Árið 2019

Þar sem að það hefur verið afskaplega lítð í gangi á þessari síðu fannst mér tilvalið að henda inn smá yfirferð fyrir árið 2019. Sem er eiginlega rökrétt framhald af síðasta pósti sem var einmitt yfirferð fyrir 2018.

Janúar:

Ég byrjaði árið að henda í þetta video af flugeldunum sem sprengdu árið inn.

Svo gekk lífið sinn vanagang… Tókum netta slökkiliðsæfinu þar sem nýjar hitamyndavélar slökkviliðsins vor skoðaðar og brúkaðar.

Við Rúna fórum til London með FSN og það var líf og fjör. Fórum meðal annars á Arsenal – Man Utd í FA cup þar sem United vann í frábærum leik.

Svo var smá myndað svona eins og gengur og gerist.

Ágætis mánuður bara.

Febrúar:

Þessi mánuður byrjaði á þorrablóti Hjónaklúbbsins eins og svo oft áður. Mikið fjör.

Svo var Sigga Hall draumurinn minn brotinn í einni svipan þegar Sansa lagði upp laupana.

Svo var farið í Grundfirsku alpana sem voru eitthvað aðeins opnir þessa daga.

Svo var myndað og bardúsast eins og venjulega.

Mars:

Kláraði þetta skemmtilega hestavideo fyrir Lýsuhólshesta… Mjög skemmtilegt verkefni.

Svo var mikið um að vera á höfninni enda framkvæmdir að hefjast á fullu…

Fór á Dylan Moran í Háskólabíó… mjög skemmtilegt

Við feðgarnir fórum að leita að norðurljósum með nýju Ray.is ljósin… geggjað flott ljós.

Kristján Freyr fór aðeins að leika sér í fjörunni við Kirkjufell á krossaranum sínum.

Ellen Alexandra hélt áfram að standa sig og var dugleg að æfa sig fyrir skólann.

Svo var einhver slatti af myndum teknar…

Apríl:

Þessi mánuður byrjaði með smá loftskiptum hérna í firðinum… Það gustaði ansi hressilega á okkur.

En að sjálfsögðu lægði aftur eins og gengur og gerist.

Við fórum norður og skelltum okkur á skíði.

Hansi og Ellen nutu sín á Akureyri.

Kíktum á nýjasta Jobbalinginn hana Hrafntinnu bjútíbínu.

Svo var haldin massa hópslysaæfing hérna á nesinu, nánar tiltekið á Kaldármelum, þar sem viðbragðsaðilar af Vesturlandi komu og æfðu viðbrögð við rútuslysi.

Við Ellen æfðum okkur í að taka myndir.

Svo eru nokkrar ljósmyndir frá apríl þar sem dagarnir voru orðnir lengri og sólin farin að dansa við sjóndeildarhringinn.

Maí:

Kristján Freyr fermdist þann 8. maí og það var yndislegur dagur í alla staði.

Eftir ferminguna var svo haldið norður í land og upp á hálendið í leit að ævintýrum.

Við Rúna tilkynntum komu nýja erfingjans sem væntanlegur var seinna sama ár.

Svo fór Ellen á fótboltamót og stóð sig frábærlega.

Svo var myndað aðeins.

Og sólin var farin að hækka á lofti og veðurblíða farin að láta á sér kræla.

Júní:

Mánuðurinn byrjaði að sjálfsögðu á sjómannadeginum og það var mikið fjör.

Leikhópurinn Lotta var með sína árlegu leiksýningu.

Við Rúna fögnuðum fermingarafmælum okkar en við eigum sama fermingarafmælisdag…

Ellen Alexandra útskrifaðist af Eldhömrum og fékk þessa fallegu birkiplöntu í útskriftargjöf.

Þá var fjárfest í nýjum bíl og 120 cruisernum skipt út fyrir 7 manna 200 cruiser.

Rúna mín var trítuð annað slagið enda glæsileg og ólétt.

Svo var farið á Ísland-Tyrkland og var það fyrsti landsleikurinn sem Ellen fór á. Leikurinn frábær og úrslitin líka.

Næst á dagskrá var svo Download festival 2019 en það var þriðja hátíðin sem ég fór á. Að þessu sinni voru það við bræður og Maggi minn Jobba og var þetta alveg geggjað.

Svo fóru snillingarnir mínir á fótboltanámskeið í Ólafsvík og fengu leiðsögn hjá Ejub.

Svo var haldið í sumarfrí á Suðurlandið til að rannsaka áhrif lúsmý á samfélag sunnlendinga.

Fórum meðal annars í Zipline sem var alveg geggjað.

Svo eru hérna nokkrar myndir frá júní og þá aðallega frá sumarsólstöðuferð á jökulinn með Hjalta og Lísu.

Júlí:

Við Rúna mín fögnuðum 10 ára brúðkaupsafmæli… var mikill skellur þegar ég komst að því að þetta héti Tin brúðkaup… Tin brúðkaup??? Come on.

Svo var haldið í Bárðardalinn í alvöru sveitabrúðkaup þar sem Steini og Heiðrún gengu í það heilaga.

Ellen Alexandra fagnaði 6 ára afmælinu með stæl.

Fór með nýja bílinn í Autocenter og lakkyfirhalningu. Mikill munur á lakki og óhætt að mæla með svona.

Græjaði smá video fyrir nýja hátækni fiskvinnslu G.Run.

Svo voru þessir meistarar duglegir að leika sér.

Svo var það bæjarhátíðin Á góðri stund…

Svo kom Siggi minn í heimsókn… Gull af manni.

Svo nokkrar myndir frá júlí…

Ágúst:

Tókum rólega verslunarmannahelgi eins og yfirleitt tíðkast… Sendi þó drónann niður á höfn til að taka myndir fyrir mig.

Steini Jobba mætti á svæðið og fjarlægði svalirnar af húsinu enda voru þær farnar að síga ansi mikið.

Við tókum smá rúnt og kíktum á Klofning og Langeyjanes.

Magni Rúnar og Ellen Alexandra tóku þátt í enn einu fótboltamótinu og stóðu sig vel.

Ellen byrjaði svo í fyrsta bekk.

Rúna mín dafnaði vel enda stutt í komu þriðja erfingjans.

Svo eru nokkrar myndir…

September:

Þessi mánuður byrjaði á að pabbi fagnaði 67 ára afmælinu sínu. Við fögnuðum með honum á Sker.

Skellti í video fyrir Grundarfjarðarhöfn..

Svo var bara fátt annað sem komst að en fæðing nýjasta töffarans en hann fæddist á Akranesi þann 17. september.

Lífið var bæði gleði og barátta en hún Begga okkar var að berjast við illvígt krabbamein þessa mánuði.

Svo eru hérna nokkrar myndir en það var ansi merkilegt að þrír nýir togarar komu í Grundarfjörð.

Október:

Fyrsta dag þessa mánaðar sigldi nýr Runólfur inn í höfnina en nokkrum dögum áður sigldu nýr Farsæll og ný Sigurborg inn fjörðinn. Alveg magnað.

Ellen missti fyrstu tönnina sína.

Svo var ansi mikið sem snerist um litla manninn.

Fór á snilldar show með Bill Bailey.

Svo komu Guðni Th Jóhannesson og Eliza Reid í opinbera heimsókn til Grundarfjarðar síðasta dag október mánaðar.

Nóvember:

Þessi mánuður byrjaði á að ég tók töluna 43 inn í líf mitt og núvitund. Við fórum norður og áttum notalega stund í Bárðardal og á Húsavík.

Fengum góða gesti í heimsókn til að kíkja á prinsinn.

Svo var hlaðið í skírn 16. dag mánaðarins.

Prinsinn fékk nafnið Breki Berg í höfuðið á fallegu frænku sinni.

Þann 23. nóvember var heljarmikil söfnun fyrir Beggu sem stóð í ströngu. Margir sem lögðu hönd á plóg til styrktar góðu málefni.

Ég fylgdist svo með snillingunum í Lions sem græjuðu jólatré bæjarins.

Desember:

Það var rosalega mikið í gangi í desember… sumt gott en rosalega mikið ekki svo gott… eiginlega bara yfirþyrmandi slæmt. Af þessum sökum leið desember eiginlega í einhverskonar móðu og þegar ég hugsa tilbaka núna þá er þetta afskaplega þokukennt enda mikið af áföllum sem dundu á okkur. Við fórum þó á Baggalút samkvæmt facebook.

Svo var einu skautasvelli skellt upp þegar veðrið bauð upp á slíkt. Mjög flott.

Svo var eitthvað verið að bardúsa við jólaundirbúning og jólastúss.

Dagarnir fyrir og eftir aðfangadag voru svo bara eitthvað rugl. Begga var flutt suður fyrir jól þar sem henni hafði hrakað mikið. Hún fékk að koma heim yfir jólin og fórum við á sjúkrabílnum og náðum í hana á aðfangadag svo að hún gæti verið heima. Annan í jólum er hún svo flutt aftur með sjúkrabíl suður og hún kom ekkert heim eftir það. Hún og Sigurbjörn giftu sig 28. desember og hún lést svo 30. desember í faðmi fjölskyldunnar. Elsku Begga… hennar er svo sárt saknað og lífið svo undarlegt á svona stundum.

Berglind Rósa Jósepsdóttir 1986-2019

Þetta súra ár var svo sprengt í loft upp á gamlárs þar sem við vorum öll saman í undarlegri stemningu.

Þangað til næst…

Áramótayfirferð 2018

Þá er árið 2018 liðið og því ágætis tilefni til að henda í eins og einn áramótapistil.

Janúar:

Árið hófst á svipuðum nótum eins og önnur ár eða með árlegu 1. janúar letikasti.

First light
Kolgrafafjörðurinn þann 3. janúar 2018

Tók nokkrar myndir og gerði nokkur video svona eins og gengur og gerist.

Bjarnarhafnarfjall
Bjarnarhafnarfjall 3. janúar 2018

Svo var smá systkinahittingur líka sem er alltaf ljúft…

0001systkini

Dróninn fór aðeins á loft líka…

Grundarfjörður
Grundarfjörður 5. janúar 2018

Gerði loksins video frá sumarfríinu, þrettándabrennu og svo video frá Grundarfirði í byrjun janúar.

Rúna fór með krakkana í Bláfjöll og svo var eitthvað meira brasað svona eins og gengur og gerist.

Febrúar:

Hápunktur febrúar mánaðar var jólögjöfin hans Kristjáns Freys sem var innleyst. Þar var haldið til Manchester til að sjá leik Manchester United og Huddersfield.

