Restin af ferðalaginu 2014

Er búinn að dunda mér við það í haust að klippa saman myndbrot úr ferðalaginu sem við fórum í í sumar. Ætla að leyfa þeim bútum að fljóta hérna fyrir neðan. Ég var búinn að birta fyrstu 3 hlutana þannig að nú koma seinni 4.

Ferðalag 2014 part 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fjórða hluta vorum við að þvælast með Ninnaling um hálendi Austurlands þar sem við fórum að Kárahnjúkum, Laugavöllum ofl.

Ferðalag 2014 part 5 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fimmta hluta er myndbrot þegar við fórum yfir hina hrikalegu Hellisheiði fyrir austan. Svo þegar við keyrðum Engidalinn áleiðis í Bárðardal.

Ferðalag 2014 part 6 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjötta hluta erum við í Bárðardal og þar var keyrt að Réttartorfu. Myndir frá gönguferð Rúnu og Kristjáns og svo ljósmyndir sem ég tók þarna.

Ferðalag 2014 part 7 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjöunda og síðasta hlutanum sýnum við þegar við keyrðum upp á miðhálendið í Herðubreiðarlindir og upp að Öskju. Farið yfir djúp vöð, keyrt á móti Sólsetrinu heim og svo loksins heimkoman í Grundarfjörð.

Vonandi hafið þið jafn gaman að þessu og ég en þetta er nú samt aðallega gert til að eiga þessar minningar af ferðinni. Það er skemmtilegt að eiga svona minningar og getað gluggað í þetta í framtíðinni.

Annars hefur haustið liðið ansi hratt. Læt fylgja nokkra ramma af því sem hefur verið í gangi.

Hamrar
Heilmikil gasmengum frá Holuhrauni.

Ragnar Smári og Guðrún Hrönn
Myndaði brúðkaupið hjá þessum heiðurshjónum.

The river
Smá norðurljós.

Eldgos í Holuhrauni Timelapse from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo smellti ég í annað eldgosamyndband þar sem eingöngu eru ljósmyndir og timelapse.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s