Skandall

Þetta Júróvísjón er nú orðið meira kjaftæðið. Að nokkur maður skuli ennþá hafa áhuga á þessum austantjaldsmeting er nú bara skrítið. Forkeppnin… Ekki það að ég sé eitthvað bitur yfir því að rauðhærða lukkutröllið hafi ekki farið áfram en staðreyndin er nú bara sú að lagið hans var nú bara mun frambærilegra heldur en mörg önnur sem ég sá glitta í þarna í gærkvöldi. Vissulega var sigurlagið bara edilons ágætt og Bretarnir alveg SKELFILEGIR… þetta var ekki einusinni fyndið. Þeir ættu að taka sér Úkraínu til fyrirmyndar ef þær ætla að senda eitthvað svona hallærislegt til keppni. Ég er á því að við gefum bara skít í þetta og sendum Megas til keppni næst.

Annars var þetta klárlega langbesta lagið enda ekki allir sem gátu sent Fabian Barthez uppá svið til að dansa.

Þangað til næst…..

Sigur í Visabikarnum

Það voru spennuþrungnar 130 mínútur sem liðu á Grundarfjarðarvellinum í gær þegar Grundarfjörður lagði Höfrung frá Þingeyri í vítaspyrnukeppni. Þetta var svakalegt þó svo að undirritaður hafi bara skilað einhverjum 35 mínútum í þessum leik. Skipting á 85 mínútu og kláraði framlenginguna. Fékk einhver 3 fín færi en skaut yfir í 2 þeirra og markmaðurinn rétt náði að slæma hendinni í blöðruna og bjarga marki í eitt skiptið. Tæpt var það en verðskuldaður sigur staðreynd.

Svo er það bara Snæfell á fimmtudaginn næsta kl 14 á Grundarfjarðarvelli.

Allir á völlinn

Þangað til næst….

Snillingur eða fáviti???

Hinn nýbakaði heims og ítalíumeistari Marco Materazzi er með geðveikari mönnum á vellinum.

Horfið á þetta myndband og svarið spurningunni… snillingur eða fáviti

Hvort sem það er þá er þessi maður einn sá svalasti í bransanum og fyrir mér er hann SNILLINGUR

Þangað til næst….

Kóngur og drottning

Rúna mín var að keppa í dag á drottningamóti ÍR. ÍRingarnir voru með 2 lið í keppni og var Rúna mín í liði 1 ásamt nokkrum öflugum drottningum. En nóg um það… Svo fór að Rúna var valin Drottning mótsins, enda gerði hún lítið annað en að skora mörk í öllum regnbogans litum. Hún kom heim með forláta kórónu til að sanna mál sitt. Af gefnu tilefni þá hlýt ég að sjálfsögðu að titlast ÍR kóngur ekki satt. Ég er nú búinn að deila bóli með kellu hátt í tíu ár núna og annað væri bara rugl.

Tommi kóngur kveður að sinni

Þangað til næst….