Þetta var alveg frábær ferð þar sem hápunkturinn var klárlega 2-0 sigur Manchester United. Við hittum líka Daley Blind í miðbæ Manchester þar sem hann var mjög almennilegur og kurteis og leyfði okkur að taka mynd af sér með Kristjáni Frey. Fórum á Imperial War Museum og nutum okkar vel þarna.

Eldhúsframkvæmdir voru komnar á fullt og því var mikið af 1944 réttum á boðstólnum ásamt því að við vorum dugleg að bjóða okkur í mat hingað og þangað.

Svo var aðeins myndað líka svona eins og gengur og gerist.

The power

Skálasnagaviti

Öndverðarnes

Skíðalyftan í Grundarfirði opnaði í smá stund og þá var tækifærið gripið.

Mars:

Kristján Freyr tók þátt í upplestrarkeppni fyrir bekkinn sinn ásamt bekkjarsystkinum sínum.

0004kft

Við skelltum okkur norður á skíði og það var frábært.

0004kft20004runaskidi

Svo var farið á Sólstafi í Bæjarbíó Hafnarfirði… geggjaðir tónleikar.

0004solstafir

Svo var einstaka pabbaknús líka… alltaf ljúft.

Og Ellen Alexandra hitti Ara tannlækni og stóð sig vel.

0004eat

Svo voru teknar nokkrar myndir líka… Fórum meðal annars í frábæra ferð með Hjalta uppá Snæfellsjökul.

Winter sunset Sólsetur og Kirkjufell
Við Hraunsfjörð
Norðurljós í Hraunsfirði
The road home Leiðin heim
Snæfellsnes Peninsula
Snæfellsnes
Arrived Fjallatrukkurinn hans Hjalta
Moonrise
Tunglið séð af Jöklinum

Og svo video úr ferðinni

Apríl:

Ellen tók að sér fyrirsætustörf fyrir Varma

0005varmaeat

Og undirritaður braut á sér olnbogann eins og lesa má um á þessari ágætu síðu…

Ellen tók rugludaginn í skólanum alla leið…

0005eatbrok

Ég tók að mér að búa til myndband og taka myndir fyrir kayakleiguna Vestur Adventures sem Gæi og Una komu á koppinn…

Vestur Adventure

Kayaking in Iceland

Svo var frábært fótboltamót á Stjörnuvellinum.

This slideshow requires JavaScript.

Svo var ýmislegt annað brallað.

Maí:

Það var ýmislegt sem var á döfinni í maí. Eldhúsframkvæmdirnar voru enn á fullu og þann 11. maí var blásið til vorgleði í Samkomuhúsinu þar sem undirritaður var búinn að taka að sér veislustjórn.

Ellen fór aftur á fótboltamót og nú var það Cheerios mótið á Víkingsvellinum. Þar var mikið stuð. Kristján Freyr hélt áfram að standa sig í boltanum og nú á yngra ári í 4 flokk.

0006cheriosmot

Svo kíkti Ellen Alexandra aðeins í heimsókn á slökkvistöðina og fannst það ekki leiðinlegt.

0006eat

Ellen
Ellen Alexandra í sveitaferð á Kverná.

Svo fengum við 2 franska drengi til okkar frá Paimpol sem dvöldu hjá okkur í vikutíma. Það var ótrúlega gaman og lærdómsríkt.

Kristján Freyr og Rúna mín fögnuðu afmælum sínum. Rúna þann 19. maí og Kristján Freyr þann 20. maí.

0006kft

Sumarliði smellti mynd af okkur Hauki á útskrift í FSN. Annar okkar var að útskrifast sko…

0006haukurtommi

Við Gæi Kæjak á góðri stund í maí. Frábærar ferðir hjá þeim.

0006frakkar6

Ellen Alexandra er afskaplega ljúf og góð… þegar hún er sofandi þessi elska.

0006eat2

Svo fórum við Kristján Freyr og kíktum á nýjasta prinsinn hjá Ellen og Sveini.

0006styrmirhrafn

Júní:

Byrjuðum júní á að endurheimta mömmuna úr viku gönguferð um Skosku hálöndin og það var afskaplega ljúft.

0007family

Svo fékk Ellen Alexandra líka að hitta nýjasta prinsinn hjá Ellen og Sveini sem síðar hlaut nafnið Styrmir Hrafn.

0007eatshs

Svo var aðeins myndað í Grundarfirði…

Night at the beach

A little bit og green

The last light

Leikhópurinn Lotta kom og hélt sýningu í þríhyrningnum í Grundarfirði… Alltaf jafn skemmtilegt.

0007lotta

0007lotta1

Júlli Jobba bauð okkur strákunum á landsleik á móti Gana í laugadalnum þar sem landsliðið var að undirbúa sig fyrir HM.

Svo var að sjálfsögðu farið í hið margfræga litahlaup en Ellen Alexandra vill alls ekki missa af því.

0007litahlaup1

Svo var gríðarlega mikið fjör á 17. júní þar sem froðurennibrautin sló í gegn eins og svo oft áður.

Svo var mikil landsliðsstemmning í kringum HM að sjálfsögðu. Mæðgurnar misstu ekki af því.

0007ellenruna

Svo var farið í Bárðardalinn þar sem að Aðalsteinn Þórólfsson fagnaði 90 ára afmæli sínu. Það var mikið fjör og mjög gaman. Við Rúna hjóluðum þarna í sveitinni og það var krefjandi túr.

Svartá sunset Svartá í Bárðardal
The narrow pass
Svartá
Midsummer sunset
Sólsetur í Bárðardal

Svo var haldið af landi brott þann 30. júní í langþráð frí og keppnisferð hjá Kristjáni. Ellen var ansi spennt á flugvellinum.

0007flug

Júlí:

Í þessum mánuði var haldið erlendis. Fyrst til Salou rétt hjá Barcelona þar sem Kristján Freyr og strákarnir í 4. flokk fóru í langþráð keppnisferðalag. Við vorum vikutíma í Salou í góðu yfirlæti. Þegar keppnisferðinni lauk héldum við áfram á ferðalagi. Leigðum okkur bílaleigubíl og keyrðum yfir Frakkland, yfir til Ítalíu og svo aftur til Spánar þar sem við flugum heim 15. júlí.

Barcelona Cup 2018 í Salou var mikið ævintýri. Kristján Freyr náði að slasa sig í fyrsta leik og endaði það með sjúkrabílaferð upp á slysó. Þar reyndist allt óbrotið og óslitið en hann gat lítið keppt það sem eftir var. Náði nokkrum mínútum í síðustu 2 leikjunum.

0008barcelona4

Þann 1. júlí stungum við Rúna af frá hópnum og skildum Ellen eftir í pössun hjá Örnu og Árna. Við fórum yfir til Barcelona þar sem við hittum Beggu og Sigurbjörn og fórum á Guns’n Roses tónleika. Geggjað show.

0008barcelona5

Fyrsta vikan einkenndist af Barcelona Cup. Svo var farið í frábæran skemmtigarð með strákana og leikið sér á ströndinni. Síðasta daginn var svo farið á Nou Camp og heimavöllur Barcelona skoðaður.

Þegar við vorum búin að kveðja hópinn á flugvellinum í Barcelona fórum við á bílaleiguna að sækja þennan…

0008barcelona23

Einu skilyrðin sem sett voru þegar leitað var að bílaleigubíl var rúmgóður, sjálfskiptur og með loftkælingu… BMW 520d var það… geggjaður bíll í alla staði sem var kannski ágætt því að fyrsti leggurinn af ferðinni var að keyra frá flugvellinum í Barcelona yfir til Cannes í Frakklandi. Við lögðum af stað um fjögur leitið og vorum að detta inn rétt fyrir miðnætti í Airbnb íbúðina okkar. Þar var sett í þvottavél og slakað á í 3 daga. Við vorum 3 nætur þarna í Cannes… frábær borg.

Við fórum í dagsferð yfir til Mónakó og til Éze sem er magnaður staður… reyndar Mónakó líka bara á annan hátt.

Þegar við vorum búin að njóta lífsins í þrjá daga í Cannes var ákveðið að halda af stað til Ítalíu. Við byrjuðum reyndar á að stoppa í skemmtigarði í Nice og leyfa krökkunum að busla aðeins.

0008barcelona20

Þá var keyrt yfir landamærin og komið í lítinn bæ sem heitir Imperia. Þar gistum við á litlu snotru fjölskylduhóteli og höfðum það gott… Reyndar var einn frekar stór galli en á þessu litla hóteli var ekki loftkæling á herberginu okkar. Maður vaknaði í svitabaði á nóttunni enda alveg svakalega heitt… en það slapp til þessar 2 nætur og þessi hluti ferðarinnar var yndislegur. Reyndar var svakalegur munur á umferðarmenningu Frakka og Ítala en ég er á því að maður þurfi að vera geðsjúklingur til að ná bílprófinu á Ítalíu.

Þegar við vorum búin að gista 2 nætur á Ítalíu var ferðinni heitið aftur yfir landamærin til Frakklands og stefnan sett á Vitrolles sem er rétt utan við Marseille. Við stoppuðum þó í einhversskonar þjóðgarði til að sjá hina tignarlegu flamíngó fugla… það var nokkuð skemmtilegur útúrdúr.  Við vorum 2 nætur í Vitrolles og nýttum fyrsta daginn til að kíkja aðeins í búðir en seinni daginn fórum við á rúntinn og enduðum í litlum glæsilegum bæ rétt fyrir utan Marseille þar sem voru klettóttar strendur. Kristján Freyr nýtti tækifærið og hoppaði nokkrum sinnum í sjóinn af einum klettinum þarna. Mjög skemmtilegt.

Þá var ferðinni heitið yfir til Spánar þar sem við eyddum síðustu nóttini fyrir heimferð en við bókuðum eina nótt á hóteli í Girona sem er æðislegur bær í klukkustundar fjarðlægð frá Barcelona. Þarna fór hitinn hátt í 40 stig og við vorum gjörsamlega að kafna úr hita. Nýttum eina daginn þarna til að skoða borgina en það er engin strönd í þessum bæ. Þarna er samt glæsilegur miðbær og mikið af fornum byggingum og mikið hægt að skoða. Frábærir veitingastaðir.

Seinnipartinn þann 15. júlí var svo haldið af stað úr hitanum í Girona á flugvöllinn í Barcelona þar sem við áttum kvöldflug heim. Ellen Alexandra fagnaði svo 5 ára afmælinu í háloftunum en hún á að sjálfsögðu afmæli 16 júlí eins og allir eiga að vita… að hennar sögn.

