2015

Nú er árið 2015 liðið og því kominn tími til að rifja aðeins upp gang mála á þessu ári hjá okkur fjölskyldunni.

Janúar:

Árið byrjaði á hefðbundinni norðurljósaferð í nágrenni Grundarfjarðar.
Grundarfjörður

Svo birtist myndasyrpa úr Holuhrauni á einhverjum vefmiðlum úti í hinum stóra heimi og var stærsti miðillinn af þeim væntanlega Daily Mail. Það var hressandi.

Svo fórum við fjölskyldan í æðislegan bústað í Skorradal og nutum lífsins í frostinu þar.

Skorradalur

skorradalur2

Speglun á Skorradalsvatni

Febrúar:

í febrúar var aukið við menntun mína sem slökkviliðsmaður og endaði það á allsherjar verklegu prófi í reykköfunargámnum okkar.
slokkvilid

Þorrablót hjónaklúbbsins var með glæsilegasta móti.
thorrablot

Við byrjuðum að safna fyrir hjartahnoðtæki í sjúkrabílinn ásamt Lions og Kvenfélaginu.

lukas

Kristján Freyr nældi sér í verðlaun fyrir frábæran grímubúning á öskudaginn.

Mr. Simmons

Prinsessan og Beinagrindin

Mars:

Það var heilmikið um að vera í mars mánuði. Heilmikil norðurljós, brjálað veður og ég veit ekki hvað og hvað…

Grundarfjörður

Náði þá þessari norðurljósamynd í Kolgrafafirði sem er mín uppáhalds hingað til. Þetta var tekið á mögnuðu kvöldi þann 17. mars þegar ég og Hjalti Allan vorum á norðurljósaveiðum.

Aurora eruption by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Það var líf á höfninni…

Grundarfjarðarhöfn

Frozen harbour

Og svo kom svaka skellur í veðrinu þann 14. mars.

The storm

Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Já og svo var heilmikill sólmyrkvi þarna líka.

Fly away by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Skelltum okkur líka á Harlem Globetrotters í Hafnarfirði.

globetrotters

Apríl:

Apríl byrjaði á frábæru páskafríi þar sem við skruppum norður á skíði.

skidi

bardardalur

Ný græja leit dagsins ljós þegar ég fjárfesti í dróna fyrir myndatökurnar. Eitt stk DJI Phantom vision 2

drone

Goðafoss

Ein af fyrstu flugtilraununum.

Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Kristján Freyr fór á fyrsta fótboltamót sumarsins.

soccer

Eignaðist fallegan frænda.

ivaralex

ivaraless

Norðurljósavideo

Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Maí:

Maí var æðislegur. Útskrift í FSN, Glasgow ferð, skemmtiferðaskip og almenn vor stemming. Svaka gaman. Bæði Rúna og Kristján fögnuðu afmælinu sínu og ég veit ekki hvað og hvað. Leyfi myndunum að tala sínu máli.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins.
Amadea

Útskrift úr FSN
Skvísur

Kristján á danssýningu.
dans

Glasgow var æðisleg
Teasing pigeons

Stirling HDR

Edinborough

glasg

glasgo

Strandveiðarnar hófust með látum.

Strandveiðar 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Átti líka mjög skemmtilegan dag með fermingarbörnunum og séra Aðalsteini.

Holy selfie by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Júní:

Júní var sérdeilis frábær. Þar stóð hæðst Color run, Download festival, Orkumótið í Vestmannaeyjum, sólsetur og almenn sumarstemming. Enn og aftur látum við myndirnar ráða upprifjuninni.

Við hjónin fögnuðum bæði fermingarafmælum þann 4. júní. 20 ára og 25 ára.

ferming

Litahlaupið var geggjað gaman.
colorrun

colo

color

Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Download festival var líka ógeðslega gaman. Shitt hvað þetta var gaman.

dl

dlo

dlod

festi

Jökulmílan stóð fyrir sínu.

jokulmilan

Og svo var það blessað Orkumótið í Vestmannaeyjum. Það var líka mjög gaman þó svo að kappinn minn hafi lent í smá hrakförum. En leikir voru spilaðir og mörk voru skoruð og enduðu þeir mótið á að spila um bikar og enduðu sem silfurlið í sínum flokki. Helsáttir að vera kallaðir upp í verðlaunaafhendingu. Frábært mót.

slys

orku

orkum

orkumo

orkumotid

orkumotid

Og svo voru það öll sólsetrin… Þau voru æðisleg.

