöfnum árangri

Hér má svo sjá smá myndband sem ég sullaði saman eftir ferðalagið.

Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Fórum líka í nafnaveislu hjá litlum prins.

ERS
Rúna fékk annan nafna

KMM
Svo kom önnur gullfalleg jobbalína í heiminn sem síðar fékk nafnið Kristín María

Svona er sumarið búið að vera og nú styttist í Tyrklandsför fjölskyldunnar en í tilefni 60 afmæli múttu gömlu var ákveðið að kíkja á sólarströnd. Nánar um það síðar.

Þangað til næst….

Restin af ferðalaginu 2014

Er búinn að dunda mér við það í haust að klippa saman myndbrot úr ferðalaginu sem við fórum í í sumar. Ætla að leyfa þeim bútum að fljóta hérna fyrir neðan. Ég var búinn að birta fyrstu 3 hlutana þannig að nú koma seinni 4.

Ferðalag 2014 part 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fjórða hluta vorum við að þvælast með Ninnaling um hálendi Austurlands þar sem við fórum að Kárahnjúkum, Laugavöllum ofl.

Ferðalag 2014 part 5 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fimmta hluta er myndbrot þegar við fórum yfir hina hrikalegu Hellisheiði fyrir austan. Svo þegar við keyrðum Engidalinn áleiðis í Bárðardal.

Ferðalag 2014 part 6 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjötta hluta erum við í Bárðardal og þar var keyrt að Réttartorfu. Myndir frá gönguferð Rúnu og Kristjáns og svo ljósmyndir sem ég tók þarna.

Ferðalag 2014 part 7 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjöunda og síðasta hlutanum sýnum við þegar við keyrðum upp á miðhálendið í Herðubreiðarlindir og upp að Öskju. Farið yfir djúp vöð, keyrt á móti Sólsetrinu heim og svo loksins heimkoman í Grundarfjörð.

Vonandi hafið þið jafn gaman að þessu og ég en þetta er nú samt aðallega gert til að eiga þessar minningar af ferðinni. Það er skemmtilegt að eiga svona minningar og getað gluggað í þetta í framtíðinni.

Annars hefur haustið liðið ansi hratt. Læt fylgja nokkra ramma af því sem hefur verið í gangi.

Hamrar
Heilmikil gasmengum frá Holuhrauni.

Ragnar Smári og Guðrún Hrönn
Myndaði brúðkaupið hjá þessum heiðurshjónum.

The river
Smá norðurljós.

Eldgos í Holuhrauni Timelapse from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo smellti ég í annað eldgosamyndband þar sem eingöngu eru ljósmyndir og timelapse.

Þangað til næst….

Holuhraun

Við Summi skruppum að eldgosinu í Holuhrauni í byrjun mánaðarins. Vorum þarna 3. og 4. september. Það var helvíti magnað verður að segjast. Þvílík upplifun að vera í návígi við þessi ógnaröfl náttúrunnar. Við tókum náttúrulega ótal myndir, video, timelapse, gopro og símamyndir. Við vorum þarna á vegum Skessuhornsins og síðasta miðvikudag kom vegleg opna með myndum frá okkur og smá ferðasaga.

Holuhraun panorama

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli og svo er hægt að skoða videoið neðst sem ég sauð saman úr öllu draslinu… þ.e. myndir, gopro, símamyndir og timelapse.

Holuhraun HDR

Fresh lava

The motorist

Hot lava

Sumarliði

Svo eru fleiri myndir inná minni.

Hér er svo videoið…

Eldgos í Holuhrauni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Þangað til næst….

Ferðalagið á vimeo

Ég hef verið að dunda mér aðeins að klippa saman efnið úr ferðalaginu og það er bara ansi skemmtilegt verkefni. Vonandi er líka skemmtilegt að horfa á það fyrir ykkur hin eins og það er fyrir mig. Væntanlega öðruvísi stemming. En megin hugmyndin er að búa til minningar fyrst og fremst. Enda minnið í gamla orðið ansi gloppótt.

Ferðalag 2014 part 1 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Þetta var semsagt fyrsti hlutinn þar sem að Sólheimasandur er í aðalhlutverki.

Ferðalag 2014 part 2 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Annar hlutinn er frá sama degi og myndbandið á undan en nú er það rúnturinn úr Þakgili sem er afskaplega fagurt.

Ferðalag 2014 part 3 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo er það þriðji hlutinn þegar við vorum að þvælast í Dverghömrum, Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Egilsstöðum, Eistnaflugi svo eitthvað sé nefnt.

Svo eru fleiri myndbönd væntanleg. Fer eftir tíma og nennu en það er af nægu að taka. Gopro er algjör snilld bara svo að það komi fram.

Þangað til næst…

Fjölgun

Nú er hún Rúna mín gengin rúmlega 38 vikur. Á morgun förum við til Reykjavíkur og komum ekki heim fyrr en fjölgað hefur í stóðinu. Það er orðið ansi langt síðan maður stóð í þessu enda Kristján Freyr orðinn rúmlega 8 ára gamall. Það eru því spennandi tímar framundan hjá okkur. Allt orðið klárt fyrir fjölgunina að ég tel.

The wait
Þessi er að fara að léttast

Happy
Þessi meistari ætlar að verða stóri bróðir

Svo vorum við Kristján Freyr aðeins að fikta með gopro myndavélina okkar… Þetta er tilraunamyndband.

Hjólaferð að Kirkjufellsfossi from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Annars verðið bara að stay tuned eftir fréttum.

Læt fylgja nokkrar sólarlagsmyndir sem ég tók á dögunum og er frekar rogginn með.

Kirkjufell mountain

The harbour

Kirkjufell and Kirkjufellsfoss

Þangað til næst….