Jólageðveikin í startholunum

Jæja þá líður að jólum. Væntanlega allir starfsmenn Ikea orðnir vel sjóaðir í þessu enda settu þeir upp jólaskrautið um miðjan ágúst. Hún Rúna mín gat hamið sig þangað til um miðjan nóvember en þá sprakk hún og henti jólastjörnum í gluggana og aðventuljósum í eldhúsgluggann… Mér til mikillar ánægju eða þannig. Ég er kannski af gamla skólanum en í minni sveit var í fyrsta lagi byrjað að skreyta fyrsta sunnudag í aðventu og jólatréð var ekki sett upp fyrr en á þorláksmessu og þá með mikilli viðhöfn. Nú eru menn að sjippa jólatrjám upp hægri vinstri um miðjan nóvember eins og ekkert sé sjálfsagðara… En svona er Ísland í dag. Til hvers að vera að halda í gamlar hefðir þegar að það hefur ekkert uppá sig. Mun sniðugra að vera orðinn geðveikur á jólunum í kringum 20. des og liggja svo í þunglyndi yfir hátíðarnar. Óþarfi er samt að hafa áhyggjur af mér og minni geðheilsu því að væntanlega hef ég þetta af líkt og fyrri ár 😉

Meistaraflokkur Grundarfjarðar dró sig úr keppni fyrir næsta sumar í gær. Frekar leiðinlegt ástand en mikil þreyta var komin í mannskapinn og erfitt að fá fólk með okkur í þetta. Vonandi tekst okkur einhverntímann að endurvekja liðið því að þessi 5 tímabil voru rosalega skemmtileg og mikil stemming í kringum þetta batterý.

Svo tók ég smá skurk í ljósmyndum síðustu daga og var duglegur að henda inn á flickr og 500px.com og þar fóru 2 myndir inn á flickr explore sem að bústar heimsóknir á síðuna umtalsvert. Á venjulegum degi er maður að fá frá 500 – 2000 heimsóknir á síðuna en í gær fór það í rúmlega 24000 heimsóknir. Gaman að því.

Hérna koma nokkur sýnishorn.

Starlight
Þessi datt inn á flickr explore

Kirkjufell
Og þessi fór líka inná flickr explore

Grundarfjörður
Grundarfjörðurinn fagri

Ellen
Fjöruferð með þessari dúllu

Kirkjufellsfoss
Kirkjufellsfoss

Svo að lokum er hérna smá timelapse fikt sem ég er mjög svo sáttur með.

Grundarfjörður from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Jæja ætli manni sé ekki hollast að upphefja jólaandann svo að maður verði ekki útundan á Grundargötunni. Hó hó hó og gleðileg f*****g jól

Þangað til næst….

Restin af ferðalaginu 2014

Er búinn að dunda mér við það í haust að klippa saman myndbrot úr ferðalaginu sem við fórum í í sumar. Ætla að leyfa þeim bútum að fljóta hérna fyrir neðan. Ég var búinn að birta fyrstu 3 hlutana þannig að nú koma seinni 4.

Ferðalag 2014 part 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fjórða hluta vorum við að þvælast með Ninnaling um hálendi Austurlands þar sem við fórum að Kárahnjúkum, Laugavöllum ofl.

Ferðalag 2014 part 5 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fimmta hluta er myndbrot þegar við fórum yfir hina hrikalegu Hellisheiði fyrir austan. Svo þegar við keyrðum Engidalinn áleiðis í Bárðardal.

Ferðalag 2014 part 6 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjötta hluta erum við í Bárðardal og þar var keyrt að Réttartorfu. Myndir frá gönguferð Rúnu og Kristjáns og svo ljósmyndir sem ég tók þarna.

Ferðalag 2014 part 7 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjöunda og síðasta hlutanum sýnum við þegar við keyrðum upp á miðhálendið í Herðubreiðarlindir og upp að Öskju. Farið yfir djúp vöð, keyrt á móti Sólsetrinu heim og svo loksins heimkoman í Grundarfjörð.

Vonandi hafið þið jafn gaman að þessu og ég en þetta er nú samt aðallega gert til að eiga þessar minningar af ferðinni. Það er skemmtilegt að eiga svona minningar og getað gluggað í þetta í framtíðinni.

Annars hefur haustið liðið ansi hratt. Læt fylgja nokkra ramma af því sem hefur verið í gangi.

Hamrar
Heilmikil gasmengum frá Holuhrauni.

Ragnar Smári og Guðrún Hrönn
Myndaði brúðkaupið hjá þessum heiðurshjónum.

The river
Smá norðurljós.

Eldgos í Holuhrauni Timelapse from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo smellti ég í annað eldgosamyndband þar sem eingöngu eru ljósmyndir og timelapse.

Þangað til næst….

Timelapse tilraunir

Fór loksins að skoða þetta timelapse dót. Er búinn að sjá mjög mikið af ótrúlega fallegum videoum í timelapse og mann hefur alltaf langað til að prufa þetta. Lét loks verða af því í gær og fór og tók rúmlega 1200 myndir og sem dugði í rúmlega mínútu myndband. Mjög svo gaman að þessu.

Maður þarf aðeins að laga smá hristing en ég er væntanlega með lausnina á því vandamáli sem verður vonandi ekki til staðar í næsta videoi.

Spurning hvort að maður láti verða af fleiri svona með tíð og tíma. Þetta er ansi gaman.

Þangað til næst….