Kirkjufell sunset

solsetur

Og þessi prinsessa hélt áfram að blómstra.

ellen

Júlí:

Júlí byrjaði á ferðalagi um Ísland. Eistnaflug, Egilsstaðir, bústaður, hálendið, Á góðri stund, ganga á Kirkjufell og margt fleira.

Sólsetrin voru mögnuð í byrjun júlí.

Red dream by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Last hour of daylight by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Bird at sunset by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Beach

Svo var haldið í ferðalag…

Fossinn Skínandi.

The waterfall in the middle of nowhere by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

skinandi

Holuhraun nokkrum mánuðum eftir að gosi lauk.

Holuhraun the aftermath by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Ellen í Herðubreiðarlindum.

ellena

Kristján Freyr fór í gönguferð um hálendið í 3 daga með ömmu sinni.

kft

Við Holuhraun.

holuhraun

Í Drekagili.

drekagil

Hittum snillingana á Egilsstöðum.

noi

Mæðgur í Eistnaflugsgír. Rock on.

rockon

Sæta Rúna mín á Seyðisfirði

runa

Beðið eftir Kvelertak sem voru geðveikir.

kveler

Behemoth toppuðu svo frábæra Eistnaflugshátíð. Þvílíkt band.

behem

Lentum í smá bileríi á Egilsstöðum. Því var kippt í liðinn af miklum fagmönnum.

vidgerd

Og Rúna fékk nýjan nafna.

EllertRunar

Enduðum svo í slökun í Bárðardal.

From above by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Goðafoss.

godafoss

Ellen fagnaði svo 2 ára afmæli þann 16. júlí.

eatafmaeli

Svo smá myndband af ferðalaginu.

Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Costa Fortuna mætti í fjörðinn en það var stærsta skipið þetta sumarið.

The view of the drone by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Costa Fortuna by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Svo kom önnur Jobbalína í heiminn.

kristinmaria

Svo var það bæjarhátíðin Á Góðri Stund en þar var mikið fjör og húllumhæ.

pabbiogruna

runaogellen

kibbiraudi

Svo smá myndband.

Á góðri stund í Grundarfirði from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var skrölt uppá Kirkjufell í yndislegu veðri.

tommiogruna

Ágúst:

Ágúst byrjaði á verslunarmannahelginni eins og gengur og gerist… Við vorum bara í rólegheitum hérna heima og fengur til okkar góða gesti. Ýmislegt var fundið til dundurs eins og að dorga.

Hi there

Sveinn með háhyrning… eða bara fastur.

svenni

Mamma varð sextug þann 5. ágúst og ákváðum við að koma henni á óvart með sörpræs afmælisveislu að hætti hússins. Það heppnaðist líka svona stórkostlega því að hana grunaði aldrei neitt enda frekar ljóshærð þessi elska.

Þetta var klárlega besta myndin úr þessu partýi samt.

ninni

Gamla á dollunni

gamladollan

Ein hópmynd í tilefni dagsins.

hopmynd

Svo var náttúrulega myndað áfram… Hérna er loftmynd af Kolgrafafirði.

Kolgrafafjörður

Þúfubjarg.

Þúfubjarg by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Dritvík.

The Black Gate by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Ein myndasmiðsselfie

selfie

Svo var farið á tónleika… Hér erum við hjónin á Kings of Leon.

kol

Og við feðgarnir á Queen Extravaganza í Hörpunni.

queen

Kristján stóð sig svo vel á síðasta fótboltamóti sumarsins.

soccer

September:

Það var mikið líf og fjör í september. Við fórum í ferðalag til Tyrklands í tilefni af sextugsafmæli mömmu og það var alveg afskaplega ljúft. Allt liðið naut sín og sleikti sólina í Bodrum… Hrikalega næs.

tyrkland

Þessum fannst ekki leiðinlegt.

turkie

Í rennibrautagarðinum.

aquapark

Ég fékk far með þessum meistara.

jetsky

Já september var æðislegur og þá sérstaklega Tyrklandsferðin enda stóð hún eiginlega uppúr eftir allt árið. Þegar heim var komið tók rútínan við.

