Árið sem leið

Jæja þá er kominn tími til að renna aðeins yfir árið 2013 á þessum ágætu tímamótum.

Janúar:

Í janúar 2013 var ég á fullu í EMT-I námi. Ég var á Akranesi og í Reykjavík. Skrapp svo heim inná milli og knúsaði liðið.

Akranes
Mynd frá Skaganum.

Bryggjan
Hvalfjörður

Febrúar:

Febrúar byrjaði á frábæru þorrablóti hjónaklúbbsins. Svo strax í kjölfarið annar síldardauði í Kolgrafafirði. Mikið havarí. Kláraði námið á Skaganum og svo starfsnámið í Reykjavík á hjartagáttinni, bráðamóttökunni og neyðarbílnum. Varð löggiltur EMT-I maður þann mánuðinn. Fór á magnaða útgáfutónleika Skálmaldar í Háskólabíó þar sem að þessir meistarar fögnuðu útkomu plötunnar Börn Loka.

Silfur hafsins
Rúna veður síld upp að hnjám

Upp að hnjám
Ég líka

Þráinn
Skálmöld í Háskólabíó

Mars:

Mars nýtti ég til myndatökurúnta… Norðurljós, hvalir, fuglar you name it. Það var allt í gangi hér á Snæfellsnesinu. Kristján Freyr tók þátt í frjálsíþróttamóti og blakmóti og stóð sig með mikilli prýði. Við Rúna keyptum okkur Cube reiðhjól og voru teknir nokkrir hjólarúntar. Mislangir að sjálfsögðu.

Snowmouth
Kristján Freyr

Eye to eye
Rúna og Kristján horfast í augu við sel

Landing
Ernir í Hraunsfirði

Gadget
Hérna var lið frá BBC að taka upp hvalaþátt. Og lið að merkja hvali.

Aurora Borealis eruption
Norðurljósarúntur

Apríl:

Það var vorbragur á firðinum. Við fórum á nokkra tónleika hérna í nágrenninu. Sólstafi og Dimmu á Kaffi 59 og Ásgeir Trausta í Frystiklefanum á Rifi. Meistaraflokkurinn hélt frábært kótilettukvöld. Mjög gaman.

Súlur að stinga sér
Súlukast

Toppskarfur
Toppskarfur

Maí:

Amma mín hún Margrét í Dalsmynni féll frá í þessum mánuði níræð að aldri. Mjög merkileg kona. Ég stóð í ströngu í fermingar og stúdentamyndatökum. Meistaraflokkur Grundarfjarðar stóð í ströngu í 3. deildinni. Kristján Freyr tók þátt í fyrsta knattspyrnumótinu þetta sumarið þegar að VÍS mót Þróttar fór fram í Laugardalnum. Sumarið var á næsta leiti eða svo hélt maður að minnsta kosti.

Kristján Freyr
Minn maður hress á 1. maí skemmtun.

Elísabet
Elísabet nýstúdent.

Kossinn
Linta og félagar

Júní:

Sjómannadagurinn mætti í öllu sínu veldi með sínu havaríi. Kristján Freyr stakk af norður í land með ömmu sinni og við hjónin vorum eftir og nýttum tímann í að gera klárt fyrir komandi erfingja. Keypti mér gopro vél sem er ansi brúklegt verkfæri. Fórum á Blönduósmótið með Kristján Freyr sem að stóð sig eins og hetja. Skoraði fullt af mörkum og hafði afskaplega gaman að þessu.

Átökin
Jón Frímann í átökum á sjómannadaginn.

The wait
Óléttumynd af fallegu ástinni minni.

Goooooooaaal
Kristján Freyr fagnar einu og mörkum sínum innilega.

Djúpalónssandur
Við Pile fórum í smá myndarúnt saman.

Rescue
Meistari Summi bauð okkur í bátsferð að skoða Þórsnes II sem strandaði við Stykkishólm.