0008barcelona31
Afmælisprinsessan fékk kórónu frá flugfreyjunum.

Svo var prinsessupakki sem tók á móti henni á Íslandi hjá ömmu Röggu.

0008barcelona32
Roggin afmælisstelpa

Það var ansi gott að komast heim í rigninguna eftir 2 vikna ferðalag í Evrópu. Ég henti í nokkrar sólsetursmyndir þegar ég kom heim og svo smá video fikt.

The last light

Brimlárhöfði sunset

Brimlárhöfði

Kirkjufell sunset

Kirkjufell

Pan Orama

Svo var bæjarhátíðin Á Góðri Stund að sjálfsögðu á sínum stað og það var að sjálfsögðu heilmikið fjör. Systkinin unnu sitthvorn fótboltann í fótboltaþraut Arion banka.

0008agodristund1

Svo var það hátíðin sjálf… mikið fjör.

Við hjónin tókum svo að okkur gæslustörf á laugardagskvöldinu…

0008agodristund2

Ágúst:

Það var nóg um að vera í ágúst líka en ég var að sjálfsögðu heima um verslunarmannahelgina vegna virðisaukavinnu eins og alltaf. Það stoppaði okkur þó ekki í að skella okkur í miðnætursiglingu með Vestur Adventures í magnaða ferð. Rerum um Grundarfjörð á meðan sólin var að setjast. Þetta var æðislegt.

Kristján Freyr notaði sumarlaunin í að fjárfesta í krossara og þótti það ekki leiðinlegt.

0009krossari

Ellen Alexandra byrjaði á Eldhömrum sem er 5 ára deild uppi í Grunnskóla og var mjög upp með sér enda komin upp í stóra skólann.

0009eateldhamrar

Kolgrafafjörður fylltist af grindhvölum sem voru eitthvað að villast.

In the water

The wolfpack

Saving the whale Vargurinn tók sig til og reddaði þessum.

With the whales

Herding whales

Hérna er svo smá myndband af þessu ævintýri.

Skálmöld hélt magnaða tónleika í Hörpunni með Sinfoníuhljómsveit Íslands.

0009skalmold10009skalmold2

Tók að mér nokkur myndaverkefni og eitt þeirra var hinumegin við fjallgarðinn þar sem við notuðum tækifærið og skelltum okkur á ströndina og kíktum aðeins í Rauðfeldargjá og fleira.

Myndaði líka þessa glæsilegu fermingarstúlku í Ólafsvík.

Inga Sóley
Inga Sóley

September:

Það var ýmislegt brallað í september… Eldhúsið var loksins orðið nothæft og geggjað. Í framhaldi af því kynntist ég Sansa… Gamechanger. Ég var farinn að geta kokkað fram snilldar rétti í nýja eldhúsinu þökk sé Sansa. Þrjár heitar máltíðir í viku. September var Sansa mánuður… reyndar urðu allir mánuðir á eftir þessum líka Sansa mánuðir en það er önnur saga.

Bubbi og Dimma voru með gigg í Frystiklefanum Rifi… geggjaðir.

0010bubbiogdimma

Ellen Alexandra fór aaaaðeins og geyst á hlaupahjólinu sínu og faceplantaði á malbikið… og jú hún var með hjálm.

0010ellenklaufi

Við fórum í bústað upp í Borgarfjörð og dvöldum í Munaðarnesi á meðan Rúna tók námstörn á Bifröst en sú gamla skráði sig í háskólanám. Það var yndislegt í Borgarfirðinum… kíktum upp á Grábrók, Hraunfossa og Háafell svo eitthvað sé nefnt.

Above Hraunfossar
Hraunfossar

Og já ég fjárfesti í nýjum dróna þegar DJI Mavic 2 pro kom út. Geggjuð græja.

Grundarfjörður Grundarfjörður úr nýja drónanum.
Home
Panorama loftmynd af firðinum fagra síðasta dag september mánaðar.

Slökkviliðið kom svo saman til æfinga eftir sumarfrí. Alltaf stuð með þessum meisturum.

0010slokkvilid1

Skellti svo saman klysjulegu Kirkjufellsmyndbandi.

Október:

Þessi mánuður var bara sæmilegur… smá norðurljós.

Aurora hunting

Smá sólsetur… Sunset

Rútínan er góð… hérna erum við Ellen að bíða eftir Rúnu fyrir utan FSN eins og við gerum yfirleitt um fjögur leitið á hverjum virkum degi.

0011ellenpabbi

Ellen var ansi roggin með fótboltaskjöldinn sem maður fær fyrir að vera góður liðsfélagi.

0011ellen

Við skruppum nokkra daga til Akureyrar til að heiðra Þuru með nærveru okkar. Mikið fjör.

0011ellenmagni

Ellen aðstoðaði ömmu sína við sviðaveislu eldri borgara.

0011ellenamma

Svo var líka Halloween partý á Eldhömrum og mín var all in.

0011ellenhalloween

Fínasti mánuður alveg hreint.

Nóvember:

Þessi mánuður byrjar yfirleitt alltaf á svipuðum nótum… að gamli verður árinu eldri. Það breyttist ekkert þetta árið þegar 2. nóvember rann upp.

Það kom einn og einn góðviðrisdagur í nóvember
At the beach Kirkjufell

Það var massa slökkviliðsæfing hérna í Grundarfirði þegar Gústi og félagar komu úr Reykjavík til að kenna okkur.

Ellen og Magni fóru á Nettó mótið og það var hörku fjör.

Svo fórum við á hótel Borealis og á jólahlaðborð í Grímsborgum… það var geggjað.

Kristján Freyr og krakkarnir í bekknum fóru og prófuðu klifurvegginn hjá Björgunarsveitinni Klakki.

0012klifur

Svo fór minn maður í magaspeglun á LSH þar sem hann hefur verið eitthvað slæmur í maganum undanfarið… það fannst ekkert óeðlilegt þar sem betur fer.

0012magaspeglun

Desember:

Þessi mánuður er alltaf sami unaðurinn… jólastress, át, feelgood stemmning og þess háttar. Þann 1. des fékk ég samt að mynda brúðkaupið hjá Atla frænda og Guðnýju Lindu. Það var yndislegt og skemmtilegt.

0013brudkaup

Við fjölskyldan fórum svo í menningarferð til Reykjavíkur og byrjuðum á að hoppa aðeins í Rush.

Svo var farið á Nova svellið og rennt sér aðeins á skautum.

Og endað í jólahlaðborði og svo á Baggalútstónleikum.

0013jolahladbord

Svo var útskrift hjá FSN og þar smellti Sumarliði þessari glæsilegu mynd af okkur hjónunum.

0013utskrift

Og svo smellti ég þessari mynd af betri helmingnum.

0013utskrift2

Svo var dróninn aðeins brúkaður.

Winter solstice Kirkjufell Grundarfjörður
Grundarfjörður

Slökkviliðið lenti í smá hasar þegar Kvíabryggjumenn voru aðeins of grimmir í að reykja bjúgu… en enginn slasaðist sem betur fer.

0013eldur

Arndís Jenný hélt útskriftarveislu á Kaffi 59.

Svo komu jólin með allir sinni afslöppun og konfektáti.

Simbi fékk líka að vera með á mynd þó að hann virki ekkert alltof ánægður með það.

0013jol6

Svo var það á milli jóla og nýárs þegar hin árlega fjöruferð Jobbana var farin og að sjálfsögðu meira át.

0013jol50013jol7

Svo að sjálfsögðu var árið endað með góðu áramótateiti og sprengjuvitleysu.

0013jol8

Þetta er orðið ágætt ef þú nenntir að scrolla alla leið hingað niður… Vel gert hjá þér… Stiklað á stóru yfir árið.

Þangað til næst…

Unglingurinn

Það er alveg magnað hvernig aldurinn færist yfir hægt og rólega. Nú er maður kominn á hinn virðulega fimmtugsaldur en hausinn er kannski ekki alveg að átta sig á því. Nú á dögunum ákvað unglingurinn ég að prófa svokallað hoverboard sem að sonur minn á og þeysist um eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Hér gefur að líta svokallað hoverboard.

hoverboard

Hér má svo sjá virðulegan mann á besta aldri brúka slíkt tæki.

rider

Ég ætlaði nú aldeilis að prófa þetta enda leit þetta út fyrir að vera leikur einn þegar maður horfði á soninn þeysast um á þessu.

Ég hafði frekar mikið rangt fyrir mér hvað þetta varðaði… Eftir að hafa farið upp á þetta manndrápstæki og látið Kristján leiða mig áleiðis eftir götunni ákvað ég að reyna að fara um einn og óstuddur. Það fór einhvernveginn svona….

8PbkhNs.gif

Og afleiðingarnar eru brotinn olnbogi og frekar bágborið ástand á gamla og risið frekar lágt. Hef svolítið verið að hugleiða aldurinn undanfarna daga og þarf eiginlega að átta mig á því að maður er kannski enginn unglingur lengur.

30592641_1584112571715991_8825021860329553920_n

Nú eru liðnar næstum 2 vikur frá þessari aldursuppgvötvun og ég get nánast ekkert notað hendina. Maður er víst ekki alveg eins léttur á sér eins og maður var og á þessum aldri er maður í talsvert meiri hættu á að brjóta eitthvað ef maður álpast til að detta á hausinn. Maður er ekkert að yngjast…

Ef maður horfir á björtu hliðarnar þá er ég að minnsta kosti heppinn að vera rétthentur.

Þangað til næst….

 

Árið 2017 í máli og myndum

Nú er enn eitt árið liðið og afskaplega lítið um að vera á þessari blessuðu heimasíðu tommi.is. En það þýðir samt ekki að maður geti ekki hent í eins og eina áramótayfirferð…

Janúar:

Árið byrjaði á heimsókn til Ara tannlæknis og þar var fyrsta ferðin hjá Ellen sem stóð sig eins og hetja.

000tannsi

Leikskólinn 40 ára og þá var partý í Samkomuhúsinu

Leikskólinn Sólvellir 40 ára (1)

Leikskólinn Sólvellir fagnaði 40 ára afmæli og þar rakst ég á þessa mynd af undirrituðum.

000leikskoli

Við strákarnir skruppum til Manchester og Burnley og tókum tvo leiki. Æðislega gaman.

Við Rúna stóðum í ströngu með hópi af snillingum í þorrablótsnefndinni. Það var alveg hrikalega gaman og þótti heppnast með þokkalegasta móti.

