Vorið á næsta leiti

Jæja það er búið að vera ákveðin deyfð yfir þessari blessuðu síðu upp á síðkastið. Síðasti pistill var einhver áramótayfirferðarpistill frá því í byrjun janúar og nú er bara allt í einu kominn 16. apríl eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ekki það að það hafi ekki nóg verið í gangi hérna í Grundarfirðinum en við skulum hlaupa yfir það helsta…

Þann 10. janúar fórum við fjölskyldan í bústað upp í Skorradal til að ná jóla og áramótastressinu úr okkur. Það var æðislega kósý enda einstaklega fallegur staður.

Í janúar varð ég svo þess heiðurs aðnjótandi að fá nokkrar myndir birtar í Daily mail frá eldgosinu í Holuhrauni. Að sjálfsögðu kom frétt um það í Skessuhorninu

Í febrúar tókum við verklegt slökkviliðspróf og fengum löggildingu sem slökkviliðsmenn eftir það.

Tommi

Og einnig var farið á 50 þorrablót hjónaklúbbsins.

tommiogruna

Svo fórum við í söfnun á Lucas 2 hjartahnoðtæki. Frétt af vef Skessuhorns.

lucas

Öskudagurinn var tekinn með trukki…

Mr. Simmons

ellen

Í mars var mikið myndað og enda mikið í gangi… Norðurljós og rok.

Grundarfjarðarhöfn

Frozen harbour

runa

Rúna mín var náttúrulega að massa það í blakinu þessi elska.

Svo kom náttúrulega kolvitlaust veður annað slagið en það versta var 14. mars.
The storm

Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo kom þessi brjálaða norðurljósasprengja þann 17. mars síðastaliðinn.

Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Alveg magnað helvíti.

Svo var náttúrulega blessaði sólmyrkvinn.

Við Rúna og Kristján Freyr skelltum okkur á Harlem Globetrotters. Mikið fjör þar.

globetr

globetr2

Um páskana skruppum við svo norður. Skíðuðum á Akureyri í 2 daga og vorum í góðu yfirlæti hjá Svenna og Þórhildi. Fórum svo á Húsavík í eina nótt og svo 3 nætur í Bárðardalinn. Yndislegt alveg hreint.

hlidarfj

hlidarfj2

godafoss

aldey

Svo lét ég verða af því að fjárfesta í dróna enda með tækjalosta á háu stigi. Splæsti í Dji Phantom 2 vision+ kvikindi. Magnað tæki alveg hreint.

drone

Fyrsta flugið from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo skruppum við til Reykjavíkur um daginn og kíktum meðal annars á litla frænda minn sem er æðislega fallegur.

gustavsson

Ætli maður láti þetta ekki duga í bili enda vafalaust langt í næsta blogg…

Þangað til næst…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s