Október:

Já Október var ekki búinn að vera lengi við líði þegar á reyndi. Þann 4. okt fórum við feðgarnir saman í fótbolta og þegar langt var liðið á tímann í íþróttahúsinu heyrði ég smell og fannst eins og einhver hafi sparkað aftan í hægri ökklann á mér. Ég sneri mér við og sá engan þarna nálægt og átta mig þá á því að ég hafði slitið hásin takk fyrir. Fékk far með sjúkrabílnum niður á heilsugæslu þar sem að doksi skellti mér í gipsi. Ég fór svo til bæklunarlæknis 2 dögum síðar þar sem ég fékk annað gipsi sem átti að vera á í fjórar vikur og leiðbeiningar um mikla sófasetu næstu vikurnar. Fifa varð besti vinur minn.

Maggi minn að búa um mig.

gipsi

Þessi hélt bara áfram að vera prinsessa þrátt fyrir hrakfarir pabba síns.

ellensaeta

Myndatökur voru á sögulegu lágmarki í okt og reyndar nóvember líka en maður rétt staulaðist svosem í þessa helstu viðburði hér í bænum.

Nóvember:

Þessi mánuður byrjar alltaf á að ég verð árinu eldri og eru þau samtals orðin 39 núna. Obbosins hvað tíminn líður. Einnig losnaði ég við gipsið og fékk spelku. Það var mikill munur því nú gat ég staulast um án þess að nota hækjur og mátti stíga í fótinn. Svo var hrikalegur kostur að geta tekið spelkuna af og farið í bað án þess að vera með fótinn uppúr baðkarinu. Forréttindi.

Afskaplega þægilegt að geta klórað sér sem reyndist erfitt með gipsið góða.

spelka

Laugagerðisskóli varð 50 ára og skruppum við í heimsókn þangað.

laugagerdisskoli

Svo var bíllinn upgreidaður… Kian seld eftir 3 ára afbragðs þjónustu og fjárfest í 120 cruiser.

cruiser

Kristján fór á fótboltamót og nú í 5. flokk.

5flokk

Desember:

Jólamánuðurinn sjálfur. Losnaði úr spelkunni og fékk að standa á eigin fótum. Þetta var svolítið vont og er enn að venjast. Þetta hlýtur að lagast á nýja árinu. Þetta þýddi líka að ég fór aðeins að taka myndir og staulast um í góðum gír.

Hérna erum við í smá útivistarstemmingu.

uti

Sá Star Wars episode VII eftir langa bið… Hún var awesome.

sw

Fór nokkra ljósmyndarúnta.

Kirkjufell

Ellen og Telma voru æðislega fínar á jólaballi.

ellenogtelma

Kristján Freyr stóð sig vel á jólatónleikum.

kftguitar

Jólin voru svo yndisleg með öllu sínu áti og vellíðan. Hérna er mynd af okkur á aðfangadagskvöld.

adfanga

Rúna gaf mér svo ferð í íshellinn í Langjökli í jólagjöf og skelltum við okkur upp á jökul þann 28. desember. Það var geggjað.

Harsh conditions

Into the glacier by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Cool portrait

Into the glacier

Áramótin voru svo með besta móti og hérna er mynd sem við tókum á gamlárskvöld.

Happy new year

Óska ykkur öllum farsældar á árinu 2016.

Þangað til næst….

Sumarið kom og fór

Í dag er eitt ár síðan við Sumarliði vorum að þvælast uppi á hálendi Íslands að mynda eldgosið í Holuhrauni. Nánar má lesa um það hér.

Í sumar var mikið um að vera. Við Rúna fórum til Glasgow ásamt góðum hópi fólks úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Þar var ýmislegt brallað eins og gönguferð um hálendið, skólar heimsóttir og smakkað á nokkrum öl.

Glasgow cathedral

The wall

Teasing pigeons

The hiker

Fljótlega eftir heimkomuna frá Glasgow þá skelltum við Rúna og Kristján Freyr okkur í The Color Run í Reykjavík. Það var alveg hrikalega gaman og Kristján lék á alls oddi.

Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var það Download festival í júní. Við Gústi, Ninni og Erling skruppum til Englands og komum okkur fyrir í smábænum Loughbrough. Tilefnið var hin stórkostlega rokkhátíð Download Festival. Þar rættist gamall draumur þegar ég sá Kiss stíga á stokk á lokakvöldinu. Annars var þetta frábær hátíð en hæst bar að nefna headline böndin Muse, Slipknot og Kiss en það voru fleiri stórkostleg bönd þarna eins og Clutch, The Darkness, Mötley Crue, At The Gates, Parkway Drive og svo mætti lengi telja. Þetta var ótrúlega gaman.

DL2015

DL2015

DL2015

Fljótlega eftir komuna frá Englandi tók hið hefðbundna íslenska sumar við sem var með ágætasta móti. Falleg sólsetur, Fótboltamót, ferðalög og þess háttar. Leyfi myndunum að tala sínu máli.

Red cloud

Enjoy the sunset

Golden hour

Hi there

Birkir
Kristján Freyr hitti Birki Bjarnason

meiddur
Við Kristján fórum á Orkumótið í Eyjum og annar okkar þurfti smá aðhlynningu

orkumotid
Orkumótið var samt rosalega skemmtilegt

kirkjufell
Við Rúna og Gústi fórum upp á Kirkjufell

skinandi
Kíkti á fossinn Skínanda

Skínandi

Í júlí fórum við svo austur í ferðalag. Fórum á Eistnaflug þar sem að Kvelertak stóð algerlega uppúr. Líklega eitt svalasta live band sem ég hef séð að öðrum ólöstuðum á þessari frábæru hátíð.

eistnaflug
Við Gústi að bíða eftir Kvelertak

rockon
Mæðgur gera rock on með misjöfnum árangri

Hér má svo sjá smá myndband sem ég sullaði saman eftir ferðalagið.

Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Fórum líka í nafnaveislu hjá litlum prins.

ERS
Rúna fékk annan nafna

KMM
Svo kom önnur gullfalleg jobbalína í heiminn sem síðar fékk nafnið Kristín María

Svona er sumarið búið að vera og nú styttist í Tyrklandsför fjölskyldunnar en í tilefni 60 afmæli múttu gömlu var ákveðið að kíkja á sólarströnd. Nánar um það síðar.

Þangað til næst….

Restin af ferðalaginu 2014

Er búinn að dunda mér við það í haust að klippa saman myndbrot úr ferðalaginu sem við fórum í í sumar. Ætla að leyfa þeim bútum að fljóta hérna fyrir neðan. Ég var búinn að birta fyrstu 3 hlutana þannig að nú koma seinni 4.

Ferðalag 2014 part 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fjórða hluta vorum við að þvælast með Ninnaling um hálendi Austurlands þar sem við fórum að Kárahnjúkum, Laugavöllum ofl.

Ferðalag 2014 part 5 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í fimmta hluta er myndbrot þegar við fórum yfir hina hrikalegu Hellisheiði fyrir austan. Svo þegar við keyrðum Engidalinn áleiðis í Bárðardal.

Ferðalag 2014 part 6 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjötta hluta erum við í Bárðardal og þar var keyrt að Réttartorfu. Myndir frá gönguferð Rúnu og Kristjáns og svo ljósmyndir sem ég tók þarna.

Ferðalag 2014 part 7 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Í sjöunda og síðasta hlutanum sýnum við þegar við keyrðum upp á miðhálendið í Herðubreiðarlindir og upp að Öskju. Farið yfir djúp vöð, keyrt á móti Sólsetrinu heim og svo loksins heimkoman í Grundarfjörð.

Vonandi hafið þið jafn gaman að þessu og ég en þetta er nú samt aðallega gert til að eiga þessar minningar af ferðinni. Það er skemmtilegt að eiga svona minningar og getað gluggað í þetta í framtíðinni.

Annars hefur haustið liðið ansi hratt. Læt fylgja nokkra ramma af því sem hefur verið í gangi.

Hamrar
Heilmikil gasmengum frá Holuhrauni.

Ragnar Smári og Guðrún Hrönn
Myndaði brúðkaupið hjá þessum heiðurshjónum.

The river
Smá norðurljós.

Eldgos í Holuhrauni Timelapse from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo smellti ég í annað eldgosamyndband þar sem eingöngu eru ljósmyndir og timelapse.

Þangað til næst….

Árið sem leið

Jæja þá er kominn tími til að renna aðeins yfir árið 2013 á þessum ágætu tímamótum.