32638597156_b1ccd7194b_o

000þorrablot

000thorr

Febrúar:

Þessi mánuður byrjaði á smá spennufalli eftir þorrablótið enda mikið búið að vera í gangi. Toggi og Maggi Jobba sönsuðu því svona afslöppunarplanka fyrir Rúnu mína.

000bad

Mjög kósý.

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur.

000112dagurinn

Svo var það dagur leikskólans.

000leikskolidagur

Skruppum svo í bústað upp í Munaðarnes og höfðum það kósý.

Kíktum svo á geiturnar á Háafelli

000haafell

Það var yndislegt.

Skíðasvæðið opnaði svo loksins í nokkra daga.

Skíðasvæðið opnar (3)

Svo var smellt í smá norðurljós.

33136441136_e2830922b8_o

Mars:

Það var mikið fjör í skíðalyftunni þessa fyrstu daga í mars.

Svo var líka mikið um norðurljós.

33274631735_f7498a2c54_o

Og bara bongó blíða.

32419213953_f5f363a7ba_k

000solsetur

Krakkarnir voru náttúrlega áfram í essinu sínu. Mjög gaman.

Svo voru meiri norðurljós.

000aur.jpg

Fékk svo þennan brettasnilling í fermingarmyndatöku. Það var gaman.

000baldur

Svo var farið á nokkrar æfingar svona eins og gengur og gerist.

000slokkvilid

000ithrott

Svo var smá viðtal við mig í þættinum Að Vestan á N4 stöðinni. Byrjar eftir 8 mínútur og 47 sekúndur.

Við Rúna skruppum svo í rómantíska ferð á hótel á Suðurlandinu. Það var yndislegt.

Apríl:

Fórum norður á Akureyri í skíðaferð. Kristján Freyr datt á snjóbretti og endaði á slysó. Gipsi á kappann og skíðaferðin hans búin. Við hin reyndum að gera gott úr þessu.

Svo var haldið í Klapparhús í afslöppun yfir páskana. Fórum á rúntinn upp í Námaskarð meðal annars.

Svo komu Ninni og Dagmar vestur og þá var að sjálfsögðu hent í fjölskyldumynd.

000ninni

Svo var líka bílvelta er bíll fauk útaf. Ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla en þessi mynd vekur mann til umhugsunar.

Bílvelta við Hólalæk (4)

Maí:

Vorið komið og allt í blóma. Strandveiðin byrjuð og sumarið á næsta leiti.

34296060012_5718c9feb8_k

Siggi minn kíkti í heimsókn. Alltaf gaman að hitta þennan meistara.

000siggiminn

Aðalsteinn og Unnsteinn buðu mér með út í Melrakkaey. Það var æðislegt.

This slideshow requires JavaScript.

Við félagarnir í Slökkviliði Grundarfjarðar fórum og aðstoðuðum kollega okkar úr Borgarnesi með sinubruna við Vegamót.

Smakkaði svartbaksegg í fyrsta skipti á ævinni. Sérstakt bragð en ekki slæmt.

000svartb

Fórum aðeins og kíktum á lömbin hjá Dóru og Bárði á Hömrum.

Fjárfesti í nýjum dróna sem var töluverð uppfærsla frá þeim gamla… sem hafði þó þjónað sínum tilgangi vel.

Bæði Rúna og Kristján Freyr urðu árinu eldri þennan mánuðinn. Rúna þann 19 og Kristján þann 20. Við skelltum okkur á Rammstein í tilefni dagsins.

Fótboltinn fór af stað hjá 5. flokk þar sem Kristján Freyr og strákarnir stóðu sig vel.

Svo var einstaka góðviðrisdagur líka.

000ellenpabbi

Svo voru 25 ár frá útskrift úr Laugagerðisskóla og vorum við bekkjarsystkinin sérstakir heiðursgestir. Það er alltaf gaman að hitta þetta lið.

Júní:

Júní mánuður byrjaði á heljar miklu ættarmóti sem var haldið í Laugagerði. Þar var ansi gaman að hitta allt liðið. Byrjað var við Rauðamelskirkju, matur í Laugagerði og svo kaffi í Dalsmynni. Alveg frábært.

This slideshow requires JavaScript.

Svo fljótlega eftir ættarmótið var 40 ára afmælisgjöfin frá systkinum mínum innleist og haldið á Download festival 2017. Þetta var ógeðslega gaman og þá sérstaklega System of a down, Prophets of rage, Biffy Clyro, Aerosmith og Slayer. Alveg magnað stuð með miklum snillingum.

This slideshow requires JavaScript.

Á meðan ég var að þvælast í þessu tónleikabrölti fóru Rúna, Arndís, Kristján Freyr og Ellen Alexandra í Color Run og þótti stuð.

000cr1

Ellen tók 17 júní með trompi og fór all in í andlitsmálningunni.

00017juni

Svo var heilmikið fjör á 17. júní

00017juni1

Eitthvað um sólsetursmyndatökur.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen og Kristján voru í stuði

This slideshow requires JavaScript.

Svo er hérna loftmynd úr drónanum

000loftmynd

Júlí:

Júlí mánuður var annasamur hjá fjölskyldunni. Byrjuðum í afmælisveislu hjá Arndísi Jenný sem varð 25 ára í byrjun júlí.

000afmaeli

Fórum upp á Jökul með Hjalta á sjálfan afmælisdaginn. Það var æði.

000arndis

Ég bjó svo til glæsilegt myndband fyrir Snæfellsnes Excursions af jöklaferðinni.

Snæfellsnes Excursion promo 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var það N1 mótið hjá Kristjáni Frey og félögum í 5 flokk. Þeir stóðu sig með mikilli prýði. Unnu riðilinn sinn og töpuðu aðeins 2 leikjum allt mótið. Lokuðu því með því að vinna leikinn um 5. sætið.

This slideshow requires JavaScript.

Eftir N1 mótið lögðum við land undir fót og fórum í smá ferðalag. Við byrjuðum í Klapparhúsi í almennu chilli. Fórum í myndarúnta hingað og þangað og þar stóð upp úr frábær sólsetursferð með Sigurbirni á Range Rover tröllinu upp í Suðurárbotna. Ótrúlegt svæði. Við leyfum myndunum að tala.

Steini snillingur kom með okkur í Klapparhús og við skiluðum honum svo á Ærlæk og fengum að njóta þess að vera þar í nokkra daga. Þar var heyskapur í fullum gangi og svaka stuð. Skruppum í Ásbyrgi, Dettifoss, Hljóðakletta svo eitthvað sé nefnt.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen Alexandra fagnaði 4 ára afmælinu sínu á Ærlæk þann 16. júlí og var skellt í skúffuköku af því tilefni.

Duttum svo á Mugison tónleika á Kópaskeri til að fullkomna ferðina.

000mugi

Hérna eru svo nokkrar sólsetursmyndir og ljósmyndir úr stóru vélinni.

Svo er hérna smá myndband frá Norðurlandinu

North Iceland from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Suðurárbotnar.Running towards the sunset by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Þegar heim var komið þá skruppum við með Gústa og Diljá upp á Kirkjufellið.

Svo var það bæjarhátíðin Á Góðri Stund með tilheyrandi látum.

Jú og svo var bannað að tjalda í vatninu 😉

000tjalda

Ágúst:

Vegna anna í vinnu þá var að sjálfsögðu ekkert farið neitt um verslunarmannahelgina en í staðinn var farið á Halló Halló Grundó sem er að verða rótgróin útihátíð á Sæbólinu. Rúna og krakkarnir fóru í Klapparhús um verslunarmannahelgina og stóðu í framkvæmdum þar.

Kristján Freyr var duglegur að hoppa í fossa og plataði pabba sinn með sér þegar við hoppuðum aðeins í Brynjudalsá.

000hoppa

Ellen Alexandra

000ellena

Helgina eftir verslunarmannahelgina fórum við til Reykjavíkur og tókum þátt í Gung Ho hoppukastalahlaupinu. Það var fínasta skemmtun. Svo var það almennt chill í höfuðborginni.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen Alexandra hélt svo upp á 4 ára afmælið sitt með pompi og pragt þegar að leikskólinn byrjaði aftur.

000afmaeliEAT

Kristján Freyr og félagar voru sáttir með uppskeru sumarsins í fótboltanum.

000soccer

Fórum í rafting með Hirti og Hinna í Hvítá. Það var geggjað.

000rafting

Svo fórum við Kristján Freyr og séra Aðalsteinn að sulla smá. Vorum að leita að fossum til að hoppa í en fundum ekkert árennilegt.

000sulla

Kristján Freyr og Jón Björgvin gerðust fyrisætur fyrir skólablað Skessuhorns.

A31I7203-1

Skellti svo í annað myndband fyrir Snæfellsnes Excursions sem að fór víða og var vel tekið.

Rútuferðir promo 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var svaðaleg veisla hjá Kótilettuklúbbnum þegar við vorum með grillaðar T-bone steikur.

000tbone

September:

Byrjuðum mánuðinn á að fagna afmæli pabba. Út að borða á Bjargarsteini í tilefni dagsins.

000pabbiafm

Ellen Alexandra byrjaði að æfa fótbolta í stubbaboltanum og stóð sig vel. Hérna eru þær vinkonurnar í góðum gír.

000ellentelma

Fór smá myndarúnt að Selvallavatni og Berserkjahrauni og tók mynd af falda fossinum sem allir vita um núna enda ófáar rúturnar sem stoppa þarna.

36776020190_b10f98f902_k

The flow by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

000selvallavatn

Svo var haldið norður í Klapparhús þar sem fyrsta steypa var fyrir nýja bústaðinn sem mun rísa einhverntíma í framtíðinni.

Svo fékk litli prinsinn minn gleraugu. Hann á nú ekki langt að sækja það enda báðir foreldrar hans fyrrverandi gleraugnaglámar.

000KFTgleraugu

Október:

Eftir vsk í byrjun október fórum við í bústað í Húsafelli og nutum lífsins. Það var æðislegt.

This slideshow requires JavaScript.

Kíktum líka á Selhaga sem langafi minn byggði fyrir nokkrum árum.

000borgarf

Svo var mikið fagnað þegar að Ísland tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi. Hrikalega flott lið.

000island

Svo fórum við til Danmerkur með Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem gengnir voru ófáir kílómetrarnir. Kíktum í Kristjaníu, tívolíið og sitthvað fleira. Skruppum meira að segja yfir til Malmö.

Ellen setti upp andlit af tilefni Halloween.

000ellenhalloween

Svo voru smá norðurljós þegar við komum heim.