Grundarfjarðarvöllur
Stemmingin var oft fín á Grundarfjarðarvellinum.

The harbour
Svo er júní og júlí með hrikalega falleg sólsetur við Grundarfjörð.

Júlí:

Fljótlega í byrjun júlí var stefnan sett til Reykjavíkur til að bíða eftir nýja erfingjanum. Hann mætti svo í heiminn þann 16. júlí þegar að Ellen Alexandra fæddist kl. 18:24. Fæðingin gekk bærilega en stúlkan var samt tekin með sogklukku en bæði móður og dóttur heilsaðist vel eftir átökin. Það var nú fátt annað sem komst að þennan mánuðinn en að snúast í kringum þessa skvísu. Grundarfjarðardagarnir voru víst þarna einhverntímann undir restina.

The newborn
Ellen Alexandra og Rúna

Lost
Það var mikið fjör á góðri stund.

Ágúst:

Við byrjuðum ágúst á að skíra dóttur okkar og hlaut hún nafnið Ellen Alexandra í höfuðið á Ellen Ellertsdóttur vinkonu okkar og Gústa Alex bróður mínum. Kristján Freyr fór á frjálsíþróttamót í Borgarnesi og stóð sig vel. Lífið hélt áfram að snúast um nýjasta fjölskyldumeðliminn sem fékk ansi hreint mikla athygli.

Alex og Alexandra
Alex grafalvarlegur með frænku sína og nöfnu.

Celebrating the goal
Grundarfjörður slátraði ÍH 9-1 á Grundarfjarðarvelli

September:

Við byrjuðum þennan mánuð á Intersportmótinu í fótbolta þar sem að Kristján Freyr stóð sig vel eins og endranær. Setti 4 mörk á þessu móti og kom markatölunni sinni í 11 mörk í sumar á þrem mótum. Mjög montinn af honum. Sökum úrhellisrigningar á mótinu þá tók ég engar myndir. Lífið var að komast í fastar skorður. Fór nokkra ljósmyndatúra.

Snæfellsjökull glacier
Sólsetur við Snæfellsjökul.

Svörtuloft
Þessi mynd komst inn í flickr explore og sprengdi skalann á flickrinu mínu. Lang mest skoðaða myndin.

Rocky beach
Önnur mynd sem komst í flickr explore.

Fögnuður
Grundarfjörður bjargaði sér frá falli í 3.deildinni

Ein af mörgum hjólaferðum sumarsins.

Október:

Október mætti og allt var í fínum gír. Ég fór að fikta svolítið með timelapse á myndavélinni. Síldin mætti með tilheyrandi látum, dýralífi og skipakomum.

Sunrise in the storm.
Haustveður við Grundarfjarðarhöfn.

Reflection
Norðurljós í Hraunsfirði með Sumarliða.

Timelapse frá Kolgrafafirði

Jóna Eðvalds
Síldveiðiskipin athafna sig.

Nóvember:

Þessi mánuður hófst eins og flestir aðrir nóvembermánuðir ævi minnar að ég varð einu árinu eldri. Annars var þetta bara meiri síld, hasar í Kolgrafafirði, rollubjörgun og ég veit ekki hvað og hvað. Við fjölskyldan, mínus kornabarnið, fórum á magnaða tónleika með Skálmöld og Sinfó. Hrikalega flottir tónleikar og eiginlega með þeim betri sem ég hef farið á um ævina.

Sumarliði Ásgeirsson
Summi dýfði sér aðeins í höfninni.

Sheep savers
Björgunarsveitin í óhefðbundinni smalamennsku.

Mæðgurnar
Ellen Alexandra og Rúna.

Kristján Freyr
Kristján Freyr töffari á tónleikum með Friðrik Dór.

Busy day
Líf og fjör í Kolgrafafirði.

Timelapse frá síldarbátunum.

Boats
Síldarsmölun eins furðulegt og það hljómar.