Janúar:

Í janúar 2013 var ég á fullu í EMT-I námi. Ég var á Akranesi og í Reykjavík. Skrapp svo heim inná milli og knúsaði liðið.

Akranes
Mynd frá Skaganum.

Bryggjan
Hvalfjörður

Febrúar:

Febrúar byrjaði á frábæru þorrablóti hjónaklúbbsins. Svo strax í kjölfarið annar síldardauði í Kolgrafafirði. Mikið havarí. Kláraði námið á Skaganum og svo starfsnámið í Reykjavík á hjartagáttinni, bráðamóttökunni og neyðarbílnum. Varð löggiltur EMT-I maður þann mánuðinn. Fór á magnaða útgáfutónleika Skálmaldar í Háskólabíó þar sem að þessir meistarar fögnuðu útkomu plötunnar Börn Loka.

Silfur hafsins
Rúna veður síld upp að hnjám

Upp að hnjám
Ég líka

Þráinn
Skálmöld í Háskólabíó

Mars:

Mars nýtti ég til myndatökurúnta… Norðurljós, hvalir, fuglar you name it. Það var allt í gangi hér á Snæfellsnesinu. Kristján Freyr tók þátt í frjálsíþróttamóti og blakmóti og stóð sig með mikilli prýði. Við Rúna keyptum okkur Cube reiðhjól og voru teknir nokkrir hjólarúntar. Mislangir að sjálfsögðu.

Snowmouth
Kristján Freyr

Eye to eye
Rúna og Kristján horfast í augu við sel

Landing
Ernir í Hraunsfirði

Gadget
Hérna var lið frá BBC að taka upp hvalaþátt. Og lið að merkja hvali.

Aurora Borealis eruption
Norðurljósarúntur

Apríl:

Það var vorbragur á firðinum. Við fórum á nokkra tónleika hérna í nágrenninu. Sólstafi og Dimmu á Kaffi 59 og Ásgeir Trausta í Frystiklefanum á Rifi. Meistaraflokkurinn hélt frábært kótilettukvöld. Mjög gaman.

Súlur að stinga sér
Súlukast

Toppskarfur
Toppskarfur

Maí:

Amma mín hún Margrét í Dalsmynni féll frá í þessum mánuði níræð að aldri. Mjög merkileg kona. Ég stóð í ströngu í fermingar og stúdentamyndatökum. Meistaraflokkur Grundarfjarðar stóð í ströngu í 3. deildinni. Kristján Freyr tók þátt í fyrsta knattspyrnumótinu þetta sumarið þegar að VÍS mót Þróttar fór fram í Laugardalnum. Sumarið var á næsta leiti eða svo hélt maður að minnsta kosti.

Kristján Freyr
Minn maður hress á 1. maí skemmtun.

Elísabet
Elísabet nýstúdent.

Kossinn
Linta og félagar

Júní:

Sjómannadagurinn mætti í öllu sínu veldi með sínu havaríi. Kristján Freyr stakk af norður í land með ömmu sinni og við hjónin vorum eftir og nýttum tímann í að gera klárt fyrir komandi erfingja. Keypti mér gopro vél sem er ansi brúklegt verkfæri. Fórum á Blönduósmótið með Kristján Freyr sem að stóð sig eins og hetja. Skoraði fullt af mörkum og hafði afskaplega gaman að þessu.

Átökin
Jón Frímann í átökum á sjómannadaginn.

The wait
Óléttumynd af fallegu ástinni minni.

Goooooooaaal
Kristján Freyr fagnar einu og mörkum sínum innilega.

Djúpalónssandur
Við Pile fórum í smá myndarúnt saman.

Rescue
Meistari Summi bauð okkur í bátsferð að skoða Þórsnes II sem strandaði við Stykkishólm.

Grundarfjarðarvöllur
Stemmingin var oft fín á Grundarfjarðarvellinum.

The harbour
Svo er júní og júlí með hrikalega falleg sólsetur við Grundarfjörð.

Júlí:

Fljótlega í byrjun júlí var stefnan sett til Reykjavíkur til að bíða eftir nýja erfingjanum. Hann mætti svo í heiminn þann 16. júlí þegar að Ellen Alexandra fæddist kl. 18:24. Fæðingin gekk bærilega en stúlkan var samt tekin með sogklukku en bæði móður og dóttur heilsaðist vel eftir átökin. Það var nú fátt annað sem komst að þennan mánuðinn en að snúast í kringum þessa skvísu. Grundarfjarðardagarnir voru víst þarna einhverntímann undir restina.

