Sumarið kom og fór

Í dag er eitt ár síðan við Sumarliði vorum að þvælast uppi á hálendi Íslands að mynda eldgosið í Holuhrauni. Nánar má lesa um það hér.

Í sumar var mikið um að vera. Við Rúna fórum til Glasgow ásamt góðum hópi fólks úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Þar var ýmislegt brallað eins og gönguferð um hálendið, skólar heimsóttir og smakkað á nokkrum öl.

Glasgow cathedral

The wall

Teasing pigeons

The hiker

Fljótlega eftir heimkomuna frá Glasgow þá skelltum við Rúna og Kristján Freyr okkur í The Color Run í Reykjavík. Það var alveg hrikalega gaman og Kristján lék á alls oddi.

Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var það Download festival í júní. Við Gústi, Ninni og Erling skruppum til Englands og komum okkur fyrir í smábænum Loughbrough. Tilefnið var hin stórkostlega rokkhátíð Download Festival. Þar rættist gamall draumur þegar ég sá Kiss stíga á stokk á lokakvöldinu. Annars var þetta frábær hátíð en hæst bar að nefna headline böndin Muse, Slipknot og Kiss en það voru fleiri stórkostleg bönd þarna eins og Clutch, The Darkness, Mötley Crue, At The Gates, Parkway Drive og svo mætti lengi telja. Þetta var ótrúlega gaman.

DL2015

DL2015

DL2015

Fljótlega eftir komuna frá Englandi tók hið hefðbundna íslenska sumar við sem var með ágætasta móti. Falleg sólsetur, Fótboltamót, ferðalög og þess háttar. Leyfi myndunum að tala sínu máli.

Red cloud

Enjoy the sunset

Golden hour

Hi there

Birkir
Kristján Freyr hitti Birki Bjarnason

meiddur
Við Kristján fórum á Orkumótið í Eyjum og annar okkar þurfti smá aðhlynningu

orkumotid
Orkumótið var samt rosalega skemmtilegt

kirkjufell
Við Rúna og Gústi fórum upp á Kirkjufell

skinandi
Kíkti á fossinn Skínanda

Skínandi

Í júlí fórum við svo austur í ferðalag. Fórum á Eistnaflug þar sem að Kvelertak stóð algerlega uppúr. Líklega eitt svalasta live band sem ég hef séð að öðrum ólöstuðum á þessari frábæru hátíð.

eistnaflug
Við Gústi að bíða eftir Kvelertak

rockon
Mæðgur gera rock on með misjöfnum árangri

Hér má svo sjá smá myndband sem ég sullaði saman eftir ferðalagið.

Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Fórum líka í nafnaveislu hjá litlum prins.

ERS
Rúna fékk annan nafna

KMM
Svo kom önnur gullfalleg jobbalína í heiminn sem síðar fékk nafnið Kristín María

Svona er sumarið búið að vera og nú styttist í Tyrklandsför fjölskyldunnar en í tilefni 60 afmæli múttu gömlu var ákveðið að kíkja á sólarströnd. Nánar um það síðar.

Þangað til næst….