37913146956_75d8027dbd_k

Ellen hitti Íþróttaálfinn í Grundarfirði.

000ellenithrotta

Nóvember:

Þessi mánuður byrjar alltaf á því að ég verð árinu eldri. Kristján Freyr færði pabba sínum köku í tilefni dagsins.

000afmaeili

Svo fórum við í ferð til Ukraínu með Helenu og Smára til að finna smá innvols í eldhúsið. Það var ævintýri útaf fyrir sig.

This slideshow requires JavaScript.

Þegar heim var komið byrjaði Rúna strax að undirbúa jólin mér til mikillar armæðu. Hér eru þær mæðgur að baka lakkrístoppa.

000bakstur

Ellen Alexandra tók þátt í sínu fyrsta fótboltamóti og stóð sig með prýði. Óx með hverjum leik.

This slideshow requires JavaScript.

000EATsoccer5

Svo var veðrið hreint með ágætum annað slagið.

38633125966_5b2c4b1d6f_k38677796632_190b52b0dc_k

Desember:

Þá er það mánuður jóla, innkaupa og stress. En hún Rúna mín er snillingur og var eiginlega búin að ganga frá öllum jólagjöfum í lok ágúst þannig að við fórum nokkuð stresslaus inn í mánuðinn.

Reyndar ákvað Kristján Freyr að stanga vegg svona uppúr þurru… eða næstum því. Pabbi hans var eitthvað að bregða honum og því fór sem fór… Áfram gakk.

000gat

Skruppum líka út að leika í góða en kalda veðrinu.

Skruppum á tónleika í desember. Bæði á Baggalút og Sigurrós sem var nokkuð sérstakt en magnað.

000harpan

Jólakveðja fjölskyldunnar var með náttfatastíl.

000jol

Skruppum svo í bjöllur á aðfangadag og á gamlársdag og tókum aðeins á því. Við Rúna erum búin að vera í bjöllum í vetur og höfum bara staðið okkur vel. Rúna er reyndar á fullu í blaki líka þannig að hún tekur rúmlega helmingi meira á því en ég enda mikill jaxl.

000bjollur

Svo voru það bara áramótin þannig að þetta er allt búið að vera í topp standi.

000aramot

Þangað til næst…

 

 

 

Árið 2016 í máli og myndum

Nú er árið 2016 liðið og 2017 vel á veg komið og því kominn tími til að kíkja á liðið ár. Þetta var bara hið ágætasta ár fyrir okkur á Grundargötunni. Við skulum stikla á stóru.

Janúar:

A42A6605-1_1

Hérna er mynd frá áramótunum 2015/2016

Ég náði að skröltast á minni ónýtu hásin í smá myndarúnt en fór hvorki hratt né langt yfir.

dronekolgrafafjordur

Hérna er drónamynd yfir Kolgrafafjörð og svo drónaselfie og önnur af Kolgrafafirði fyrir neðan.selfiedrone

kolgrafafjordur

Svo skrapp ég í hvalaskoðunartúr með Láka II og gerði myndband í kjölfarið á því.

24194819042_12de4c63b9_k

Whale watching with Láki Tours from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var farið á fótboltamót í Njarðvík þar sem að minn maður stóð sig með prýði.

fotboltikft

Svo voru nokkrar myndatökur hér og þar eins og þessi fyrir Krums.

24135223789_b631a9ce3a_z

Jú og krakkarnir voru bara í fínum gír…

krakkar

Febrúar:

Febrúar byrjaði með smá bakslagi í þessu hásina ævintýri mínu en ég náði að rífa hásinina aftur þann 5. febrúar og lenti því aftur á byrjunarreit með tilheyrandi þunglyndi.

hasin

Svo skruppu þeir félagar Kristján Freyr og Arnar Breki í leikhús og skemmtu sér bara vel.

billyelliot

Svo lá ég bara mestmegnis í sófanum og spilaði FIFA og fékk einstaka sinnum pabbaknús.

pabbaknus

Skíðalyftan í Grundarfirði opnaði aðeins og það var mikið fjör í brekkunum.

sledi

skidi

Svo þurfti ég að fylgja fyrrverandi bekkjarfélaga og æskuvini til grafar þegar hann Einar Hrafn Aronsson var jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju. Blessuð sé minning hans.

laugagerdi

Það var að sjálfsögðu stillt upp í smá mynd með gömlu skólafélögunum eftir jarðarförina.

Mars:

Í byrjun mars ákvað einn ólukkans háhyrningur að stranda við Urthvalafjörð.

hvalurkvalinn

kvalinnhvalur

hvalur

Ellen var dugleg að halda kaffiboð.

kaffibod

Það var farið norður á skíði og í bústað um páskana. Ellen í Hlíðarfjalli.

skidaellen

Snjóhúsagerð í Bárðardal.

snjohus

Rúna mín stóð sig vel í blakinu en Grundfirsku skvísurnar reyndu sig á móti bestu liðum landsins í efstu deild.

runa

Kristján Freyr fetaði í fótspor sjálfs Jesú Krists á árshátíð Grunnskólans.

25823216721_1099af97f3_z

Mikill áhugi á páskaeggjunum á þessum bæ.

paskar

Og svo draslaðist ég aðeins niður í fjöru með myndavélina.

26011154482_663a42235e_z

Apríl:

Sólin farin að hækka vel á lofti og vorhugur í fólki. Ellen hrikalega ánægð með skótau sem henni áskotnaðist enda í hennar uppáhalds lit.

bleikaellen

Við Kristján Freyr tókum okkur til og pimpuðum playstation tölvuna aðeins upp. Kom ansi vel út.

starwarsps4

Strákarnir í körfunni héldu áfram að gera góða hluti.

haddi

Ég myndaði fyrsta brúðkaup ársins þegar ungt par frá Bretlandi var gefið saman í Búðakirkju.

wedding

Við hittum nýjasta fallega frænda minn þegar við kíktum á hann Ólíver Ara.

oliverari

Hérna eru svo töffararnir Ívar Alex og Kristján Freyr í góðum gír.

ivaralexkristjan

Svo var komin einhver ægileg kisustemming í mannskapinn og það fjölgaði aðeins í fjölskyldunni.

kisi

Ellen varð hugfangin.

kisi2

Fór á námskeið hjá HVE á Akranesi ásamt góðum hóp.

namskeid

Skrapp aðeins út að mynda líka eftir seinni hásinaslit.

trollhals2

Byrjaði svo aftur á vöktum Eyþóri Gæa til mikils léttis og í einum túrnum hitti ég þennan öðling eftir langt hlé.

unnitommi

Og vorið var eiginlega bara komið í Grundarfirði.

26543722012_a921b443fe_z

Svo var kútmagakvöld Lions haldið með stæl.

kutmagakvold

Svo var sólsetursseasonið byrjað með stæl og ég var nokkuð duglegur á ferðinni.

26719210105_4f7dc5f49f_z

Maí:

Maí mánuður byrjaði með fótboltamóti hjá Kristjáni þegar að 5 flokkur fór á TM mót Stjörnunnar í Garðabæ. Stóðu sig vel þessir peyjar. Kristján Freyr og félagar tóku líka þátt í Íslandsmótinu í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel.

Strandveiðarnar byrjuðu og Ellen og afi kíktu á strandveiðibátana.

afiellen

Það var mikill vorhugur í mínum manni sem mætti niður á höfn til að veiða. Litlar sögur fara af aflatölum.

veidi

Kisurnar voru fluttar heim til okkar og Ellen var afskaplega hrifin af þeim Simba og Nölu. Hvort að sú hrifning hafi verið gagnkvæm skal ósagt látið.

ellenkisa

Svo var líka sauðburður og við kíktum í fjárhúsin á Hömrum.

saudburdur

Kettirnir vöktu mikla lukku og voru vinsælir á meðal yngri hópsins. Hérna er Eyþór Henry í heimsókn að skoða.

elleneythor

Ellert Rúnar kom og kíkti í heimsókn til okkar. Þar vakti eldhúsið hennar Ellenar Alexöndru mikla lukku.

ellertrunar

Sveinn Elmar fór með Kristjáni Frey í veiðiferð og voru ófáir kílómetrarnir lagðir að baki.

sveinnkft

Þessi elska fagnaði 35 ára afmæli í maí mánuði

runa2

Og þessi meistari varð 11 ára daginn eftir eða þann 20. maí.

kft2

Svo voru tónleikar hjá Kristjáni Frey og félögum í tónlistarskólanum og voru þeir afskaplega flottir.

26887440986_18a6da5123_z

Bekkurinn hans Kristjáns fór í vettvangsferð út á Malarrif og var það mjög vel heppnað í alla staði.

5bekkur

Ég notaði tækifærið og smellti af nokkrum í þeirri ferð.

27238583546_32403fa170_z

Tók nokkrar fermingarmyndir.

ferming

Svo var það frábært brúðkaup hjá Særúnu og Hauk.

Svo fékk Kristján Freyr viðurkenningu á útskriftinni í skólanum fyrir frábæran árangur í 5. bekk en kappinn var með 9,25 í meðaleinkunn.

kristjan

Júní:

Júní er alltaf æðislegur. Sumarið komið og allt í topp standi. Það var nóg um að vera í þessum mánuði hjá okkur fjölskyldunni. Við skruppum á frábæra bíla og verkfærasýningu á Eiði þar sem að Ellen Alexandra sat fyrir innan í felgu á traktornum hans Bjarna.

ellendekk

Svo kom leikhópurinn Lotta með sína frábæru sýningu í þríhyrningnum sem allir höfðu gaman af… bæði börn og fullorðnir.

ellenlotta

Svo skráðum við okkur í hið frábæra litahlaup sem var alveg geggjað. Ellen Alexandra er enn að tala um þetta og vill fara aftur.

This slideshow requires JavaScript.

Svo var Ísland að gera gott mót á EM í Frakklandi og eftir hinn dramatíska sigurleik á móti Austurríki tókum við skyndiákvörðun og keyptum flug til Nice í Frakklandi til að sjá England – Ísland. Við vorum svo heppin að fá miða á leikinn líka og leigðum okkur svo Airbnb á Frönsku rivierunni. Algjörlega mögnuð ferð í alla staði sem á eftir að lifa lengi í minningunni. Það var hlegið, öskrað, grátið og hreinlega misst sig í geðshræringu þegar að dómarinn flautaði leikinn af og litla Ísland hafði slegið súra Englendinga út úr keppninni.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen Alexandra varð eftir heima og fór í frábæra útilegu með ömmu sinni og afa. Fékk að prófa mótorhjólið hans Kibba og þótti það augljóslega ekki leiðinlegt.

ellenmotorhjol

Svo fór ég í fyrstu fjallgönguna eftir hásinaslit og hafði Rúnu mína með mér til halds og trausts. Náðum fallegum sólsetursmyndum við Nónfoss og í fjörunni fyrir neðan Fellsenda.