The newborn
Ellen Alexandra og Rúna

Lost
Það var mikið fjör á góðri stund.

Ágúst:

Við byrjuðum ágúst á að skíra dóttur okkar og hlaut hún nafnið Ellen Alexandra í höfuðið á Ellen Ellertsdóttur vinkonu okkar og Gústa Alex bróður mínum. Kristján Freyr fór á frjálsíþróttamót í Borgarnesi og stóð sig vel. Lífið hélt áfram að snúast um nýjasta fjölskyldumeðliminn sem fékk ansi hreint mikla athygli.

Alex og Alexandra
Alex grafalvarlegur með frænku sína og nöfnu.

Celebrating the goal
Grundarfjörður slátraði ÍH 9-1 á Grundarfjarðarvelli

September:

Við byrjuðum þennan mánuð á Intersportmótinu í fótbolta þar sem að Kristján Freyr stóð sig vel eins og endranær. Setti 4 mörk á þessu móti og kom markatölunni sinni í 11 mörk í sumar á þrem mótum. Mjög montinn af honum. Sökum úrhellisrigningar á mótinu þá tók ég engar myndir. Lífið var að komast í fastar skorður. Fór nokkra ljósmyndatúra.

Snæfellsjökull glacier
Sólsetur við Snæfellsjökul.

Svörtuloft
Þessi mynd komst inn í flickr explore og sprengdi skalann á flickrinu mínu. Lang mest skoðaða myndin.

Rocky beach
Önnur mynd sem komst í flickr explore.

Fögnuður
Grundarfjörður bjargaði sér frá falli í 3.deildinni

Ein af mörgum hjólaferðum sumarsins.

Október:

Október mætti og allt var í fínum gír. Ég fór að fikta svolítið með timelapse á myndavélinni. Síldin mætti með tilheyrandi látum, dýralífi og skipakomum.

Sunrise in the storm.
Haustveður við Grundarfjarðarhöfn.

Reflection
Norðurljós í Hraunsfirði með Sumarliða.

Timelapse frá Kolgrafafirði

Jóna Eðvalds
Síldveiðiskipin athafna sig.

Nóvember:

Þessi mánuður hófst eins og flestir aðrir nóvembermánuðir ævi minnar að ég varð einu árinu eldri. Annars var þetta bara meiri síld, hasar í Kolgrafafirði, rollubjörgun og ég veit ekki hvað og hvað. Við fjölskyldan, mínus kornabarnið, fórum á magnaða tónleika með Skálmöld og Sinfó. Hrikalega flottir tónleikar og eiginlega með þeim betri sem ég hef farið á um ævina.

Sumarliði Ásgeirsson
Summi dýfði sér aðeins í höfninni.

Sheep savers
Björgunarsveitin í óhefðbundinni smalamennsku.

Mæðgurnar
Ellen Alexandra og Rúna.

Kristján Freyr
Kristján Freyr töffari á tónleikum með Friðrik Dór.

Busy day
Líf og fjör í Kolgrafafirði.

Timelapse frá síldarbátunum.

Boats
Síldarsmölun eins furðulegt og það hljómar.

Desember:

Jólaundirbúningur, átveisla, dagatalaútgáfa og ég veit ekki hvað og hvað. Mikið húllumhæ í desember eins og endranær. Við byrjuðum á að fara á frábæra tónleika með Baggalút í Háskólabíó svona rétt til að koma okkur í jólagírinn. Slökkviliðið okkar gaf út dagatal eins og fyrri ár og voru viðtökur frábærar eins og alltaf. Nú situr maður og skrifar þessi orð enn saddur eftir átið um jólin og ætli það sé ekki bara ágætt að enda þetta á nokkrum desember myndum sem að súmmera þetta ágætlega upp.

Hr Nóvember 2014
Dagatalið fagra.

Ellen og Rúna
Prinsessurnar mínar.

Helicopter
Hvorki fleiri né færri en fjórar þyrlur voru hérna á dögunum.

Stelpan í kistunni
Ellen Alexandra Tómasdóttir.

Beðið eftir jólunum
Kristján Freyr Tómasson.

Þangað til næst….