Skutlaðist hringinn um Snæfellsnes í þoku og rigningu um daginn. Það var bara ansi gaman.
Category: Uncategorized
They’re back
Háhyrningarnir eru mættir aftur. Skrapp með Láka SH í smá túr um fjörðinn til að mynda kvikindin. Þetta er alltaf jafn magnað.
The look
Fór á sérdeilis frábæra tónleika með Lúðrasveit tónlistarskóla Grundarfjarðar í gærkvöldi. Þemað var Rokk og ról og var þetta alveg magnað show hjá krökkunum. Lög eins og Uprising með Muse og Clocks með Coldplay, Don’t stop believing með Journey. Þetta var alveg magnað. Maður fékk gæsahúð hvað eftir annað þarna.
Miklir snillingar þessir krakkar sem við eigum hérna.
storm’s consequences
Varamannaskýlin góðu sem voru byggð síðasta vor sprungu í tætlur í óveðrinu í vikunni…. Það er frekar lítið eftir af þeim. Ætli það verði ekki bara tjaldstólarnir á steyptu plötunum næsta sumar.
Konungur fuglanna
Tókum smá rölt inní Kolgrafarfirði í gær… þar sáum við nokkra erni sem voru að spóka sig í góðum gír. Þeir voru svolítið langt frá og 100-400 linsan var ekki alveg að massa það. Myndirnar eru töluvert mikið croppaðar og því gæðin ekki til að hrópa húrra fyrir… En það er samt stórkostlegt að sjá þetta. Þarna rákumst við líka á nokkra skarfa, sel sem var að spóka sig og fleiri fuglategundir. Allt iðandi af lífi.
Þangað til næst…
Aribourne
Fór og myndaði leik Grundarfjarðar og Hamars í blaki fyrir strákana… því miður töpuðu þeir 3-1 en áttu ágætis spretti. Voru óheppnir í síðustu hrinunni þegar þeir hefðu getað jafnað 2-2 en þeir töðuðu henni 26-24
Fun in the snow
Hafði myndavélina með mér þegar ég sótti KFT á leikskólann… þar var svaka stuð í snjónum og góða veðrinu.
Enn af visi
Ekki nóg með að maður sé kominn með lénið http://tommi.is að þá er maður orðinn fastagestur á vísi.is, skessuhorninu og fleiri gríðarvinsælum miðlum. Nú má Raxi fara að vara sig 😉
Þangað til næst….
Impressive
Enn af hvölum…
Nú í dag (sunnudag) voru hvalirnir svo nálægt landi að maður varð bara hissa á að þeir strönduðu ekki… Þeir voru nánast alveg uppí fjöru að gúffa í sig síld í mestu makindum. Þetta var alveg magnað fyrirbæri. Maður er bara stein hissa á að Rúv eða Stöð 2 nenni ekki að drattast hingað með eina myndavél og mynda þetta… fá eitthvað annað í fréttatímann en Icesave. Fleiri myndir inná flickrinu.
Þangað til næst….
At Kirkjufell
Fór á dögunum í hvalaskoðun hér á Grundarfirði. Það er allt krökkt af háhyrningum í firðinum núna enda fjörðurinn kjaftfullur af síld þessa dagana. Háhyrningarnir hafa nóg að éta og hafa því enga ástæðu til að fara. Þetta er alveg stórkostlegt sjónarspil að sjá þetta, bæði úr fjörunni og af sjó. Alveg magnað fyrirbæri.
Fleiri myndir inná flickrinu.
Þangað til næst