Svo myndaði ég brúðkaup hjá Heiðrúnu og Andra og var það alveg frábær dagur. Aðstæður allar til fyrirmyndar og heppnaðist það afskaplega vel.

ferdalag16

Strax eftir Frakklandsferðina fórum við feðgarnir á N1 mótið á Akureyri og það var alveg svakalega gaman.

Júlí:

Við vorum ennþá á N1 mótinu í byrjun júlí þar sem var gríðarlega góð stemming.

Eftir N1 mótið var haldið í ferðalag um landið. Við byrjuðum á að fara austur til Egilsstaða og rúntuðum svo hálendið tilbaka og enduðum í Bárðardal. Tengdó varð sextug og var slegið upp veislu í dalnum. Mikið fjör.

Þegar við vorum fyrir austan tókum við Rúnt á Borgarfjörð eystri. Ég persónulega hafði aldrei komið þangað og var ég ekki svikinn af því. Yndislega fallegur staður og gott að vera.

28235053031_5b5644e7af_z

Þegar í Bárðardalinn var komið þá var ýmislegt dundað. Til að mynda þá hjóluðum við Rúna út um hvippinn og hvappinn… Í kringum Hamar og út í Aldey. Það var mjög skemmtilegt og krefjandi.

Einnig rúntuðum við upp í Suðurárbotna en þar hafði ég aldrei komið áður og það svæði maður lifandi… það er ótrúlega fallegt þarna og þangað ætla ég að leggja leið mína aftur.

ferdalag827673625933_b3e08357fd_z

Svo var margt annað dundað og tók ég nokkrar myndir á þessum tíma.

This slideshow requires JavaScript.

Þegar heim var komið leið ekki langur tími þangað til næsta ævintýri hófst. Þá var brunað á landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Fengum tjaldvagninn hans Gústa bróður lánaðan og tókum eina útilegu. Mikið stuð og Kristján ofurskáti var í essinu sínu.

Eftir að við komum heim þá var bæjarhátíðin Á góðri stund og var það mikið fjör eins og alltaf.

Eftir helgina var farið í gönguferð upp á Eldborg með Þórhildi, Sigga og svo var Jón Björgvin snillingur með okkur líka.

Fékk að fylgja Hadda og Kidda að taka á móti risa skemmtiferðaskipi á föstudeginum bæjarhátíðinni.

Svo fagnaði Ellen Alexandra þriggja ára afmælinu þann 16. júlí og af því tilefni vildi hún endilega sitja fyrir í Smáralindinni.

ellensmaralind

Ágúst:

Ágúst byrjaði með einróma veðurblíðu og fallegum sólsetrum. Það var æði.

Ellen Alexandra hélt áfram að blómstra og fékk til að mynda að afgreiða með Sillu í búðinni.

Kristján Freyr var mikið í því að hoppa í sjóinn og þótti gaman að því. Hann var með einlægan aðdáendahóp með sér.

Myndaði brúðkaupið hjá þessum turtildúfum hinumegin við fjallgarðinn.

wedding1

Þessi elska gerði sig heimkomna í FSN en Rúna mín náði þó ekki að innheimta skólagjöld af henni.

kongulo

Henti í myndband frá Grundarfirði sem fór ansi víða…

Grundarfjörður from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Fórum í enda ágúst í Bárðardalinn þar sem skírnarafmæli Rúnu var fagnað ásamt brúðkaupsafmæli afa og ömmu á Húsó.

Ellen fékk afmælispartý þegar að leikskólinn byrjaði aftur og henni þótti það ekki leiðinlegt.

ellenafmaeli

Kristján Freyr fékk far með pabba sínum í sjúkrabílnum eftir einn fótboltaleikinn í Reykjavík og notaði tímann til að slaka á afturí.

sjukrabill

Svo voru það Danskir dagar í Hólminum þar sem að þessi snillingur sá um kræsingarnar… obbosins veisla.

danskirdagar

September:

Það var mikið fjör í september. Haustið mætt (og stendur reyndar ennþá yfir 10. febrúar 2017). Ég færði ástkærri tengdamóður minni mynd í tilefni af 60 ára afmælinu í sumar.

anna

Pabbi bauð til veislu þegar hann átti afmæli þann 2. september. Það var næs.

Svo var skundað í Kórinn til að berja táningapoppgoðið Justin Bieber augum. Minn maður var dolfallinn yfir þessu mæmi. Pabbinn var ekki alveg eins og hefur þegar fjárfest í miðum á Rammstein í sömu höll þar sem drengurinn fær að gera samanburð.

Jón Frímann vinur minn varð 40 ára í júlí og hélt heljarinnar veislu í september. Þar var margt um manninn og mikið fjör.

Svo var réttað í fyrsta skipti í nýju réttinni í Hrafnkelsstaðabotni.

This slideshow requires JavaScript.

Við tókum góða tiltekt í sjúkrabílaskýlinu. Þar kenndi ýmissa grasa og margt forvitnilegt tólið sem við dustuðum rykið af.

sjukrabill1

Tókum góðan hjólreiðatúr í Berserkjahrauni.

hjolatur

Og börnin voru að detta í rútínuna aftur eftir frábært sumarfrí.

Svo myndaði ég Dagný og Eymar á fallegum rigningardegi.

wedding2

Svo var norðurljósatímabilið hafið og maður skottaðist aðeins út.

nordurljosnordurljos2

Október:

Það var ýmislegt dundað í þessum mánuði en hæst ber þó að telja ferð til Nýju Jórvíkur í Ameríkuhrepp. Þangað var förinni heitið í tilefni af 40 ára afmæli þann 2. nóvember. En við vorum nú samt heima mest allan mánuðinn og þá komu þeir Ólíver Ari og Hinrik Nói í heimsókn til okkar.

ellenoliver

Það voru miklir vatnavextir í október og þarna er Kirkjufellsfoss eins og beljandi stórfljót.

Við skelltum okkur í bústað á Suðurlandinu og höfðum það gott með góðu fólki.

Þar kíkti ég á Brúarárfoss sem hafði verið á döfinni hjá mér lengi. Það var magnað.

Svo voru gríðarlega hörð mótmæli í Grundarfirði. Jafnrétti já takk.

motmaeli

Svo vorum við feðgarnir bleikir á bleika daginn.

bleikidagurinn

Svo fljótlega eftir þessa sumarbústaðadvöl var kominn tími til að kveðja krakkana en við áttum ekki eftir að sjá þá næstu 11 daga.

newyork1

Og þá var ferðinni heitið til New York. Þvílík borg. Alveg magnað að vera þarna og mæli ég með því fyrir alla. Þar er hægt að finna allt sem hugurinn girnist… Nema kannski frið og ró.

This slideshow requires JavaScript.

Við skruppum á Ground Zero. Það verður enginn ósnortinn þar. Gjörsamlega magnaður staður

newyork18

Það er svo margt að sjá þarna. Mögnuð borg.

This slideshow requires JavaScript.

Nóvember:

Þessi mánuður hófst í Airbnb herbergi í Bronx. Svo fagnaði ég 40 ára afmælinu þann 2. nóvember með stæl í New York. Geggjað alveg hreint. Byrjaði þennan mánuð á að skella mér í rakstur á alvöru barbershop í Bronx. Undarleg upplifun en miklir fagmenn sem starfa þarna.

new1

Svo var það afmælisdagurinn. Hann var geggjaður. Fórum út að borða í hádeginu á 3 stjörnu Michelin stað sem heitir Le Bernardin. Æðislegur matur svo ekki sé meira sagt. Mögnuð upplifun. Svo var farið í þyrluflug um Manhattan og endað á að ganga yfir Brooklyn Bridge. Geggjaður dagur.

Svo var sólsetrið á Manhattan einstaklega fallegt á afmælisdaginn.

30868857165_f2501a6b78_z

Restin af New York ferðinni var líka æðisleg. Við flugum svo heim 6. nóvember og lentum á Íslandi þann 7. nóvember.

This slideshow requires JavaScript.

Það var samt yndislegt að koma heim.

new12

Rúna mín var ekki lengi að byrja að jólaskreyta þarna snemma í nóvember mér til mikillar armæðu… en ég fékk engu ráðið um þetta.

new13

Við Sumarliði skruppum á Canon hátíð í Hörpunni. Hérna erum við með meistara Ottó í góðum gír.

canonhatid

Svo var það bruninn mikli á Miðhrauni. Líklega eitt stærsta útkall slökkviliðs Grundarfjarðar síðan Stöðin brann 2009. Þarna þurfti að taka á því og gekk allt vel miðað við aðstæður.

This slideshow requires JavaScript.

Desember:

Þá er það síðasti mánuður ársins sem eins og nánast alltaf er undirlagður af jólastússi og öðru veseni. Sem betur fer höfðum við Rúna (aðallega Rúna samt) græjað allar jólagjafir í New York þannig að við vorum bara nokkuð slök í desember. Byrjuðum á að fara á Baggalút með Gústa og Diljá. Þeir standa alltaf fyrir sínu.

Svo var það Mugison í Hörpunni… sjitt hvað hann er mikill meistari.

mugison

Svo var mikið jólastúss á Grundargötu 15. Myndarlegur hópur þarna.

jolaskvisur

Einar Þorvarðar í Hólminum kom og smellti upp veggfóðrinu sem við létum Logoflex græja. Kemur rosalega vel út en þetta er ljósmynd af Aldeyjarfossi eftir mig.

Dagatal Slökkviliðs Grundarfjarðar rauk út eins og heitar lummur og kláraðist upplagið í þetta skipti.

erling

Og slökkviliðið þurfti aðeins að taka á því í heimahúsi hérna í Grundarfirði. Til allrar lukku slasaðist enginn þar.

eldurmaggi

Við Rúna skruppum í bjöllur á aðfangadag með góðum hóp af fólki.

jolabjollur

Svo var það myndatakan á aðfangadag hjá okkur fjölskyldunni.

This slideshow requires JavaScript.

Jólin voru afskaplega notaleg og ljúf. Við vorum heima bara fjögur í fyrsta skipti og var það afskaplega þægilegt. Skruppum svo í heimsókn til mömmu og tengdó um kvöldið.