Desember:

Jólaundirbúningur, átveisla, dagatalaútgáfa og ég veit ekki hvað og hvað. Mikið húllumhæ í desember eins og endranær. Við byrjuðum á að fara á frábæra tónleika með Baggalút í Háskólabíó svona rétt til að koma okkur í jólagírinn. Slökkviliðið okkar gaf út dagatal eins og fyrri ár og voru viðtökur frábærar eins og alltaf. Nú situr maður og skrifar þessi orð enn saddur eftir átið um jólin og ætli það sé ekki bara ágætt að enda þetta á nokkrum desember myndum sem að súmmera þetta ágætlega upp.

Hr Nóvember 2014
Dagatalið fagra.

Ellen og Rúna
Prinsessurnar mínar.

Helicopter
Hvorki fleiri né færri en fjórar þyrlur voru hérna á dögunum.

Stelpan í kistunni
Ellen Alexandra Tómasdóttir.

Beðið eftir jólunum
Kristján Freyr Tómasson.

Þangað til næst….

2013 in review

The WordPress.com stats helper monkeys prepared a 2013 annual report for this blog.

Here’s an excerpt:

A New York City subway train holds 1,200 people. This blog was viewed about 3,800 times in 2013. If it were a NYC subway train, it would take about 3 trips to carry that many people.

Click here to see the complete report.

Jólakveðja

Kæru vinir og ættingjar nær og fjær. Síðastliðið ár hefur verið ansi viðburðarríkt fyrir fjölskylduna á Grundargötu 68. Það sem er okkur efst í huga er klárlega þakklæti. Við erum afar þakklát fyrir alla þá velvild og hlýju sem þið hafið sýnt okkur á árinu.

Þakklæti til allra sem hafa boðið nýja fjölskyldumeðliminn velkominn í samfélagið. Það er gríðarlega mikill munur á að eignast barn hér í Grundarfirði eins og að eignast barn í Reykjavík. Þegar að við bjuggum í höfuðborginni mátti rétt eiga von á nánustu ættingjum og vinum inn um dyrnar en þegar að hún Ellen Alexandra kom heim þá var annað uppá teningnum. Okkur þótti óskaplega vænt um að fá allar þessar heimsóknir í sumar.

Allir fjölskyldumeðlimir hafa verið heilsuhraustir á árinu sem er að líða. Kristján Freyr er ofboðslega góður stóri bróðir og hefur staðið sig með mikilli prýði á skólanum. Við erum ofboðslega  stolt af honum.

Við minnumst þeirra sem hafa fallið frá á árinu með söknuði.

Með þessum orðum sendum við ykkur öllum þakklætis- og jólakveðjur.

Megi árið 2014 verða okkur og ykkur gæfuríkt ár.

Celebration

Happy

Ellen og Rúna

Rúna

Hr Nóvember 2014

Kær kveðja
Tommi, Rúna, Kristján Freyr og Ellen Alexandra

Síldveiðar og skipatraffík

Er enn að fikta í þessu timelapse dóti… mjög svo skemmtilegt apparat eins og áður hefur komið fram.

Hér má sjá myndband sem tekið er á nokkrum dögum. Þarna má sjá báta að veiðum á milli skerja í Helgafellssveit. Svo er þarna bútur þegar að Heimaey VE-1 leggur frá Grundarfjarðarhöfn og Álsey VE-2 kemur og tekur eftirlitsmann. Skemmtilegt að sjá þetta á nokkrum sekúndum sem að tekur 10-15 mínútur. Á ákveðnum tímapunkti í þeim hluta þegar að Heimaey er að leggja frá bryggju þá kom svaka vindhvita sem að varð til þess að myndavélin fauk til. Ég rétt náði að grípa hana og halda áfram með myndbandið en glöggir geta séð þetta í myndbrotinu.

Þangað til næst….

Timelapse tilraunir

Fór loksins að skoða þetta timelapse dót. Er búinn að sjá mjög mikið af ótrúlega fallegum videoum í timelapse og mann hefur alltaf langað til að prufa þetta. Lét loks verða af því í gær og fór og tók rúmlega 1200 myndir og sem dugði í rúmlega mínútu myndband. Mjög svo gaman að þessu.