Tíminn á milli jóla og nýárs var líka ljúfur. Fórum aðeins út að leika með öllum Jobbunum.

Svo fórum við Ellen út að leika líka í góða veðrinu.

Áramótin voru líka með fínasta móti.

aramot

Þá er búið að stikla á stóru yfir árið 2016.

Þangað til næst…

 

Sumarið 2016

Nú er sumarið að líða og haustið nálgast óðfluga. Skólarnir að byrja og allt að detta í sinn vanagang eftir sumarfríið. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir frá sumrinu…

The lighthouse
Malarrifsviti

Hér má sjá Malarrifsvita í maí. Smellti þessari mynd þegar
ég fór með bekknum hans Kristjáns í skólaferðalag um Snæfellsnes.

 

Rough sea
Við Malarrif

Tekið í sömu ferð.

13260053_10154252526788993_7413480521609809309_n
Bekkjarferð við Lóndranga

Svo voru nokkur sólsetrin í sumar…

Past the hour by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Við Kverná

 

 

Midnight drawing near by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Við Nónfoss

 

 

At the beach by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Sólsetur við Kirkjufell

 

 

Aldeyjarfoss sunset by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Sólsetur við Aldeyjarfoss

 

 

Calm by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Séð yfir Grundarfjörð

Skruppum til Nice á leik Englands og Íslands í 16 liða úrslitum á EM. Líklega einhver sú magnaðasta upplifun sem ég hef lifað. Það var öskrað, það var grátið, það var hlegið… það var bara allur tilfinningaskalinn á einum leik. MAGNAÐ.

13438952_10154338900893993_6425109632058245007_n
Fyrir leik

13558626_10154338053173993_7672289754093969201_o
Hittum Bjarna, Evu Maríu, Freyju og Sölku sætu

13533033_10154338780123993_8812508597929109678_n
Fyrir utan Stade de Nice

 

13501639_10154338227768993_3964628565479449277_n
Á vellinum í Nice

Búið að vera frábært sumar. Gott veður og eitthvað um ferðalög. Fórum norður á fótboltamót og svo til Egilsstaða og svo í slökun á Bárðardal.

13516310_10154343635378993_1192581377526318083_n
Við feðgarnir á Akureyri.

13567172_10154348927338993_5998783139646555373_n
Snæfellsnes 2 eftir góðan sigurleik.

13532847_10154356100533993_8298761910826473907_n

Rúna sæta á Borgarfirði eystri.

13620182_10154358345058993_2790000593485948125_n

Við feðginin á Egilsstöðum.

13537788_10154359126983993_6737335214337211326_n

Ferðalaga selfie

13599829_10154368681928993_5146607674414794869_n
Hjóluðum aðeins í Bárðardal

Svo varð hún Ellen Alexandra 3 ára í júlí

13730946_10154387487003993_5392441677467767884_o
Hér er hún ásamt Ellert Rúnari í góðum gír.

Svo hentum við okkur á Landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Það var mikið stuð.

13754460_10154400453573993_9058188503597564226_n
Kristján Freyr á skátamóti

Svo var það bæjarhátíðin okkar sem var hin ágætasta skemmtun.

13718758_10208540483568076_6693859010235490282_n
Í góðum gír á góðri stund

Í ágúst var rútinan hægt og rólega að detta inn. Ellen byrjaði aftur á leikskólanum og allt að detta í fasta skorður. Summi og Hrafnhildur buðu okkur í veislu á dönskum dögum og það var geggjað.

13920587_10154467816943993_7604836386116834107_n
Summi tilbúinn í að skera 8kg svínalæri ofan í mannskapinn.

Svo henti ég í smá myndband sem fór ansi víða.

Grundarfjörður from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Njótið lífsins.

Þangað til næst….
 

 

2015

Nú er árið 2015 liðið og því kominn tími til að rifja aðeins upp gang mála á þessu ári hjá okkur fjölskyldunni.

Janúar:

Árið byrjaði á hefðbundinni norðurljósaferð í nágrenni Grundarfjarðar.
Grundarfjörður

Svo birtist myndasyrpa úr Holuhrauni á einhverjum vefmiðlum úti í hinum stóra heimi og var stærsti miðillinn af þeim væntanlega Daily Mail. Það var hressandi.

Svo fórum við fjölskyldan í æðislegan bústað í Skorradal og nutum lífsins í frostinu þar.

Skorradalur

skorradalur2

Speglun á Skorradalsvatni

Febrúar:

í febrúar var aukið við menntun mína sem slökkviliðsmaður og endaði það á allsherjar verklegu prófi í reykköfunargámnum okkar.
slokkvilid

Þorrablót hjónaklúbbsins var með glæsilegasta móti.
thorrablot

Við byrjuðum að safna fyrir hjartahnoðtæki í sjúkrabílinn ásamt Lions og Kvenfélaginu.

lukas

Kristján Freyr nældi sér í verðlaun fyrir frábæran grímubúning á öskudaginn.

Mr. Simmons

Prinsessan og Beinagrindin

Mars:

Það var heilmikið um að vera í mars mánuði. Heilmikil norðurljós, brjálað veður og ég veit ekki hvað og hvað…

Grundarfjörður

Náði þá þessari norðurljósamynd í Kolgrafafirði sem er mín uppáhalds hingað til. Þetta var tekið á mögnuðu kvöldi þann 17. mars þegar ég og Hjalti Allan vorum á norðurljósaveiðum.

Aurora eruption by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Það var líf á höfninni…

Grundarfjarðarhöfn

Frozen harbour

Og svo kom svaka skellur í veðrinu þann 14. mars.

The storm

Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Já og svo var heilmikill sólmyrkvi þarna líka.

Fly away by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Skelltum okkur líka á Harlem Globetrotters í Hafnarfirði.

globetrotters

Apríl:

Apríl byrjaði á frábæru páskafríi þar sem við skruppum norður á skíði.

skidi

bardardalur

Ný græja leit dagsins ljós þegar ég fjárfesti í dróna fyrir myndatökurnar. Eitt stk DJI Phantom vision 2

drone

Goðafoss

Ein af fyrstu flugtilraununum.

Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Kristján Freyr fór á fyrsta fótboltamót sumarsins.

soccer

Eignaðist fallegan frænda.

ivaralex

ivaraless

Norðurljósavideo

Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Maí:

Maí var æðislegur. Útskrift í FSN, Glasgow ferð, skemmtiferðaskip og almenn vor stemming. Svaka gaman. Bæði Rúna og Kristján fögnuðu afmælinu sínu og ég veit ekki hvað og hvað. Leyfi myndunum að tala sínu máli.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins.
Amadea

Útskrift úr FSN
Skvísur

Kristján á danssýningu.
dans

Glasgow var æðisleg
Teasing pigeons

Stirling HDR

Edinborough

glasg

glasgo

Strandveiðarnar hófust með látum.

Strandveiðar 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Átti líka mjög skemmtilegan dag með fermingarbörnunum og séra Aðalsteini.

Holy selfie by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Júní:

Júní var sérdeilis frábær. Þar stóð hæðst Color run, Download festival, Orkumótið í Vestmannaeyjum, sólsetur og almenn sumarstemming. Enn og aftur látum við myndirnar ráða upprifjuninni.

Við hjónin fögnuðum bæði fermingarafmælum þann 4. júní. 20 ára og 25 ára.

ferming

Litahlaupið var geggjað gaman.
colorrun

colo

color

Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Download festival var líka ógeðslega gaman. Shitt hvað þetta var gaman.

dl

dlo

dlod

festi

Jökulmílan stóð fyrir sínu.

jokulmilan

Og svo var það blessað Orkumótið í Vestmannaeyjum. Það var líka mjög gaman þó svo að kappinn minn hafi lent í smá hrakförum. En leikir voru spilaðir og mörk voru skoruð og enduðu þeir mótið á að spila um bikar og enduðu sem silfurlið í sínum flokki. Helsáttir að vera kallaðir upp í verðlaunaafhendingu. Frábært mót.

slys

orku

orkum

orkumo

orkumotid

orkumotid

Og svo voru það öll sólsetrin… Þau voru æðisleg.

Kirkjufell sunset

solsetur

Og þessi prinsessa hélt áfram að blómstra.

ellen

Júlí:

Júlí byrjaði á ferðalagi um Ísland. Eistnaflug, Egilsstaðir, bústaður, hálendið, Á góðri stund, ganga á Kirkjufell og margt fleira.

Sólsetrin voru mögnuð í byrjun júlí.

Red dream by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Last hour of daylight by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Bird at sunset by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Beach

Svo var haldið í ferðalag…

Fossinn Skínandi.

The waterfall in the middle of nowhere by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

skinandi

Holuhraun nokkrum mánuðum eftir að gosi lauk.

Holuhraun the aftermath by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Ellen í Herðubreiðarlindum.

ellena

Kristján Freyr fór í gönguferð um hálendið í 3 daga með ömmu sinni.

kft

Við Holuhraun.

holuhraun

Í Drekagili.

drekagil

Hittum snillingana á Egilsstöðum.

noi

Mæðgur í Eistnaflugsgír. Rock on.

rockon

Sæta Rúna mín á Seyðisfirði

runa

Beðið eftir Kvelertak sem voru geðveikir.

kveler

Behemoth toppuðu svo frábæra Eistnaflugshátíð. Þvílíkt band.

behem

Lentum í smá bileríi á Egilsstöðum. Því var kippt í liðinn af miklum fagmönnum.

vidgerd

Og Rúna fékk nýjan nafna.

EllertRunar

Enduðum svo í slökun í Bárðardal.

From above by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Goðafoss.

godafoss

Ellen fagnaði svo 2 ára afmæli þann 16. júlí.

eatafmaeli

Svo smá myndband af ferðalaginu.

Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Costa Fortuna mætti í fjörðinn en það var stærsta skipið þetta sumarið.

The view of the drone by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Costa Fortuna by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Svo kom önnur Jobbalína í heiminn.

kristinmaria

Svo var það bæjarhátíðin Á Góðri Stund en þar var mikið fjör og húllumhæ.

pabbiogruna

runaogellen

kibbiraudi

Svo smá myndband.

Á góðri stund í Grundarfirði from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var skrölt uppá Kirkjufell í yndislegu veðri.

tommiogruna

Ágúst:

Ágúst byrjaði á verslunarmannahelginni eins og gengur og gerist… Við vorum bara í rólegheitum hérna heima og fengur til okkar góða gesti. Ýmislegt var fundið til dundurs eins og að dorga.

Hi there

Sveinn með háhyrning… eða bara fastur.

svenni

Mamma varð sextug þann 5. ágúst og ákváðum við að koma henni á óvart með sörpræs afmælisveislu að hætti hússins. Það heppnaðist líka svona stórkostlega því að hana grunaði aldrei neitt enda frekar ljóshærð þessi elska.

Þetta var klárlega besta myndin úr þessu partýi samt.

ninni

Gamla á dollunni

gamladollan

Ein hópmynd í tilefni dagsins.

hopmynd

Svo var náttúrulega myndað áfram… Hérna er loftmynd af Kolgrafafirði.

Kolgrafafjörður

Þúfubjarg.

Þúfubjarg by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Dritvík.

The Black Gate by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Ein myndasmiðsselfie

selfie

Svo var farið á tónleika… Hér erum við hjónin á Kings of Leon.

kol

Og við feðgarnir á Queen Extravaganza í Hörpunni.

queen

Kristján stóð sig svo vel á síðasta fótboltamóti sumarsins.

soccer

September:

Það var mikið líf og fjör í september. Við fórum í ferðalag til Tyrklands í tilefni af sextugsafmæli mömmu og það var alveg afskaplega ljúft. Allt liðið naut sín og sleikti sólina í Bodrum… Hrikalega næs.

tyrkland

Þessum fannst ekki leiðinlegt.

turkie

Í rennibrautagarðinum.

aquapark

Ég fékk far með þessum meistara.

jetsky

Já september var æðislegur og þá sérstaklega Tyrklandsferðin enda stóð hún eiginlega uppúr eftir allt árið. Þegar heim var komið tók rútínan við.

Október:

Já Október var ekki búinn að vera lengi við líði þegar á reyndi. Þann 4. okt fórum við feðgarnir saman í fótbolta og þegar langt var liðið á tímann í íþróttahúsinu heyrði ég smell og fannst eins og einhver hafi sparkað aftan í hægri ökklann á mér. Ég sneri mér við og sá engan þarna nálægt og átta mig þá á því að ég hafði slitið hásin takk fyrir. Fékk far með sjúkrabílnum niður á heilsugæslu þar sem að doksi skellti mér í gipsi. Ég fór svo til bæklunarlæknis 2 dögum síðar þar sem ég fékk annað gipsi sem átti að vera á í fjórar vikur og leiðbeiningar um mikla sófasetu næstu vikurnar. Fifa varð besti vinur minn.

Maggi minn að búa um mig.

gipsi

Þessi hélt bara áfram að vera prinsessa þrátt fyrir hrakfarir pabba síns.

ellensaeta

Myndatökur voru á sögulegu lágmarki í okt og reyndar nóvember líka en maður rétt staulaðist svosem í þessa helstu viðburði hér í bænum.

Nóvember:

Þessi mánuður byrjar alltaf á að ég verð árinu eldri og eru þau samtals orðin 39 núna. Obbosins hvað tíminn líður. Einnig losnaði ég við gipsið og fékk spelku. Það var mikill munur því nú gat ég staulast um án þess að nota hækjur og mátti stíga í fótinn. Svo var hrikalegur kostur að geta tekið spelkuna af og farið í bað án þess að vera með fótinn uppúr baðkarinu. Forréttindi.

Afskaplega þægilegt að geta klórað sér sem reyndist erfitt með gipsið góða.

spelka

Laugagerðisskóli varð 50 ára og skruppum við í heimsókn þangað.

laugagerdisskoli

Svo var bíllinn upgreidaður… Kian seld eftir 3 ára afbragðs þjónustu og fjárfest í 120 cruiser.

cruiser

Kristján fór á fótboltamót og nú í 5. flokk.

5flokk

Desember:

Jólamánuðurinn sjálfur. Losnaði úr spelkunni og fékk að standa á eigin fótum. Þetta var svolítið vont og er enn að venjast. Þetta hlýtur að lagast á nýja árinu. Þetta þýddi líka að ég fór aðeins að taka myndir og staulast um í góðum gír.

Hérna erum við í smá útivistarstemmingu.

uti

Sá Star Wars episode VII eftir langa bið… Hún var awesome.

sw

Fór nokkra ljósmyndarúnta.

Kirkjufell

Ellen og Telma voru æðislega fínar á jólaballi.

ellenogtelma

Kristján Freyr stóð sig vel á jólatónleikum.

kftguitar

Jólin voru svo yndisleg með öllu sínu áti og vellíðan. Hérna er mynd af okkur á aðfangadagskvöld.

adfanga

Rúna gaf mér svo ferð í íshellinn í Langjökli í jólagjöf og skelltum við okkur upp á jökul þann 28. desember. Það var geggjað.

Harsh conditions

Into the glacier by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Cool portrait

Into the glacier

Áramótin voru svo með besta móti og hérna er mynd sem við tókum á gamlárskvöld.

Happy new year

Óska ykkur öllum farsældar á árinu 2016.

Þangað til næst….

Sumarið kom og fór

Í dag er eitt ár síðan við Sumarliði vorum að þvælast uppi á hálendi Íslands að mynda eldgosið í Holuhrauni. Nánar má lesa um það hér.

Í sumar var mikið um að vera. Við Rúna fórum til Glasgow ásamt góðum hópi fólks úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Þar var ýmislegt brallað eins og gönguferð um hálendið, skólar heimsóttir og smakkað á nokkrum öl.

Glasgow cathedral

The wall

Teasing pigeons

The hiker

Fljótlega eftir heimkomuna frá Glasgow þá skelltum við Rúna og Kristján Freyr okkur í The Color Run í Reykjavík. Það var alveg hrikalega gaman og Kristján lék á alls oddi.

Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var það Download festival í júní. Við Gústi, Ninni og Erling skruppum til Englands og komum okkur fyrir í smábænum Loughbrough. Tilefnið var hin stórkostlega rokkhátíð Download Festival. Þar rættist gamall draumur þegar ég sá Kiss stíga á stokk á lokakvöldinu. Annars var þetta frábær hátíð en hæst bar að nefna headline böndin Muse, Slipknot og Kiss en það voru fleiri stórkostleg bönd þarna eins og Clutch, The Darkness, Mötley Crue, At The Gates, Parkway Drive og svo mætti lengi telja. Þetta var ótrúlega gaman.

DL2015

DL2015

DL2015

Fljótlega eftir komuna frá Englandi tók hið hefðbundna íslenska sumar við sem var með ágætasta móti. Falleg sólsetur, Fótboltamót, ferðalög og þess háttar. Leyfi myndunum að tala sínu máli.

Red cloud

Enjoy the sunset

Golden hour

Hi there

Birkir
Kristján Freyr hitti Birki Bjarnason

meiddur
Við Kristján fórum á Orkumótið í Eyjum og annar okkar þurfti smá aðhlynningu

orkumotid
Orkumótið var samt rosalega skemmtilegt

kirkjufell
Við Rúna og Gústi fórum upp á Kirkjufell

skinandi
Kíkti á fossinn Skínanda

Skínandi

Í júlí fórum við svo austur í ferðalag. Fórum á Eistnaflug þar sem að Kvelertak stóð algerlega uppúr. Líklega eitt svalasta live band sem ég hef séð að öðrum ólöstuðum á þessari frábæru hátíð.

eistnaflug
Við Gústi að bíða eftir Kvelertak

rockon
Mæðgur gera rock on með misjöfnum árangri

Hér má svo sjá smá myndband sem ég sullaði saman eftir ferðalagið.

Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Fórum líka í nafnaveislu hjá litlum prins.

ERS
Rúna fékk annan nafna

KMM
Svo kom önnur gullfalleg jobbalína í heiminn sem síðar fékk nafnið Kristín María

Svona er sumarið búið að vera og nú styttist í Tyrklandsför fjölskyldunnar en í tilefni 60 afmæli múttu gömlu var ákveðið að kíkja á sólarströnd. Nánar um það síðar.

Þangað til næst….

Vorið á næsta leiti

Jæja það er búið að vera ákveðin deyfð yfir þessari blessuðu síðu upp á síðkastið. Síðasti pistill var einhver áramótayfirferðarpistill frá því í byrjun janúar og nú er bara allt í einu kominn 16. apríl eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ekki það að það hafi ekki nóg verið í gangi hérna í Grundarfirðinum en við skulum hlaupa yfir það helsta…

Þann 10. janúar fórum við fjölskyldan í bústað upp í Skorradal til að ná jóla og áramótastressinu úr okkur. Það var æðislega kósý enda einstaklega fallegur staður.

Í janúar varð ég svo þess heiðurs aðnjótandi að fá nokkrar myndir birtar í Daily mail frá eldgosinu í Holuhrauni. Að sjálfsögðu kom frétt um það í Skessuhorninu

Í febrúar tókum við verklegt slökkviliðspróf og fengum löggildingu sem slökkviliðsmenn eftir það.

Tommi

Og einnig var farið á 50 þorrablót hjónaklúbbsins.

tommiogruna

Svo fórum við í söfnun á Lucas 2 hjartahnoðtæki. Frétt af vef Skessuhorns.

lucas

Öskudagurinn var tekinn með trukki…

Mr. Simmons

ellen

Í mars var mikið myndað og enda mikið í gangi… Norðurljós og rok.

Grundarfjarðarhöfn

Frozen harbour

runa

Rúna mín var náttúrulega að massa það í blakinu þessi elska.

Svo kom náttúrulega kolvitlaust veður annað slagið en það versta var 14. mars.
The storm

Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo kom þessi brjálaða norðurljósasprengja þann 17. mars síðastaliðinn.

Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Alveg magnað helvíti.

Svo var náttúrulega blessaði sólmyrkvinn.

Við Rúna og Kristján Freyr skelltum okkur á Harlem Globetrotters. Mikið fjör þar.

globetr

globetr2

Um páskana skruppum við svo norður. Skíðuðum á Akureyri í 2 daga og vorum í góðu yfirlæti hjá Svenna og Þórhildi. Fórum svo á Húsavík í eina nótt og svo 3 nætur í Bárðardalinn. Yndislegt alveg hreint.

hlidarfj

hlidarfj2

godafoss

aldey

Svo lét ég verða af því að fjárfesta í dróna enda með tækjalosta á háu stigi. Splæsti í Dji Phantom 2 vision+ kvikindi. Magnað tæki alveg hreint.

drone

Fyrsta flugið from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo skruppum við til Reykjavíkur um daginn og kíktum meðal annars á litla frænda minn sem er æðislega fallegur.

gustavsson

Ætli maður láti þetta ekki duga í bili enda vafalaust langt í næsta blogg…

Þangað til næst…