Maður þarf aðeins að laga smá hristing en ég er væntanlega með lausnina á því vandamáli sem verður vonandi ekki til staðar í næsta videoi.

Spurning hvort að maður láti verða af fleiri svona með tíð og tíma. Þetta er ansi gaman.

Þangað til næst….

Brjóstaþoka




The newborn

Originally uploaded by Tómas Freyr

Eins og flestir sem eitthvað fylgjast með mínum högum vita þá eignuðumst við Rúna litla stelpu í sumar… sem er náttúrulega ekki frásögum færandi nema að litlum börnum fylgir sú krafa að það þarf að gefa þeim mjólk að drekka. Jú mjólk sem framleidd er í móður barnsins svona eins og gengur og gerist. Nú meðfylgjandi fylgir sú kvöð að þjást af brjóstaþoku svokallaðri.
Fyrst lagði ég ekki mikinn trúnað í þessar brjóstaþokusögur og taldi þetta bara lélega afsökun yfir að vera gleyminn og jafnvel að hún Rúna mín væri farin að kalka. En síðustu vikur og mánuði hef ég orðið vitni að ýmsum skondnum atvikum sem tengja má beint við þessa svokölluðu brjóstaþoku. Og svo í morgun þá tók nú út fyrir allt saman…

Í morgun vaknaði hún Rúna mín eins og venjulega en skildi ekkert í því að hún var með þessar svaka hellur fyrir eyrunum. Hún prófar að halda fyrir nefið og blása af öllum lífs og sálarkröftum til að losna við þetta helvíti en ekkert gengur. Einhver önnur gömul húsráð tekur hún til taks eins og að tyggja tyggjó í gríð og erg og berja með flötum lófa á hallandi höfuð en ekkert gengur. Þá prófar hún að þreyfa yfir eyrað og viti menn… haldiði bara ekki að hún hafi rekist á forláta eyrnartappa sem hún sjálf hafði komið fyrir kvöldinu áður til að geta sofið fyrir rokinu. Svona er þessi elska gáfuð í brjóstaþokunni… eða að minnsta kosti kennir hún brjóstaþokunni um þetta.

Þangað til næst….

Hvar var sumarið?

Nú er september að líða hjá og lífið dottið í fastar skorður. Kristján Freyr byrjaður í skólanum og Ellen Alexandra tútnar út á öllum rjómanum sem að mamma hennar dælir í hana.

Ellen Alexandra

Sumarið var svosem ágætt þó að það hefðu mátt vera fleiri sólardagar. Grundarfjörður náði að halda sæti sínu í þriðju deildinni eins og stefnt hafði verið á og má það teljast viðunandi árangur. Því miður lauk pepsi ævintýrinu í Ólafsvík með falli Víkings en undanfarnar vikur var ég fullur bjartsýni um að þeir myndu halda sæti sínu enda voru þeir að sýna prýðilega spilamennsku. Ég er sannfærður um að þeir verði í toppbaráttunni í fyrstudeildinni á næsta ári og aldrei að vita nema að við fáum annað pepsi ævintýri 2015.

Celebrating the goal

Annars höfum við Aðalsteinn farið í nokkra hjólarúnta ásamt því að síðustu daga hef ég verið duglegur að fara í ljósmyndaferðir um Snæfellsnesið.

Hjólaferð hringinn í kringum Hraunsfjörð from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Hér má sjá skemmtilegt video úr gopro vélinni þegar við hjóluðum í kringum Hraunsfjörð. Það var ansi gaman og skemmtileg og falleg leið til að hjóla.

Að endingu læt ég fylgja með nokkrar sólseturs og haustlitamyndir sem ég hef tekið síðustu daga.

Setbergsá

The beach

Saxhólsbjarg

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull glacier

Þangað til næst…